fimmtudagur, 8. maí 2008

Komin heim!

Komin til Íslands.

Ef ég hef eitthvað merkilegt að segja þá skal ég skrifa um það. Set kannski inn fleiri myndir bráðum.

Annars takk fyrir samfylgdina!

sunnudagur, 4. maí 2008

Komin til Lissabon!

Eg er komin til Lissabon. Fekk ekki saeti i fluginu a fostudaginn, atti dag daudans a fostudaginn tar sem eg beid a flugvellinum i 6,5 klst. Beid svo i 2 tima a TAP skrifstofunni til ad fa midanum minum breytt. Eftir tad turfti eg ad rifast ut af hotel reikningnum. Eg var alveg buin ad tvi eftir daginn. En extra dagurinn minn i Bissa var alveg tess virdi tvi kvoldid var yndislegt og lika laugardagurinn. 

Eg for heim til Karynu a fostudagskvoldinu og vid forum svo med systur hennar, Eric kaerasta systurinnar og brodur hennar a Don Bifana. Fernando kom svo og hitti okkur tar. Eg fekk einn besta fiskrett sem eg hef bragdad i Bissa og svo heldum vid a barinn i gamla hverfinu. Tar toku Michaelino, Ivan og Fernando uppahalds mama djombo lagid mitt. Hver labbar svo inn nema Rui Sangara sem syngur eitt af fallegustu logum sem eg hef heyrt. Eg bad Karynu ad athuga hvort hann vildi taka lagid fyrir mig og tad var nu ekki vandamal. 

Daginn eftir baud fjolskylda Karynu mer i hadegismat og atti eg yndislega stund med teim adur en Karyna fylgdi mer a hotelid og eg helt upp a flugvoll. Eg atti flug til Dakar um atta leytid a laugardeginum, tok svo flug kl. 2 um nottina til Lissabon og lenti herna kl. 7 um morgun. Eg stal morgunmat a hotelinu og fekk groft braud og godan ost. Eg for naestum ad grata tegar eg sa kraesingarnar. I dag hef eg svo farid a Aquarium og Hard Rock Cafe. Bordad hamborgara og drukkid Cafe Latte i fyrsta skipti i rumlega 3 manudi!!! 

Kem heim seinni part midvikudagsins 7. mai. Se ykkur i studi! 

Sidustu dagarnir

Skrifad a degi verkalydsins - 1. mai.


Ég gerðist sjávarlíffræðingur frá laugardegi til þriðjudags. Ég sat sumsé á strönd Rubane eyju allan sunnudaginn, hugsaði um lífið og tilveruna og svamlaði í sjónum. Ég labbaði meðfram fallegri strandlengjunni í sólsetrinu. Við enda strandarinnar voru eyjaskeggar að hoppa upp í yfirfullan og litríkan bát. Ég sá gamla hótelið á Rubane eyju inni í skóginum og sundlaug sem mátti muna fífil sinn fegri. Á leiðinni til baka sá ég hvar hópur lítilla fiska stökk upp úr sjónum rétt við ströndina, strax á eftir stukku nokkrir meðalstórir fiskar og svo einn risa stór þar á eftir. Eltingaleikur náttúrunnar.


Ég smakkaði besta eftirrétt í heimi, Ilha de flotant (Dísa kann kannski að skrifa þetta betur á frönsku!), hin fljótandi eyja. Ég kannaði sorglega byggð Bubaque-eyju, en þar er lítill matarmarkaður, einn bar, tugára gamlir járndunkar sem notaðir eru til að brugga pálmavín, niðurnídd hús og litlir strákar að dorga við höfnina. 


Á mánudeginum héldum við af stað til Quinhamel sem er á fastlandinu. En vinnan kallaði á leiðinni og kíktum við á nokkra höfrunga sem stukku tignarlega upp úr hafinu. Jeff og Mike hafa siglt svo oft fram hjá lítilli eyju sem er í raun bara steinar, strönd og eitt tré. Við ákváðum að þennan síðasta dag úti á hafi myndum við stoppa þar og stúta nokkrum bjórum. Það var sérstök tilfinning að vera bara þrjú á lítilli eyju þar sem sést til allra átta, sitja í sjávarmálinu og drekka bjór. Lífið varð svo einfalt allt í einu. 


Ég sló auðvitað eign minni á eyjunni og lýsti hana íslenska nýlendu. Hef audvitad laert ymislegt i Tharalatursfirdi. Mér finnst við Íslendingar ekki hafa verið nógu dugleg í nýlendustríðinu og það er aldrei of seint í rassinn gripið. Ég gerði sjálfa mig að forseta og forsætisráðherra. Reyndar skipaði ég sjálfa mig líka sem umhverfismálaráðherra en ég var ekkert ofsalega góð í því þar sem ég pissaði svo mikið í sjóinn. En ég bjargaði allavega nokkrum bjórflöskum. Mike skipaði ég sem menningarmálaráðherra og utanríkis-og varnarmálaráðherra. Hann stóð sig vel og var farinn að plotta yfirtöku nærliggjandi eyja til að stækka ríkidæmi okkar. Sem ráðherra menningarmála skrifaði hann etnísk merki í sandinn og safnaði saman skeljum og öðrum menningarverðmætum eyjarinnar. Jeff var sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra og sem slíkur sá hann um að útdeila bjórnum. Nú hefur maður strandað á eyðieyju gott fólk!


Á leiðinni út á eyjuna vorum við næstum föst í sandi því það var ekki komið nógu mikið flóð og grunnurinn er ekki mjög djúpur á mörgum stöðum. Við þurftm virkilega að finna leið út úr ógöngunum og mér leist ekkert á blikuna á tímabili. 


En nú er ég komin aftur til Bissá, bíð og vona að ég komist að í fluginu á morgun. Ég hef ekki haft tíma til að skrifa um það og vildi heldur ekki valda óþarfa áhyggjum, en TAP setti mig á biðlista eftir að hafa confirmerað og reconfirmerað miðann minn. Ég er með nokkra í málinu og síðast þegar ég vissi voru góðar líkur á að ég fengi miðann minn í kvöld. Ef ekki, þá reyni ég að fljúga til Lissabon í gegnum Dakar eins fljótt og ég get því ég verð að ná fluginu heim 7. maí - ég bara hreinlega verð. Ég sakna ykkar svo mikið. 


Verkalýðurinn er í fríi hér eins og víða annars staðar í dag. Bissá er með rólegasta móti og stemningin skemmtileg. Fólk fer á ströndina á þessum degi og lætur það alveg vera að mótmæla. Enda er fólk drepið fyrir slíkt. 


Hótelið réð DJ sem spilar bissáska músík á fullu hérna fyrir utan. Sennilega til að létta starfsfólki sínu lífið því þau þurfa að vinna. Markaðurinn var þó opinn og slóu menn þar á létta strengi. Þeir höfðu meðal annars búið til risa stöng til að ná mangóunum úr trjánum. Ég fór að taka myndir. Það er soldið skrítið stundum að taka myndir hérna því að fólk bannar manni það, en þá í raun vilja þeir bara að maður taki mynd af sér, í sumum tilvikum allavega. Á endanum vildu allir fá mynd af sér, sölumenn og skóburstarar. 


Í dag gerðust tvö atvik sem á eftir að láta mig sakna fólksins hérna. Í fyrsta lagi sá einn markaðssölumannanna að snákaskinnstaskan mín hafði rifnað og hann bauðst til að laga hana. Hann lagaði hana með því sem hann fann í kringum sig og ég átti við hann fróðlegar samræður um stjórnmál á meðan hann saumaði handfangið á töskunni saman. Stuttu síðar spyr ég um aqua og þá benda nokkrir mér á konu sem er að selja vatn í poka upp úr kæliboxi. Einn markaðssölumannanna var að kaupa vatn og hann neitar að fá afganginn sinn frá konunni og segir henni að rétta mér vatn í staðinn. Hann tók ekki í mál að ég borgaði honum til baka!


Það er erfitt að kveðja allt og alla hér. Ég verð að snúa hingað aftur einn daginn.

föstudagur, 25. apríl 2008

Heilsufarid III

Loksins kom ad tvi ... Anna fekk magapest ... magapest mannanna!!! Eg var rumliggjandi med vokva i aed allan tridjudaginn og laeknirinn sendi mig heim med 5 tegundir af pillum. Eg verd ad taka syklalyf til sunnudags og einhverjar adrar toflur sem eg kann ekki deili a. Eg hef ekki fengid nein krampakost i dag svo eg held eg se oll ad skrida saman. Eg hef mest bordad supur sidustu daga og kantinan herna nidri hefur utbuid serstaka kjuklingasupu handa mer sem a vist ad vera god i magann.

Tad maetti segja ad magapestin hafi baett svortu ofan a gratt, tvi ad fyrir hafdi eg naelt mer i 50 flugnabit uti a eyjunum. Flugurnar eru litlar og heita Melga. Taer elska ad bita folk i fullu tungli og eg vard helsta fornarlamb teirra a Rubane-eyju.

Sidasti vinnudagurinn

I dag er sidasti vinnudagurinn minn. Eg bad folk um ad vera extra gott vid mig tar sem eg vaeri mjog vidkvaem i dag, gaeti jafnvel farid ad grata vid minnsta tilefni! Eg helt fyrirlestur fyrir samstarfsfolk mitt um landsnefndir UNICEF. Tar sem eg endadi a "Takk Fyrir" hlou sumir og sogdu ad eg vaeri Balanta tvi tetta hljomar vist eins og teirra tungumal. Nu er eg Balanta med Papel nafn!

Tegar vid vorum a leidinni fra Bafata a manudaginn keyrdum vid framhja Balanta folki sem var ad fylgja karlmonnunum i thorpinu ut i skog tar sem teir munu gangast undir umskurd og adra rituala i 3 manudi. Konurnar og bornin voru gratandi a vegkantinum a medan karlarnir donsudu i laufpilsum og bordu a drumbur. Balanta samfelagid er vist mjog karllaegt tar sem teir mega haga ser eins og teim synist tangad til um 40 ara aldur. Ta gangast teir undir fyrrnefnt ritual (og umskurd!!) og verda ad haetta ad haga ser eins og strakar og verda abyrgir karlmenn. Einn bilstjori UNICEF er Balanta og hann dro tad eins og hann gat ad gangast undir tetta ritual. Svo vard pressan of mikil og hann vard ad taka ser fri til ad fara ut i skog i 3 manudi.

Tar sem i kvold er sidasta fostudagskvoldid mitt i Bissa aetla eg ad fara a uppahaldsbarinn minn i gamla hverfinu med ollum. Jeff og Mike verda i baenum, somuleidis Polly og svo aetlar Karyna ad koma lika. Mig langar helst ad borda a sidustu fostudagsmaltidina mina a Tamar, sem er rett hja. A morgun er planid ad fara ut a eyjarnar til tridjudags. Svo a eg flug eftir viku.

Eg er med mjog blendnar tilfinningar, en eg finn ad eg er alveg tilbuin ad koma heim. Tad bidur min svo margt skemmtilegt heima lika.

mánudagur, 21. apríl 2008

Ekki í sambandi

Fór að heimsækja verkefni með Óla í dag í Bafata. Við mynduðum sögu tveggja stráka sem höfðu verið í barnaþrælkun í Senegal. Ég átti erfitt með að halda aftur af tárunum. Ég ætla ekki að skrifa um það hér. Á morgun heimsækjum við HIV verkefni í Bissá. 

En ég verð sumsé vant viðlátin næstu daga og skoða ekki póstinn minn mikið. Ég mæli því með að fólk sendi mér fréttir á afrikudrottningin@gmail.com. Ekki það að fólk sé súperduglegt að senda mér fréttir, en bara svona vinsamleg ábending til þeirra sem gefa sér tíma í að skrifa nokkrar línur til konu í Afríku. 

fimmtudagur, 17. apríl 2008

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Executing the mission


Sjavarliffraedingurinn Mike tekur litlu sjaldgaefu sjavarskjaldbokuna ur burinu, sem sja ma fyrir aftan hann.

Anna heldur a hetjunni. Skelin var ordin mjuk thvi hun hafdi verid svo lengi i ferskvatni.Skjaldbokunni komid fyrir i bala. Eftir nokkra tima verdur hun komin til vina sinna a Rubane-eyju.

Thad var almennileg kvedjuathofn i gardi hotelsins i morgun. Allir voru maettir til ad segja bless. Janet helt raedu thar sem hun oskadi henni godrar heilsu, langlifi og margra afkvaema. John gerdi eina aumingjalega atlogu til ad lata okkur haetta vid tvi hann er svo hraeddur vid systur sina sem a hotelid (en hun er i frii - hehe).

Bless bless litla skjaldbaka. Godu morgunverki lokid.

mánudagur, 14. apríl 2008

Save the Sea Turtle Mission og fleira

Til hamingju með stórafmælið Benedikt afi (90 ára, hvorki meira né minna). Mikið er ég heppin að hafa svona langlíf gen í mér. Eins og ég sagði þá vildi ég óska að ég hefði verið þarna með allri familíunni. Bestu kveðjur. 


Vinnan

Ég sit á hótelinu með kasjú hnetur í annarri og Sagres bjór í hinni. Vinnudagurinn var langur. Nú er ég að undirbúa komu Óla Rögg myndatökumanns sem ætlar að heimsækja verkefni með mér til að taka upp fyrir Dag Rauða Nefsins á Íslandi. Við ætlum að taka upp mjög viðkvæm málefni, þ.e. HIV verkefni og mansal á börnum, sem er stórt vandamál hér í GB. 


Í síðustu viku komu í kringum 50 börn í heimsókn á skrifstofuna. Þau eru frá samtökum sem heita SOS Talibes, en Talibes eru þau börn kölluð sem hafa verið tekin frá Gíneu-Bissá og látin betla á götum Dakar eða vinna í bómullar eða hnetu verksmiðjunum í Senegal. Sum þeirra voru þar í miklu harðræði í mörg ár. Þau voru svo miklar dúllur, enda mörg þeirra tekin af því þau eru talin vera góðir betlarar, með sín stóru saklausu augu. Ég tók vídeó myndir af þessarri heimsókn og vonandi verður hægt að sýna það í þættinum í nóvember. 


UNICEF hefur unnið í því að koma þeim aftur yfir landamærin, gefa þeim skjól, fæði, klæði, sápu, vatn og annað slíkt. UNICEF hefur einnig unnið mikið starf í því að fræða samfélögin, lögreglu, landamæraverði og vörubílstjóra (af því þeir eru svo mikið á vegunum og eru í aðstöðu til að sjá flutning á börnum) og ekki síst fjölskyldurnar um aðstæður barnanna í Senegal til þess að þau verði ekki send í burtu. Þegar þau eru komin aftur til GB þarf að finna fjölskyldur þeirra og fylgjast með því hvernig þau aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við verðum að reyna að segja sögu þessarra barna og sýna fram á hvað verkefni UNICEF skipta miklu máli í nokkurra mínútna myndbandi. 


Save the Sea Turtle Mission

Ég og Janet sem vinnur hjá UNDP, er í UNBWWSFGBIS og gistir á sama hóteli og ég, höfum einsett okkur að bjarga litlu sjávarskjaldbökunni sem þau halda hér í búri á hótelinu. Við höfum fengið sjávarlíffræðingana í lið með okkur, en þeir segja að hún lifi bara af í 3 vikur í ferskvatni. Ég spurði John, sem er framkvæmdastjórinn hérna, hvenær þau hefðu fengið hana og hann sagði 3 vikur!! Ég sagði honum að ef hann leyfði okkur ekki að taka hana myndi hún hvort eð er deyja þá og þegar. Auk þess sagði ég að það væri ekki þeim til framdráttar að hafa skjaldbökuna til sýnis fyrir erlenda gesti því í flestum löndum fer fólk í fangelsi fyrir svona lagað. Svona skjaldbökur eru í útrýmingarhættu. 


Fólkið hérna á hótelinu kann ekkert að hugsa um sjávarskjaldbökuna. Ég sá fransbrauð fljótandi í vatninu hérna um daginn. Að ráðum Jeffs gaf Janet henni salatblöð og hún hefur verið miklu líflegri eftir það. 


Þau borguðu um 2000 kr fyrir hana og við Janet borgum þeim það bara ef það er eitthvað vandamál. Jeff og Mike eru að fara út á eyjarnar á morgun og þeir munu taka hana með sér, bókað mál. Eina sem við þurfum er blautt handklæði og kassi. Þeir ætla líka að skoða aðstæður hinna skjalbakanna og hvort þær geti lifað í þessu umhverfi. 


Á morgun munum við því hleypa af stokkunum Save the Sea Turtle Mission. 

(maður hefur nú ekki verið sjávarlíffræðingur í einn dag fyrir ekki neitt!)

laugardagur, 12. apríl 2008

Mikilvæg tilkynning


Júhú. Kasjú-hnetu tímabilið er byrjað líka. Sölubásarnir eru fullir af stórum, safaríkum, brakandi, ristuðum kasjú-hnetum sem bráðna í munninum á manni. Ég verð að koma með nokkra poka heim. Ef það verður pláss í töskunni minni kem ég líka með Maza-Guava, Guanabana-djús og mangó. 


Kasjú-hneturnar bætast á listann yfir það sem ég á eftir að sakna, sem og bjór á 100 kall. En á móti kemur að ég á eftir að vera fegin að losna við endalaus hljóðin í generatorum alls staðar og maurana sem skríða um á skrifstofuborðinu mínu. 


Annars er það að frétta að ég sá kveikt á fimm ljósastaurum hérna um daginn. Fyrir ykkur sem þekkja til þá var það rétt hjá Benfiga/Papa Loca veitingastaðnum. Ég var ekkert smá hissa - eiginlega var þessi sjón pínu fyndin. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni.


Ég er búin að vera á frönskukartöflu-bjór-hrísgrjóna-og-fransbrauðs-kúrnum hérna og hef grennst um 5 kíló. En svo þau komi ekki strax aftur hef ég ákveðið að fara á 6 vikna BootCamp námskeið þegar ég kem heim. Skráning hefst 14. apríl - námskeið byrjar 5. maí. Einhver geim? Hvet sérstaklega þá sem hafa brotið fitumúrinn eftir veturinn heima (wink-wink). Um að gera að koma sér í bikiníform fyrir sumarið!


TILKYNNING!!!

Ég hef ákveðið að gerast sjávarlíffræðingur í eina viku og seinka heimferð minni - sorry. Ég verð þá samferða Jeff og Mike til Lissabon 2. maí (á samt eftir að ganga frá því) og ætla að eyða 4-5 dögum þar með þeim. Mig langaði að skoða Lissabon meira en hefði ekki nennt því ein. 


Þetta var eiginlega einföld ákvörðun þegar ég hugsaði málið aðeins. Sko, í fyrsta lagi þá hef ég verið hér í 3 mánuði og þarf minn tíma til að slaka á og hugsa um reynslu mína í ró og næði áður en ég kem heim. Í öðru lagi veit ég alveg hvernig þetta yrði ef ég færi héðan beint af skrifstofunni hérna á föstudegi, kæmi heim á laugardegi og myndi byrja að vinna aftur á mánudegi í geðveikinni sem er hjá UNICEF á Íslandi. Ég yrði bara þreytt, úrill, leið og í ójafnvægi. Í þriðja lagi er mjög erfitt að ferðast um Bijagos-eyjarnar og mér býðst einstakt tækifæri að geta farið og siglt um eyjarnar mér að kostnaðarlausu ... verið á eigin bát og farið út um allt. Maður lætur ekki svona tækifæri fram hjá sér fara. Svona hlutir bjóðast bara einu sinni á ævinni og mig langar alveg svakalega að skoða eyjarnar meira. By the way, við verðum með base á Rubane eyju! Eigum við að ræða það eitthvað. 


SMÁAUGLÝSING!!!

Ef einhver vill kaupa heilt karton af sígarettum á rúman þúsund kall skal ég líka koma með það heim, ef það passar í töskuna. Fyrstir kommenta fyrstir fá!!! (Marlboro eða Marlboro Light?). 

mánudagur, 7. apríl 2008

Sjávarlíffræðingur í einn dag





Á föstudaginn var fundur haldinn hjá UNBWWSFGBIS (Unaccompanied beautiful white women stuck in freaking Guinea-Bissau). Hann var haldinn á veitingastaðnum Tamar yfir hvítvínsflöskum og grilluðum smokkfiski. Ýmis mikilvæg mál voru rædd, s.s. viðreynslur svartra karlmanna. Fundinum lauk á Cyper Café yfir gin og tónik. 

Ég hafði hitt Jeff og Mike í hádegismat fyrr um daginn þar sem þeir voru að koma nokkuð laskaðir frá Síerra Leóne. Ég hafði ákveðið að skella mér til þeirra á Mar Azul á laugardeginum, sem ég og gerði. 

Ég notaði laugardaginn til að sofa úr mér þynnkuna og já bara almennt að sofa því ég hef sofið svo svakalega illa undanfarnar vikur. Brynja Dögg hringdi í mig sem var hápunktur dagsins held ég bara. 

Á sunnudeginum fékk ég að upplifa það að vera sjávarlíffræðingur í einn dag. Það var ekkert smá gaman. Við fórum út á gúmmíbát strax eftir morgunmat og sigldum langt út á sjó, á milli fallegra eyja Bijagos. Markmið okkar var að finna höfrunga og þá sáum við marga. Höfrungarnir hér eru ekki gráir, heldur kolbikasvartir, eins og fólkið. Þeim finnst gaman að synda í straumnum af bátnum og hoppa svo tignarlega upp fyrir framan hann eða til hliðar. Í bæði skiptin sem það gerðist brá mér svo svakalega að myndirnar eru bara af gúmmíbátnum og fingrunum mínum. En ég náði nokkrum myndum af þeim úr fjarlægð. 

Við sáum líka þúsundir ef ekki milljónir portúgalskra eitur-marglyttna sem fljóta í sjónum. Þær eru fallega bláar og bleikar. Þær eru ekki nema nokkrir sentímetrar að lengd á þessu svæði en þær geta orðið allt að metri á lengd og þá drepa þær menn með snertingunni einni. Svona litlar brenna þær bara örlítið. Auðvitað þurfti Jeff að prófa að halda á einni og brann sig. 

Við komum svo aftur á hótelið í hádegismat, lágum á sundlaugarbakkanum og stútuðum grænvíni (vino verde) og rauðvíni. Auk fjalls af reyktum ostrum. Seinni partinn fórum við aftur út í gúmmíbátinn til að veiða og finna krókódíla. Okkur tókst hvorugt en skemmtum okkur konunglega. Ég fékk að stýra bátnum heillengi. 

Mér býðst að vera sjávarlíffræðingur í heila viku ef ég breyti fluginu mínu og er að hugsa málið.

Draumur rætist

Nú er það byrjað. Það sem ég vonaði hefur ræst. Ákalli mínu hefur verið svarað. Bænir mínar hafa heyrst hjá landbúnaðarguðinum. Draumur minn hefur verið uppfylltur. ÉG NÆ MANGÓ TÍMABILINU áður en ég fer. 

En nú bætist enn eitt í viðbót á listann yfir það sem ég á eftir að sakna hérna. : (

Listinn minn er eitthvað á þessa leið:
  • Veðrið, sólin og atlantshafsgolan, og að geta setið úti án þess að vera kalt
  • Vinir mínir sem ég hef eignast hérna
  • Samstarfsfólkið mitt, yndislegar manneskjur
  • Brosandi börnin sem kalla "branco branco" þegar þau sjá mig, hlæja og skríkja
  • Cyper Cafe, barinn sem ég fer alltaf á
  • Ferskir ávextir, mangóið sérstaklega
  • Yndislegt viðmót fólksins
  • Afslappelsið á öllu hérna og almenn tilvera

Það er þó líka margt sem ég á ekki eftir að sakna, s.s.:
  • Lyktin af brennandi rusli
  • Opin skolpræsi
  • Að skilja ekki tungumálið
  • Hvíta helvítis baguette brauðið
  • Lyktin af moskító spreyinu (... sem minnir mig á það)
  • Hæg þjónusta á veitingastöðum
  • Vatns- og rafmagnsleysið (Ég tek það þó fram að mér er farið að finnast ljósastauraleysið frekar sjarmerandi faktor í Bissá. Maður sér stjörnurnar).
  • Skordýr, mýs, rottur og allt það
Staðan er 8/8, en ég verð að segja að veðrið er alveg nokkur stig.

föstudagur, 4. apríl 2008

leaving the land of nothing

Kamilla blibbadi her um daginn (sja link til haegri) ad hun vaeri "leaving the land of plenty..." og atti tha vid Bandarikin. Eg er akkurat hinum megin vid Atlantshafid, leaving the land of nothing eftir 21 dag - 3 vikur.

Eg er farin ad sakna Islands soldid, en eg fae samt sting i hjartad tegar eg hugsa um hvad eg a faa daga eftir i Gineu-Bissa.

Eg er med blendnar tilfinningar. Eg vildi oska ad eg vissi hvenaer eg kaemi aftur hingad, tha vaeri thetta ekki eins erfitt. Eg er farin ad undirbua brottfor mina, t.e. taka fleiri myndir og video af lifinu minu, plotta leid til ad komast aftur ut a eyjarnar og fleira i teim dur.

Snipp.

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Faer i flestan sjo

Rakst a thessi skritnu radhus inn af fornum vegi rett hja Bandim markadnum. Thau voru byggd fyrir einhvern afriskan leidtogafund a niunda aratugnum, en eru nuna rustir einar. Lyktin var ogo inni i husunum svo eg steig ekki faeti inn.
Afriskur brodir i leigubil i Bissa!!! A brother from another mother! Kannast einhver vid svipinn?!

Her med tilkynnist ad Holmfridur Anna Baldursdottir hefur lokid baedi "Basic security in the field - staff safety, health and welfare" og "Advanced Security in the Field". Nu er eg faer i flestan sjo tvi eg laerdi ... rett vidbrogd i gislatoku og vid checkpoints, hvernig a ad fordast malariu, HIV og adra sjukdoma, hvernig a ad tryggja oryggi mitt heima og i vinnunni, hvernig a ad hondla stress, slys, areitni, ofbeldi, barnahermenn, aestan mug, etc., oryggissystemid innan UN, hvernig a ad meta ogn og draga ur haettunni, og fleira og fleira.

miðvikudagur, 2. apríl 2008

M'Pili Bissau

I ollu havariinu i mars steingleymdi eg ad tilkynna ykkur um stolt mitt og gledi - kreol nafnid mitt!!! Tino, einn af songvurum SMD, gaf mer nafnid i byrjun mars. Eg nefndi tad lauslega vid hann ad mig langadi i Kreol nafn og hann lofadi mer ad naest tegar vid myndum hittast skyldi hann gefa mer nafn. Og viti menn, naest tegar vid hittumst spyr hann mig hvernig mer liki vid "M'pili Bissau" sem tydir "Stelpan i Bissau". Eg var himinlifandi og tok nafnid.

M'pili er eiginlega Papelska (fra etniska hopnum Papel, sem a raetur i og vid Bissa) svo thetta er ekki beint Kreol nafn, heldur Papel nafn, sem er bara flottara! Annars er stelpa "badjuta" a kreol-portugolsku og vid Karyna kollum hvor adra Badjuta bonita a hverjum degi.

þriðjudagur, 1. apríl 2008

Vedurfrettir

Vedurspain i Bissa naestu daga hljodar upp a 32-36 gradu hita, 3-6 vindstig, 49-71 rakastig. Eg held ad fimmtudagurinn verdi verstur med 32 stiga hita, 3 vindstigum og 71 stigs raka. A laugardaginn stigur hitinn upp i 36 gradur en rakinn fellur nidur i 49 stig.

Thad er sumse ad verda verulega heitt og rakt i Gineu-Bissa thessa dagana. Vegna rakans er skyggnid ekkert serstaklega gott - eda allavega var tad tannig um sidustu helgi.

Til gamans ma geta ad a Islandi er hitastigid um 30 gradum laegra eda um 5 gradur og vindstigin na haest 20 stigum i vikunni. Skyjad fram eftir, en sol a fostudag og laugardag.

(Heimild: BBC Weather Centre)

mánudagur, 31. mars 2008

Moralskur studningur oskast!


Eg er soldid vonsvikin yfir ahyggjuleysi ykkar tharna heima yfir tvi ad eg skuli vera ad taka malariuprof. Engin komment eda neitt um tad hversu mikid tid erud ad hugsa til min a medan eg bid milli vonar og otta eftir nidurstodunum. Eg vona ad tid gerid ykkur grein fyrir tvi ad malaria er snikjudyr sem fer liklega ekki ur likamanum, heldur sofa dyrin i lifrinni. Thegar tau vakna verdur madur rosalega veik og tarf ad fara a sterkan lifjakur. Og alla aevi verdur madur ad fara vel med lifrina til ad vekja ekki snikjudyrin af dvala sinum. Haettulegasta afbrigdi malariu er algengast her i GB eda su sem fer upp i heila og drepur mann!!!!

Ad tessu sogdu tilkynni eg ad profid var neikvaett en eg oska eftir sma morolskum studningi naest tegar eg fer i malariuprof.

Malariuprof

Ef for i malariuprof adan og fae nidurstodur seinni partinn i dag. Mer lidur ekki illa en thetta eru svona forvarnaradgerdir hja mer. Eg aetla mer ad fara aftur i prof adur en eg kem heim tvi tad er orugglega ekki hlaupid ad tvi ad fara i svona prof heima.

Astaedan er su ad tvaer vinkonur minar sem eru i klubbnum Unaccompanied beautiful white women stuck in freaking Guinea-Bissau (UBWWSFGBIS), sem vid stofnudum trjar saman, voru badar greindar med malariu um daginn. Onnur teirra er ekki a lyfjum og fann strax einkenni, hin er a lyfjum og fann engin einkenni en var samt greind jakvaed. Eg hef verid lengur en thaer badar i landinu!!!

sunnudagur, 30. mars 2008

Dauðinn

Anna á Bandim-markaðnum.
Freyr tekur upp Balanta tónlist. Tónlistarhefð Balanta er mjög skemmtileg og hljóðfærin allskrítin. Þau spila á þetta strengjahljóðfæri gert úr graskeri, skinni og tré, risastór dýrahorn og fleira í þeim dúr. Textarnir eru oft á tíðum í gríngír og segja dæmisögu sem draga má djúpan lærdóm af.
Hvaða lappir eru þetta? Jú, þetta eru fótboltamenn í sandölum.

Allt í einu finnst mér dauðinn svo áþreifanlegur einhvern veginn. Á aðeins einni viku hafa þrjú dauðsföll komið við mig. Kannski er ekki að furða í landi þar sem lífslíkur við fæðingu eru ekki nema 46 ár. 


Það byrjaði auðvitað þegar ég millilenti í Lissabon og sá þar sem verið var að hjartahnoða mann úti á götu. Síðan gerist ekkert fyrr en nú í Mars á síðasta degi Íslendinganna í Bissá að við keyrðum fram hjá nýafstöðnu bílslysi. Hvítur dúkur hafði verið lagður á líkama manns og það sást blóðblettur við höfuð hans. Seinna fréttum við að maðurinn sem lést hafi verið að vinna á sama stað og Jónína var að vinna á á sínum tíma. 


Þegar við komum aftur í bæinn eftir ferðina til Rubane um síðustu helgi fréttum við að maður sem vann hjá vesturafríska bankanum í Bissá hafi drukknað í Varele á laugardeginum. Mér skilst hann hafi verið þekktur í þjóðlífinu hér. Rúmlega fimmtugur tveggja barna faðir. Hann var skyldur konu sem vinnur með mér og Daniel, kærasta Karynu. Svo þetta lagðist þungt á fólk í kringum mig.


Nokkrum dögum síðar er ég að reyna að fá þvottinn frá þvottakonunni minni, en hún mætir ekki í vinnunna. Þá frétti ég að hún hafi misst manninn sinn. Hann var að vinna við að byggja brú í Sao Domingos og féll í ánna. Síðast þegar ég vissi var ekki búið að finna líkið, en mikið af krókódílum eru í ánni.


Í lok vikunnar fer ég að heimsækja Reginu sem vinnur með HIV smituðum í Bissá, veitir heimahjúkrun, ráðgjöf og sálræna aðstoð. Ég og ljósmyndarinn fylgdum henni eftir í einn dag í Bissá á fyrstu vikum mínum hérna. Til að nota ljósmyndir af HIV smituðum þarf UNICEF að fá samþykki viðkomandi einstaklings. Við gerum þetta af virðingu við hinn smitaða, því það er mikil neikvæð stimplun sem fylgir því að opinbera HIV stöðu sína svo að þetta er mjög mikilvægt atriði. Ég heimsótti hana því í þeim tilgangi að láta hana fá pappíra til undirritunar og sýna henni myndirnar.


Ég kemst að því þá að konan sem við heimsóttum á spítalanum lést fyrir þremur vikum síðan. Þetta var svo ónauðsynlegur dauðdagi því ef fólk fær rétta meðhöndlun getur það lifað áratugum saman. Hún var 27 ára og þegar við hittum hana var Regina að segja að hún þyrfti nauðsynlega á blóðgjöf að halda, en aðstæðurnar á spítalanum voru svo rosalega niðurdrepandi og það var eins og enginn vissi hvað ætti að gera fyrir hana. Eins og ég heyrði sögu hennar þá vildi fjölskyldan ekki veita leyfi til að gefa henni blóð og dæmdi hana þar með til dauða. Hún stundaði víst vændi og það var ástæðan fyrir reiði fjölskyldunnar. En þau eru múslimar svo það er allt eins víst að hún hafi bara fengið sér kærasta eftir að maðurinn hennar dó! Hver veit. Það er svo erfitt að berjast á móti neikvæðum viðhorfum í þessu samfélagi. Það hamlar svo mörgu.

Eini Íslendingurinn í landinu

Freyr fór í gær og þar með varð ég aftur eini Íslendingurinn í landinu (vænti ég alveg örugglega!). Mars hefur flogið áfram, það hefur verið svo mikið að gera, og það er skrítið að vera aftur ein á báti.


Ég fékk nasaþef af nokkrum fréttum frá Íslandi, m.a. þróun borgarmála og misheppnaðan blaðamannafund í Valhöll (sem ég las um á netinu, en það er erfitt að lesa orð götunnar svona á milli lína, m.a.s. á bloggum), lokun Sirkuss, og svo að Bubbi hefði lent í rimmu við Bigga í Maus og fleiri út af þættinum Bandið hans Bubba! Ísland er alveg kostulegt svona úr fjarlægð. Nú er ég kannski aðeins of sein að hafa skoðun á málinu en ... Bubbi er snillingur!


Ég fékk Einar Bárða þeirra Bissábúa til að sýna Frey menningu, tónlist og dans Gíneu-Bissá í liðinni viku. Þannig hitti Frey hugsanlega alla tónlistarmennina hérna, fékk ókeypis geisladiska, sá danshópa, mismunandi hljóðfæri og fleira í þeim dúr. Ég fór með honum að sjá sumt. Freyr hitti Rui Sangara (sem syngur uppáhaldslagið mitt hérna), Rima (sem er þessi 23 ára töffari sem syngur alltaf á barnum og er voða heitur í dag - ef hann byggi í L.A. held ég að hann gæti alveg meikað það) og fleiri. Svo fengum við okkur m.a. kaffi með Delgado í gær en ég sá hann á Malaika um daginn. Delgado er alveg uppáhald allra hérna og maður heyrir lögin hans alls staðar. Freyr er með frábært útvarpsefni héðan svo fylgist með Síðdegisútvarpinu og Geymt en ekki gleymt.


Fyrir ykkur sem sáu greinina um stingskötuna í 24 Stundum má bæta því við að í stað þess að setja löppina að eldi, eins og venja er meðal eyjaskegga, var okkur rétt hárþurrka. Ég átti að halda henni eins nálægt stungunni og hægt er á heitasta blæstri ... og það virkaði alveg ótrúlega vel við sársaukanum.

fimmtudagur, 27. mars 2008

Rubane

Rubane eyja: Veitingastadurinn sedur fra solbadsstadnum a strondinni.

miðvikudagur, 26. mars 2008

Myndir fra Cacheu

Freyr i Cacheu, gomlu hofudborginni, um tarsidustu helgi. Vid svafum tar eina nott og forum a trebat til Sao Domingo med Donunum.
Saum Angelinu Jolie a fornum vegi med oll aettleiddu bornin sin!!

Aevintyri a Bijagos eyjunum

Balanta strakur i danshopnum sem vid saum um daginn. Balantarnir grinast mikid og syna mikla leikraena tilburdi - eru i raun fremur ad spinna en dansa.
'A tonleikum Super Mama Djombo um daginn. Egill slo i gegn. Folk herna talar um hinn islenska kantor af mikilli hrifningu.
Erna, ef thu ert ad lesa bloggid... er thetta alveg eins skyrta og thu keyptir. Eg for ad paela i tvi eftir ad eg keypti mina hvort tetta vaeri kannski nakvaemlega sama skyrtan... hvit med graenu munstri???
Thegar bjorgunaradgerdir a Frey stodu sem haest.

Við Freyr komumst heilu og höldnu til paradísareyjunnar Rubane í Bijagos eyjaklasanum hér vestur af Gíneu-Bissá.

Ævintýri páskahelgarinnar byrjuðu á því að við fórum með almenningsferjunni sem reyndist vera hinn mesti partýbátur, eins og blanda af Akraborginni og Kaffibarnum á góðum degi. DJ, bjór, rauðvín, gítarglamur og vappandi hænur.

Bijagos eyjarnar eru paradís á jörð. Óuppgötvaðar perlur sem eru óspilltar af túristum, tandurhreinar strendur og sjór. Þarna hafa þó nokkrir framsýnir (og ríkir) Frakkar reist sér sumarbústaðarhótel í nýtískustíl þar sem unnið er með umhverfi eyjunnar og því raskað sem minnst við uppbyggingu hótelsins. Við borðuðum á frönsku heimsklassa kúsín þar sem allur matur var lífrænn ræktaður á eyjunni eða veiddur við eyjuna.

Við gerðum auðvitað ekki annað en að liggja í leti og sóla okkur undir pálmatrjánum. Hins vegar lentum við í einu all miklu ævintýri ...

Það var um laugardagsmorgun að Freyr fékk sér morgunsund, synti meðfram eyjunni og var að kanna fuglalífið eins og honum einum er lagið. Þá vakti athygli hans íslenskur hrossagaukur sem var að vappa í þessarri bissásku fjöru áður en haldið yrði til landsins bláa. Spjölluðu þeir saman dágóða stund, þessir samlandar. Því það er jú ekki oft sem maður rekst á Íslendinga í Afríku. En þegar þeir voru að ræða um flugið til Íslands sem framundan var hjá þeim báðum, rekur Freyr upp þetta mikla skaðræðisóp. Hrossagaukurinn undraðist mjög gólin í Frey og flaug á braut.

Freyr haltraði í land, alblóðugur á vinstri fæti, og fann að eitthvert skaðræðisdýr í sjónum hafði bitið hann. Ég tók á móti honum í bústaðnum og reyndi að þurrka allt blóðið til að sjá stærð sársins. Það reyndist vera tveggja millimetra skeina og fannst mér Freyr þjást einum of mikið miðað við stærð sársins. Ég hafði nýlega lært á námskeiðinu “Security in the field-staff safety, health, and welfare” að besta leiðin til að meðhöndla slöngubit eða önnur eiturbit væri að láta sárinu blæða út og alls ekki setja plástur eða búa um það. Þar sem ég sat þarna hálfringluð yfir þessu öllu saman kemur hlaupandi franskur smiður sem hafði séð Frey haltra úr sjónum. Hann sá strax hvað hafði gerst og hafði meðferðis eitur-sogs-græjur miklar. Hóf hann samstundis neyðaraðgerðir því hér var um líf og dauða að tefla. Freyr hafði verið stunginn af Stingskötu. Eins og menn muna dó frægur ástralskur náttúruglæframaður af slíku biti ekki alls fyrir löngu.

Eitrið var sogið úr fætinum á Frey með miklum látum í um hálfa klukkustund eða þangað til mestu blóðkekkirnir voru runnir úr sárinu. Þá kom mikil negrakerling sem tuggði töfragrös og setti á sárið. Frokkunum á hótelinu þótti nú best að beita líka vestrænum vísindum og gáfu honum þriggja daga lyfjakúr.

Í þrjá tíma upplifði Freyr miklar kvalir sem hann lýsti eins og rafmögnuðum ísköldum sverðum væri stungið í löppina. Frakkarnir sögðu honum að bíta á jaxlinn þar sem hann hefði verið bitinn um það leiti sem var fjara. Við næsta flóð myndi verkurinn hverfa með öllu. Sem og gerðist. Hvers vegna, veit enginn, en svona er nú náttúran undarleg.

Nóg af sögustund Önnu og Freysa.

Við lágum bara í leti alla helgina og borðuðum yndislegan mat, m.a. önd sem hafði verið samferða okkur í bátnum frá Bubaque eyju. Á páskasunnudag var haldin veisla sem stóð langt fram á rauða nótt.

fimmtudagur, 20. mars 2008

Paraiso here we come!!!



Vid Freyr forum til Rubane a morgun. Sidustu frettir herma ad almenningsferjan fari kl. 12 og midar eru bara seldir vid hofnina rett adur. Hun hefur vist verid bilud i manud og tad hafa allskonar sogur flogid um ad hun fari eda fari ekki og hvenaer, etc. Eg veit ekki enn hvort hun fer til baka a sunnudegi eda manudegi. En tad kemur bara i ljos - ekki haegt ad gera annad en ad taka upp hid alislenska "thetta reddast"-vidhorf.


Annars er Freyr i afsloppun mannanna. Sefur eins og sveppur alla morgna og vill ekki einu sinni fa ser simanumer til ad eg geti hringt i hann. A eftir aetlum vid ad fara og horfa a danshopinn sem vid Geir, Jonina og Egill saum um daginn.

föstudagur, 14. mars 2008

Spitala-Inspeksjon

Eg for adan og heimsotti barna-spitalann sem Fernando styrir i uthverfi Bissau. Tetta var mjog flottur spitali, med solarorku, godu rennandi vatni, allt hreint og fint, interneti, apoteki sem selur nidurgreidd lyf og kapellu. Spitalinn er 2 ara og tau eru enn ad baeta hann og gera betri. Mjog gaman ad sja svona vel utbuinn spitala i ollu greninu sem er herna.

Thvi naest heldum vid a holdsveikra spitalann, sem hefur reyndar breyst i alnaemisspitala lika. Holdsveikin er hverfandi i heiminum en alnaemi a uppleid svo tad var gott ad sja hvernig tau eru ad breyta markmidum spitalans eftir torfum. Eg sa mjog langt leidda sjuklinga en tetta var besta umhverfi fyrir alnaemissjuka sem eg hef nokkru sinni sed a ferdum minum um Afriku. Og miklu betra umhverfi en rikisspitalinn var med. Vid hittum lika litla stelpu sem hafdi fengid holdsveiki, en folkid hafdi komid henni i medferd tad snemma ad tad nadist ad bjarga fingrum hennar og hun var ordin fullfrisk og komin i skolann aftur. Godur morgun!

Freyr ad koma

12. mars - fimmtudagur

FREYR KEMUR A MORGUN!!! Allt að gerast. Ég þurfti að faxa vegabréfsárituninni hans fyrir GB á hótelið hans í Lissabon. Þvílíkt vesen í dag, en þess virði. Ég hringdi í hann til að athuga hvort faxið hefði ekki komið og þá var kallinn á leiðinni í klukkutíma sightseeing ferð um borgina. Lissabon er falleg borg og ég hefði sennilega gert það sama hefði ég ekki komið eftir myrkur. Ég lét mér nægja að labba um og fara í H&M.

Það eru 95% líkur á því að ég sé búin að redda gistingu á paradísareyjunni Rubane. Svona gengur þetta fyrir sig hérna. Maður þarf að þekkja fólk sem þekkir fólk sem þekkir fólk sem reddar hlutunum. Fyrsti hlutinn var að redda herberginu (nánar tiltekið herbergi númer 2 - því það er best), annar hlutinn verður svo að redda fari út á eyjuna. En það verður nokkuð snúið þar sem nú er bensínskortur í landinu. Orðið á götunni segir að það séu að koma nokkrir lítrar með bíl frá Senegal, en það gæti tekið langan tíma, enginn veit. En það þýðir sumsé að við gætum þurft að taka almenningsferjuna sem tekur 6 tíma eða meira í miklum þrengslum. Það eru þó einhverjar líkur á því að við fáum far með ættingja Tonys (sem reddaði hótelinu líka) sem er að koma frá Senegal og ætlar til Bubaque-eyjunnar sem er rétt hjá Rubane.

Þetta er lítið dæmi um það hvernig samfélagið virkar hérna. Þetta er í raun alveg stórkostlegt eða þannig verður maður að líta á það til þess að pirra sig ekki. Eins og þegar við vorum að fara með fullan bíl af Íslendingum í síðustu viku á Palace Hotel á SMD-tónleikana. Bíllinn var að verða bensínlaus og við fórum á þrjár bensínstöðvar en án árangurs. Í þessarri viku mátti svo sjá fólk með litlar kókdósir á bensínstöðvunum til að reyna að kaupa síðustu dropana.

Annað gott dæmi er að geisladiskur SMD er ekki enn kominn til landsins. 1500 diskar voru fluttir frá Austurríki í þarsíðustu viku, en hafa nú beðið í Dakar í marga daga. Við fréttum af því í gær að kassinn hefði átt að koma til Bissá með Air Senegal. Síðan lét flugvélin auðvitað ekki sjá sig eða kom seint. Við höfum ekkert frétt. Í ofanálag eru tollverðir í verkfalli svo að þó kassinn sé kominn er ekki víst að hann verði afgreiddur. Þessi stutta leið frá Dakar til Bissá hefur þá sumsé tekið yfir viku í afgreiðslu. SMD tónleikarnir eru á morgun og það er óvíst hvort að platan sem þau eru að kynna komi til landsins!

Hins vegar ætla allir að koma á tónleikana og Freyr á eftir að hitta alla á einu bretti. Það verður skrítið að fá hann hingað í mína litlu veröld. Ég er búin að reyna að gera prógram fyrir hann svo honum leiðist ekki á meðan ég er í vinnunni. Ef maður hefur ekkert net í þessu landi get ég alveg ímyndað mér að manni hundleiðist. Ég hef hitt fólk hérna sem talar um Bissá sem helvíti á jörðu, en það er fólk sem ég held að hafi einfaldlega ekkert félagslegt net.

fimmtudagur, 13. mars 2008

Tjuttad a skrifstofunni

Thessa dagana er mikid stud a skrifstofunni - vid Karyna erum einar tvi ad tad er 2 daga vinnufundur uti a landi sem vid turfum ekki ad vera a. Skuringakonurnar- og strakurinn eru a fullu ad bona oll golfin a medan folkid er i burtu. Vid donsum og hlustum a tonlist tvi madur kemur miklu meiru i verk ef madur tekur dansspor vid og vid.

Annars for eg a SMD hljomsveitaraefingu i gaer med Geir, Joninu og Agli, en tad var eitthvad taeknivesen svo litid vard ur aefingunni. Eg helt tha a fund Jeffs, Mike og Ban og bordadi med teim. Tvi naest forum vid ad spila pool a X Klub. Thad var svoooo gaman. Vid Jeff unnum 3 leiki, en reyndar adallega tvi Ban skaut svortu kulunni ofan i holu tvisvar sinnum. Their voru a tridja Tequila skoti tegar eg yfirgaf tha a barnum.

Eg er buin ad semja um verd a hotelherberginu minu og er nokkud anaegd med mig. En tau vilja ekki lengur thvo thvottinn minn okeypis svo eg reddadi mer annarri thvottakonu, sem er ein af skuringastelpunum herna a skrifstofunni. Gedveikt godur dill.

mánudagur, 10. mars 2008

Íslendingar í Gíneu-Bissá

Nú eru allir Íslendingarnir farnir nema Geir, Jónína og Egill Ólafs. Reyndar var hægara sagt en gert að koma Íslendingunum úr landi því Air Senegal var ekkert að stressa sig og kom 5-6 klst. of seint. Bæði viðskiptaráðherra Íslands og utanríkisráðherra Gíneu-Bissá voru að fara með vélinni. Einnig beið viðskiptaráðherra landsins með okkur til eitt í nótt og hringdi reglulega til Senegal til að tékka á málum. En þetta þýðir sumsé að þau eru ekki enn komin til Íslands því þau misstu af flugleiðavélinni frá París. Það er ekki ofsögum sagt að Gínea-Bissá er “landið sem gleymdist”. Það er ekki inn á ratarnum hjá neinum, ekki einu sinni almennilegum flugfélögum!!


En þessi staðreynd er líka ástæðan fyrir því að landið er svona mikil perla. Því til sönnunar ætla ég að setja mynd af paradísareyjunni Rubane þar sem íslenski hópurinn fékk sér hádegisverð síðastliðinn laugardag. Ímyndið ykkur paradísareyju og þetta er það sem kemur upp í hugann ... 

Fyrstu manneskjurnar sem ég hitti á eyjunni voru svo auðvitað Mike og Jeff!! Mig langaði helst að vera eftir og fá far í bæinn með þeim. Núna er ég á fullu að vinna í því að panta herbergi þarna helgina sem Freyr verður hérna, en það er nokkuð snúið því ferðabransinn er ekki kominn ofsalega langt hérna. Næsti hausverkur verður síðan að finna bát til að ferja okkur á eyjuna. 


Annars gekk vikan mjög vel fyrir sig. Íslenski hópurinn stóð sig vel og var landi og þjóð til sóma. Við fórum að skoða skóla í Cacheu héraði og svo heilsuverkefni í Bafata. Heimsóttum yndisleg þorp þar sem íbúarnir gáfu okkur fullt af gjöfum í þakklætisskyni fyrir að styrkja uppbyggingu skólans þeirra í þorpinu. Ég var allavega djúpt snortin yfir því hvað okkur var vel tekið. 


Í bílnum mínum þessa tvo daga í feltinu sátu líka Hreinn Loftsson, Erna Hreinsdóttir og Egill Ólafsson. Í þeim bíl var náttúrulega mikið fjör. Ég læt eftirfarandi vísur tala sínu máli, en Hreinn og Egill nýttu hvert tækifæri til að kveðast á. 


Nísta Ernu núningssár

nokkur á hvorri síðu

þeim valda flestum Hreinn með hár

og hinn fyrir aftan Fríðu.


Kjarkaðar í körinni 

kellingar tvær,

Skapti lá á skörinni

skelfingu nær.


Konur fara á konufund

karlar mega bíða;

þá er stoð í hvíldarstund,

en stutt í nýjan kvíða.


Eftir tvo daga í feltinu fór föstudagurinn allur í fundi með ráðherrum. Svo var haldinn blaðamannafundur, en heimsóknin hefur vakið mikla athygli hér í landi. 


Útgáfutónleikarnir með Super Mama Djombo voru síðan með soldið skrítnu sniði. Frekar formlegt og ekki hægt að dansa. Núna um helgina er verið að reyna að setja upp tvo tónleika sem yrðu meira fyrir almenning og í stærra lókali. Það seldist auðvitað upp á nóinu á tónleikana sem haldnir voru á Palace Hotel á laugardaginn svo það er vel hægt að fylla tvo tónleika í viðbót á stærri stöðum. Það var þó mjög ánægjulegt að vera viðstödd tónleikana því ég veit hversu vel þau hafa æft sig. 

sunnudagur, 2. mars 2008

Aðstæður í Gíneu-Bissá

Einu "umferðarljósin" í Bissá
"Húsgagnahöll" þeirra Bissá-búa.

Fimmtudagur, 28. febrúar


Ég held að mér sé nauðugur einn kosturinn að skrifa aðeins um ástandið í Gíneu-Bissá svo fólk haldi ekki að veran hér sé eintómt afrískt ævintýri, glaumur og gleði, dans á rósum - en mér heyrist stundum í tölvupóstum, kommentum og msn-i að það sé skilningur fólks.


Staðreyndin er sú að ástandið í landinu er einu orði sagt hræðilegt og það er sorglegt að horfa upp á þær aðstæður sem fólkið hér þarf að búa við. Margir segja mér að ástandið hafi verið betra fyrir tíu árum, fyrir stríðið, en síðan þá hefur ástandið bara versnað. Tíðni barnadauða hefur m.a.s. hækkað frá árinu 2000. Í dag nær fimmta hvert barn í landinu ekki 5 ára aldri.


Ég hef reynt að útskýra hvernig rafmagnsleysið hefur undirliggjandi áhrif á allt - en það er í raun ekki hægt að koma orðum að því hversu hamlandi það er fyrir þjóðfélag að hafa ekki rafmagn eða rennandi vatn. Innri strúktúrinn er enginn og það eitrar út frá sér. Þetta er algjör vítahringur. Hvar sem maður kastar steininum hittir maður á vandamál. Það er erfitt að sjá hvar er hægt að byrja til að laga ástandið - hvar er hægt að rjúfa vítahringinn.


Hér eru nokkur dæmi:

  • Ríkisstjórnin á erfitt með að innheimta skatta því það vantar alla tækni til þess - rafmagn, tækniþekkingu og tól.
  • Vegna þess hversu veikt opinbera kerfið er er verið að greiða bætur til fólks sem er kannski dáið og aðrir fá ekkert. Það er enginn stjórn á þessu. Þetta á sérstaklega við um greiðslur til hersins og fyrrum hermanna. En óánægður her er mjög hættulegt fyrir land eins og Gíneu-Bissá þar sem herinn hefur gert uppreisnir og tekið völdin. Herinn fær heldur engan mat - en mér finnst að það ætti nú bara að gefa þessum köllum fræ til að rækta. Ég held að herinn sitji bara á rassinum hvort sem er.
  • Það eru svo fáir sem fara í skóla hérna að öll þekking hefur verið að hverfa í landinu. Innan opinbera geirans er fólk ekki einu sinni starfi sínu vaxið. Fólk kann ekki að byggja hús, lækna, leggja vegi... lesa. Þekkingarleysið heldur fólki við þröskuld fátæktar. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá kenni ég lítilli skólagöngu um að fólk hér á mjög erfitt með að skilja fingra-tungumálið mitt. Það er mjög frústrerandi - það horfir bara á mig einu spurningamerki þó ég hafi sett upp heilan 10 mínútna leikþátt um t.d. gaffal (gerðist um daginn). Og hefur mér nú tekist að leika flóknari hluti í Actionary Stúdentaleikhússins - Krabbamein á litlafingurtánögl Davíðs Oddsonar - og svoleiðis rugl, sællar minningar.
  • Um daginn talaði ég við mann sem var að loka byggingarfyrirtæki hérna þar sem það var orðið of dýrt að flytja fólk með þekkinguna frá Senegal.
  • 28% barna 7-12 ára fara í skóla, mörg börn eru yfir 13 ára í grunnskóla og þurfa að endurtaka bekki endalaust vegna þess að kennarar eru alltaf í verkfalli. Bæði kennarar og heilbrigðisstarfsfólk fá oft ekki laun svo mánuðum skiptir.
  • Vegna þessa og almenns lágs menntunarstigs í landinu vantar allan metnað í fólk, enda á það erfitt með að hugsa langt út fyrir daglegt amstur sitt og hugsa til framtíðar. Þetta hamlar aftur framförum og einkaframtaki í landinu.
  • Sjúkrahúsið hérna í Bissá er ekki með rafmagn eða generator! Það hefur örugglega kostað mörg mannslíf. Það er gjörsamlega niðurdrepandi að sjá ástandið þarna inni. Við heimsóttum HIV smitaða konu þarna um daginn og það var eins og hjúkrunarfólkið vissi ekki einu sinni hvernig ætti að meðhöndla sjúkdóminn. Nú er UNICEF að starta verkefnum sem lúta að því að hamla smit frá móður til barns. En jarðvegurinn fyrir slík verkefni er mjög erfiður þar sem þekkingin er engin.
  • Skólakerfið og heilbrigðiskerfið eru auðvitað mjög veikburða vegna rafmagnsleysis og tækniskorts. Í flestum skólum er eina ljósið frá opnum gluggum (sjaldnast er gler í gluggunum, bara op á veggjum).
  • Það er enginn sem sér um að safna rusli svo að litlir ruslahaugar liggja út um borg og bí. Á hverjum degi er byrjað að brenna rusl og þá liggur reykurinn inn um gluggann hjá mér í vinnunni meðal annars.
  • Aðalgöturnar eru malbikaðar, mismikið þó, en utan þeirra eru hverfi með moldarkofum, einstaka steinhúsum og sandgötum. Rauðbrúni sandurinn liggur yfir öllu hérna.
  • Landbúnaðurinn gengur illa þar sem enginn hefur lagt vatnslagnir, það er ekkert rafmagn, og samgöngur eru lélegar. Ef vörubílar komast utan af landi og að bryggju til að flytja vörur til útlanda, þá festast þeir í leðju við höfnina því hún er ekki malbikuð. Það er enginn til að afferma vörurnar á skip og það eru dæmi um að cashew-hnetur liggi í förmum í höfninni.
  • Til að starta landbúnaðinum vantar fólki sárlega vatn á akrana og betri fræ, en núna fá bændur bara lélegustu fræin frá Senegal til hrísgrjónaræktunar. WFP er að vinna í þessu vandamáli núna.
  • Það er erfitt fyrir hið opinbera að framkvæma minnstu hluti vegna rafmagnsleysis og tölvuskorts og almenns skorts á öllu. T.d. er ég ekki enn búin að fá tölur um hversu mörg börn látast af völdum stífkrampa á ári því að rafmagnið liggur niðri í stofnuninni sem á að sjá um þetta. Það eru 3 dagar síðan ég spurði.
  • Lögreglan er algjörlega gagnslaus. Þau eiga ekki bíla, mótorhjól eða neitt. Hvernig getur lögregla fúnkerað án slíks. Sömu sögur er örugglega að segja um tölvuskort, engar símalínur og rafmagnsleysi þar á bæ.
  • Ég hef áður nefnt slökkviliðið. Þar er þó bíll en ekkert rafmagn. Vatnsskortur hlýtur líka að hamla starfi þeirra, en það þarf kannski ekki að taka fram að ég hef ekki rekist á brunahana.
  • Vegna rafmagnsleysis eru engin götuljós í borginni og engin umferðarljós. Þegar sólin sest er ekki hægt að sjá handa sinna skil og skapar þetta auðvitað ákveðna hættu á glæpum. Eini vísirinn að umferðarljósi er maður sem stendur í litlu búri á aðalgatnamótunum hérna og stýrir umferðinni með höndunum hluta úr degi.
  • Ríkisstjórnin hefur engin tök á að verja fiskimiðin og situr uppi með lélega samninga um nýtingu þeirra við Kínverja, Portúgali og einhverja fleiri.
  • Í landbúnaði eru líka lélegir samningar í gangi því að cashew-hneturnar eru sendar óunnar úr landi á lágu verði. Í stað þess að vinna þær hér og skapa atvinnu, selja þær svo dýrar. En hægt er að vinna margvíslega hluti úr cashew-hnetunum, t.d. gómsætan djús, líkjör og fleira. Núna eru örfáir sem gera það og flestir nýta ekki einu sinni blóm hnetunnar. Indverjar kaupa aðallega hneturnar en ef þeir ákveða að hætta þá er voðinn vís fyrir Gíneu-Bissá því að það eru ekki margir markaðir sem þeir hafa gert samning um og auk þess er hættulegt að treysta of mikið á eina vörutegund í útflutningi, eins og nú er með cashew-hneturnar. Kíkið á áhugaverða grein á: http://www.irinnews.org/Report.aspx?ReportId=77042. Sá sem skrifaði greinina, David, var hér á hótelinu mínu og ég fékk einu sinni far með þeim niðrí bæ!
  • Atvinnuleysi er auðvitað mikið og unga fólkið er frústrerað. 80% þjóðarinnar eru á aldrinum 15-35 ára! Og meira en helmingur er undir 18 ára. Pælið í því! Og það er engann veginn verið að nýta þetta fólk.
  • Mikil skipting er á starfsfólki í ráðuneytum og innan hins opinbera og stefnubreytingar tíðar. Þannig að það er erfitt að láta verkefni ganga hratt fyrir sig eða byggja upp þekkingu innan ráðuneytanna. Allur opinberi geirinn er í raun líka oft í verkfalli.
  • Hér eru lélegar samgöngur úti á landi og í bænum eru opin skolpræsi og hættur alls staðar fyrir lítil börn (og fólk yfir höfuð), óhreinlæti og rusl. Maður verður heldur betur að passa sig að stíga ekki ofan í skolpræsi á kvöldin þegar allt er dimmt. Eða á dauða rottu, eins og gerðist næstum því um daginn, hefði ég ekki verið með vasaljós.


Sorglegasta er hversu miklir möguleikar búa í þessu landi. Hér eru ár sem renna um landið, paradísareyjur úti við ströndina, cashew-hnetur um allt, mangó tré, papaya og aðrir ávextir. Maður þarf ekki annað en að hrista tré og ávextirnir detta niður. Loftslagið er yndislegt og hér eru því allar forsendur til ræktunar og landbúnaðar. Nóg er af fiski í sjónum og kannski olíu líka.


Ég verð oft blúsuð yfir þessu ástandi og finnst ég búa í algerri loftbólu því það er svo auðvelt fyrir mig að koma hingað í 3 mánuði og fara svo. En allt annað að þurfa að búa hér alla sína ævi og hafa ekki einu sinni tækifæri á að bæta aðstæður sínar. En sem betur fer hef ég hitt fólk hérna sem vill búa í Gíneu-Bissá til að hjálpa landinu sínu. Það er mjög mikilvægt. Sömuleiðis á Gínea-Bissá núna að fá alþjóðlega aðstoð sem post-conflict country og það er gríðarlega þýðingarmikið og gæti leitt til jákvæðra breytinga fyrir landið á næstu mánuðum og árum.

laugardagur, 1. mars 2008

Barattudagur kvenna

Thann 25. februar setti Ban af stad altjodaatak gegn ofbeldi a konum a opnunarfundi Commission on the Status of Women (CSW). Vid tad taekifaer sagdi hann: "Tad er kominn timi til ad einblina a adgerdir sem fyrirbyggja og utryma thessum vanda," og beindi mali sinu til adildarlanda UN, UN family, Civil Society og einstaklinga - kvenna og karla. "Tad er kominn timi til ad brjota thagnarmurinn og gera logleg norm ad raunveruleika i lifum kvenna." (make legar norms a reality in women's lives).

Eg bendi a thetta tvi ad her i Gineu-Bissa liggur nu fyrir frumvarp til laga um ad gera umskurd kvenna ologlegan. Thad er trautin thyngri tvi ad muslima-samfelagid vill ekki vidurkenna ad rekja megi haa danartidni kvenna vid faedingu til umskurdar a kynfaerum theirra. En adeins 7 lond i heiminum eru med haerri danartidni kvenna.

Konur eda stulkuborn eignast born mjog snemma a lifsleidinni i GB, 13-14 ara eignast taer fyrsta barnid. I huga oharnads Islendings eins og min er tad algjorlega sidlaust ad sja svona ungar olettar konur eda maedur - hreinlega sorgleg sjon. Um daginn hitti eg unga konu a heilsugaeslustod tegar eg var ad filma bolusetningaratakid i Bissau. Hun var 18 ara og olett i fjorda sinn. Hun eignadist fyrsta barn sitt 14 ara, giftist 15 ara, eignast annad barn 16 ara og var nu 18 ara. Einhvern timann i millitidinni gekk hun med barn i 5 manudi en missti tad tvi hun fekk malariu sem framkalladi faedingu, en barndi var of veikburda til ad lifa af.

Svo er 8. mars - altjodlegur barattudagur kvenna - a naesta leiti. Her aetlar tengslanet thingkvenna, kvenradherrar og fyrrum kvenradherrar ad standa fyrir radstefnu um umskurd. Thaer eru ad reyna ad fa studning fyrir frumvarpinu. En yfirskrift 8. mars i ar er "Fjarfestum i konum og stulkum" - sem hljomar alls ekki vel a islensku, en er allavega "Investing in women and girls". Geri mer ekki alveg grein fyrir hvort thetta hljomi jafn oheppilega a ensku.

Spurning er hvort ad Briet standi fyrir hinni arlegu barattuveislu?? Nennir einhver ad fraeda mig um tad eda setja frettir inn a brietarbloggid.

föstudagur, 29. febrúar 2008

Traditional Fridays

I dag er fostudagur og tha er sko ekki casual friday a skrifstofunni. Onei. Her er traditional friday og tha maeta margir i afriskum kjolum med klut a hofdi. Muslimsku kallarnir maeta i kjolum og vidum buxum. Gaman ad thessu!

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Evrovisjon

Mer tokst loksins ad komast a Ras 2 i beinni a netinu og hlusta a Siddegisutvarpid hja kallinum. Lenti i tvi ad heyra framlag okkar i Evrovisjon thetta arid - er verid ad kidda mig herna!!?

Thar sem eg er ad hlusta a islenska utvarpid fatta eg allt i einu ad eg hef verid alveg ut ur vestraenni tonlist i rumlega manud. Eg er ad kynnast allt annarri grein tonlistar og eg heyri hana i hverju horni - salsasveiflu med afriskum takti.

For a Super Mama Djombo aefingu um daginn og Dulce dansadi vid hvert lag. Tad var gedveikt stud. Nu er virkilega ad komast mynd a tetta og gaman ad fylgjast med skopuninni. Svo for rafmagnid en allir heldu bara afram ad spila og baettu vid oskrum og latum. Eg dro fram vasaljosid og bjo til diskoljos thangad til lagid klaradist. Svo var ekkert annad ad gera en pakka saman.

Fyrir ykkur sem ekki kikja a kommentin tha var Valdi fyrstur til ad koma med retta thydingu a Lethal Weapon duettinum - Tveir a toppnum! ... og baetti vid Villti Villi=Mad Max! haha.

miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Nú fer að hitna í kolunum


Skrifað mánudaginn 25. febrúar


Nú er aldeilis farið að hitna í kolunum hérna suður í Gíneu-Bissá. Og það á tvo vegu. 

Í fyrsta lagi hefur hitnað óverulega í veðri á aðeins 1-2 vikum. Fyrstu vikurnar hérna var hárið á mér í fínu lagi og ég hugsaði með mér hvaða píp og pempíuskapur það hafi nú eiginlega verið í mér að ætla að taka sléttujárnið með til Afríku. Fyrir 2 vikum síðan byrjaði hárið á mér að vera óviðráðanlegt og er það núna eins og fax á hesti. Skemmst er frá því að segja að hef látið senda eftir sléttujárninu. Aðrar skandinavískar stúlkur í landinu hafa sömu sögu að segja. Hitinn er líka að verða óbærilegur þegar sólin stendur sem hæst. Ég ætlaði í sólbað um helgina og það var eins og skrúfað hefði verið frá skinninu á mér. Ég hafði varla í við að drekka nóg vatn. Ég var eins og sigti!


Í annan stað þá flýgur sú saga fjöllunum hærra að frægur Hollívúdd leikari og leikstjóri sé á leiðinni til landsins. Hef ég þetta frá annarri hendi. Og getiði nú hver það er!! ... 

vísbending 1: Hann er fallinn alkóhólisti

vísbending 2: Hann vann fjölda verlauna fyrir mynd sem hann lék í og leikstýrði árið 1996, m.a. fékk hann óskarinn fyrir leikstjórn það árið,

vísbending 3: Hann lék í myndum sem þýddar voru á íslensku sem “tveir í takinu” eða “tveir í tuskinu” 1-4 eða eitthvað álíka... Freyr man það.


Maðurinn er enginn annar en Mel Gibson! Hann ku vera að koma hingað til að veiða í mars og mun gista á Mara Zul hótelinu hér norð-vestur af Bissá. Það væri nú gaman og gott fyrir landið ef hann væri að skoða tökustað fyrir næstu mynd sína. En eins og menn muna þá gerðist síðasta mynd hans í Rómönsku Ameríku og þar áður í Miðausturlöndum, svo afhverju ekki Afríka næst. Ég veit nú ekki hvort fyrri myndir voru teknar upp á viðkomandi stöðum en skítt með það. 


Annars sel ég þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana frá Jeff og Mike. Þeir gista á Mara Zul og höfðu þetta frá eiganda hótelsins. Ég hef nú þegar manað Mike til að taka buddy-picture af sér með Mel ... og það má ekki vera mynd sem tekin er þegar Mel liggur dauður á sundlaugarbakka og Mike stillir sér upp, ónei, það verður að vera alvöru buddy-picture!


Annars er það að frétta að ég brann aðeins á göngutúr mínum um helgina og er ég nú full sjálfstrausts til að mana framkvæmdastjóra UNICEF Íslands í brúnkukeppni þegar hann kemur. Þá mun ég endurheimta stolt mitt sem troðið var ofan í svaðið á afmælisdaginn minn í desember (!!!) þegar ég tapaði í brúnkukeppni. Þá var ég nýkomin frá Kúbu og hann frá Dóminíska lýðveldinu. Ég tek það fram að styttra var síðan hann hafði komið heim þegar brúnkukeppnin var háð. Lóa var líka með en hún hafði komið frá Ástralíu í byrjun desember og gaf ekkert eftir.


Ég held ég hafi einnig grennst um sirka 2-3 kíló og hárið á mér er orðið allt of ljóst. Ég var meira að segja kölluð blondína um daginn! Það er þó auðvelt að fitna aftur í þessu landi því að ég borða olíu með öllum mat, mikið af hrísgrjónum og frönskum kartöflum og fransbrauð. Ég borða líka færri máltíðir yfir daginn sem er ekki gott fyrir aðhaldið og eina hreyfingin eru göngutúrar. En aftur á móti er ég ekki að borða nein sætindi, borða mikið af kjöti og fiski og alltaf frekar lítið í einu - ég verð södd af engu núna. Ég borða heldur ekki eins mikið pasta og heima. 


Helgin var alveg frábær eins og vanalega. Föstudagurinn var nokkuð rólegur. Ég hitti Danina á frábærum all you can eat-veitingastað, sem gæti verið trendy staður í New York ef lýsingin væri ekki eins og á tannlæknastofu. En það var alveg furðulegt að vera inni á svona stað í miðri Bissá. Svo keyrðu þau mig á Malaika hótelið þar sem Delgado var með tónleika. Hann er svona Michael Jackson þeirra Bissá búa. Það vantaði ekki einu sinni hvíta hanskann. Upphitunaratriðið var mjög gott en Delgado söng bara á playback svo mér var nóg boðið og fór heim um miðnætti. Aðstoðarmaður okkar Karynu, Muniro, var kynnir kvöldsins og stóð sig með ágætum að ég held ... skildi náttúrulega ekki orð frekar en fyrri daginn, en hrósaði honum fyrir frammistöðuna í dag. Ég og hann ætlum að mynda bólusetningarátakið á morgun hér í Bissá. Ég verð myndatökumanneskja með myndbandsupptökuvélina hans Jeffs, sem ég fékk að láni í gær. 


(Nú rétt í þessu var einhver fjandi að bíta mig og er ég að fá eitthvað sem líkist þriðja stigs brunasári eftir sígarettu á handlegginn og berst við að klóra mér ekki).


Jæja, á laugardaginn labbaði ég í tvo tíma um Bissá og uppgötvaði enn meira af þessari fátæklegu borg. Um kvöldið ætlaði ég að hitta Jeff, en hann beilaði. Aymar, sem ég fór með til Cacheu um síðustu helgi, hringdi í mig og minnti mig á það að ég væri boðin í afmæli systur hans sem haldið yrði þá um kvöldið. Ég sagðist myndu koma strax og lenti þá fyrst í 10 ára afmæli hjá frænku hans. Fólk hér er mjög duglegt við að bjóða manni í fjölskylduboð. Ég hef þegar farið í 2 barnaafmæli á einum mánuði. 


Síðar um kvöldið fórum við svo til systur Aymars sem var 43 ára og býr í Barracuda-hverfinu. Hún á steinhús og rafmagn, en ekki rennandi vatn. Hún hafði sett stóla og borð út  á bílastæði eða verönd. Borðin svignuðu undan kræsingum. Whisky var nóg af enda kalla ég hana the whisky woman. Hún heitir annars Feliz og er algjör partýkelling. Hún sagði mér m.a. að í þessu landi noti fólk hvert tækifæri til að slá upp veislu því að það er ekkert annað við að vera, ekkert bíó eða neitt slíkt. 


Svo fór ég á Cyper Café því ég hafði lofað að hitta Danina þar. Þau voru komin þegar mig bar að garði í geðveiku stuði eftir afmælið, en örfáar hræður aðrar voru á barnum. Ég hlammaði mér niður hjá Silvíu og Fernando og bróður hans. En þau spila saman í hljómsveit sem er með föst gigg alla laugardaga á Palace Hotel. Stuttu síðar fara Danirnir heim að sofa og 10 mínútum eftir það fyllist allt af fólki. Mig langaði mest að hringja í þá aftur en það var um seinan. Það furðulegasta var að yfirleitt er ég eina hvíta hræðan á staðnum, en þetta kvöld voru ekkert nema útlendingar. 


Ég verð að segja ykkur meira frá Silvíu. Hún er 23 ára söngkona frá Senegal og kærasti hennar er í Super Mama Djombo. Hún er með fallega glansandi kolbikasvarta húð og er algjör díva þegar hún syngur. Við höfum verið mestu mátar alveg frá fyrstu kynnum og hún tileinkar mér alltaf nokkur lög þegar hún treður upp á Cyper Café. 


Og nú kemur montið. Á sunnudaginn var ég hvorki meira né minna en fjórbókuð:

  • Jeff og Mike voru komnir í bæinn og buðu mér að hitta sig í löns
  • í afmælispartýinu hafði ég hitt gæja sem bauð mér í löns daginn eftir og ætlaði að bjóða mér upp á Cohiba vindla og romm frá Kúbu eftir matinn, en það hafði hann fengið frá Kúbanska konsúlnum hérna
  • ég hitti Polly, ensku stelpuna, sem bauð mér með sér og fleirum í sund á Azalay (eina sundlaugin sem ég hef prófað hérna)
  • á barnum kvöldið áður heimtaði Silvía að ég kæmi að sjá hana syngja í Campo Sueco (Swedish Compound) á sunnudeginum. 


Nú var úr vöndu að ráða, en þar sem Jeff og Mike eru svo skemmtilegir og við höfðum mælt okkur mót nokkrum dögum áður þá gat ég ekki svikið það. Við hittumst því og fengum okkur að borða. Því næst ákvað ég að við skyldum öll fara að hlusta á tónlist í Campo Sueco. Mig langaði líka að sjá staðinn því ég er á biðlista eftir íbúð þar ef eitthvað skildi losna á næstunni. 


Um kvöldið fór ég með könunum á portúgalskan veitingastað og rafmagnið fór tvisvar. Þar spunnust umræður um ör og að heyra þessa gæja segja sögur af örunum sínum ... þetta ör er eftir tiger-hákarl, þetta ör eftir að áll klauf þumalinn í sundur, og ég veit ekki hvað. Jeff á líka sögur við öllu, það er sama hvað það er, hann hefur prófað það. Hann var að bjarga dýrum eftir Tsunami, hann var að bjarga dýrum eftir fellibylinn Katrinu og svo framvegis. En hann er á þessum stöðum af algerri tilviljum þegar hlutirnir gerast. Í gær segir hann mér frá því þegar hann lenti í fangelsi á Íslandi! Tekinn fyrir ölvunarakstur. Um morguninn hafði birst viðtal við hann í DV og þarna sat lögreglustjórinn í Reykjavík með DV í höndunum að yfirheyra hann.

Hann sagði mér líka söguna af því þegar hann var næstum því drukknaður í höfninni í Vestmannaeyjum, en maðurinn hefur verið nálægt dauðanum oft og mörgum sinnum. Ekki samt ímynda ykkur að hann sé alltaf að segja sögur af sjálfum sér þó hann hafi lent í allflestu, ímynda ég mér. Þetta bara poppar upp úr honum svona við og við. Það er í raun fyndið því hann tekur ekkert eftir því að hann hafi verið að toppa allar aðrar sögur. Mike er svona lærlingurinn hans og hefur fylgt honum núna í 2 ár. En hann er líka mjög fyndinn og gerir grín að því hvað Jeff kann ekkert á allar græjurnar sínar.


Talandi um Kana ... Alltaf þarf Bush troða sér. Nú síðast í Afríku og auðvitað bara til að storka Kínverjum. Hann lét nú sem betur fer ekki sjá sig í Gíneu-Bissá. Þess má geta að Kínverjarnir eru þegar komnir með einhver ævintýri hingað til Gíneu-Bissá. Þeir eru að veiða skilst mér og reyna að finna olíu. Maður sér þá á götum úti og svo er a.m.k. einn kínverskur veitingastaður hérna. Hvernig var fjallað um þessa ferð hans í íslenskum fjölmiðlum? Sorry ég fylgist lítið með. Óskarinn fór m.a.s. framhjá mér þangað til í morgun. 


Skondnar myndir frá lífinu í Bissá:


Silvía að syngja og kærastinn á gítarnum.
Þessi litla geit fyrir utan hótelið mitt var ansi úrræðagóð.
Þessum bíl hafði verið klesst á staur og hér er auðvitað enginn sem sér um að hirða bílhræ. Það hlýtur einhver að hafa slasast í þessum árekstri.
Það má ekki á milli sjá hver á hvaða fingur, Jeff dýravinur eða simpansinn í Campo Sueco!