Freyr fór í gær og þar með varð ég aftur eini Íslendingurinn í landinu (vænti ég alveg örugglega!). Mars hefur flogið áfram, það hefur verið svo mikið að gera, og það er skrítið að vera aftur ein á báti.
Ég fékk nasaþef af nokkrum fréttum frá Íslandi, m.a. þróun borgarmála og misheppnaðan blaðamannafund í Valhöll (sem ég las um á netinu, en það er erfitt að lesa orð götunnar svona á milli lína, m.a.s. á bloggum), lokun Sirkuss, og svo að Bubbi hefði lent í rimmu við Bigga í Maus og fleiri út af þættinum Bandið hans Bubba! Ísland er alveg kostulegt svona úr fjarlægð. Nú er ég kannski aðeins of sein að hafa skoðun á málinu en ... Bubbi er snillingur!
Ég fékk Einar Bárða þeirra Bissábúa til að sýna Frey menningu, tónlist og dans Gíneu-Bissá í liðinni viku. Þannig hitti Frey hugsanlega alla tónlistarmennina hérna, fékk ókeypis geisladiska, sá danshópa, mismunandi hljóðfæri og fleira í þeim dúr. Ég fór með honum að sjá sumt. Freyr hitti Rui Sangara (sem syngur uppáhaldslagið mitt hérna), Rima (sem er þessi 23 ára töffari sem syngur alltaf á barnum og er voða heitur í dag - ef hann byggi í L.A. held ég að hann gæti alveg meikað það) og fleiri. Svo fengum við okkur m.a. kaffi með Delgado í gær en ég sá hann á Malaika um daginn. Delgado er alveg uppáhald allra hérna og maður heyrir lögin hans alls staðar. Freyr er með frábært útvarpsefni héðan svo fylgist með Síðdegisútvarpinu og Geymt en ekki gleymt.
Fyrir ykkur sem sáu greinina um stingskötuna í 24 Stundum má bæta því við að í stað þess að setja löppina að eldi, eins og venja er meðal eyjaskegga, var okkur rétt hárþurrka. Ég átti að halda henni eins nálægt stungunni og hægt er á heitasta blæstri ... og það virkaði alveg ótrúlega vel við sársaukanum.
2 ummæli:
HÆ hæ Anna,
Ég var að detta inná afríkubloggið þitt í fyrsta skiptið og er alveg heilluð!
Ekkert smá gaman að lesa sögurnar, þarf alveg að pína mig til að hætta og fara að skrifa það sem ég þarf að skrifa fyrir vinnuna á morgun...
Ég er búin að vera svolið mikið útúr undanfarið mest að hugsa um rassinn á sjálfri mér og þetta doktorsnám sem ég er í, og jú svo líka strákana mína. Ég varð þrítug og tristan 4 ára um daginn, við héldum rosapartý og það var ótrulega gaman, kampavín útúr eyrunum!
Við verðum á íslandi í maí, og væri gmanað hittast og skiptast á slúðri og sögum. Læt þig vita þegar nær dregur.
Kveðja frá Paŕis, Dísa
HEiii Disa skvisa! til hamingju med arin 30!! Hittumst heima i Mai - ekki spurning. thu ert med simann minn (6953680). knus. a.
Skrifa ummæli