En nú bætist enn eitt í viðbót á listann yfir það sem ég á eftir að sakna hérna. : (
Listinn minn er eitthvað á þessa leið:
- Veðrið, sólin og atlantshafsgolan, og að geta setið úti án þess að vera kalt
- Vinir mínir sem ég hef eignast hérna
- Samstarfsfólkið mitt, yndislegar manneskjur
- Brosandi börnin sem kalla "branco branco" þegar þau sjá mig, hlæja og skríkja
- Cyper Cafe, barinn sem ég fer alltaf á
- Ferskir ávextir, mangóið sérstaklega
- Yndislegt viðmót fólksins
- Afslappelsið á öllu hérna og almenn tilvera
Það er þó líka margt sem ég á ekki eftir að sakna, s.s.:
- Lyktin af brennandi rusli
- Opin skolpræsi
- Að skilja ekki tungumálið
- Hvíta helvítis baguette brauðið
- Lyktin af moskító spreyinu (... sem minnir mig á það)
- Hæg þjónusta á veitingastöðum
- Vatns- og rafmagnsleysið (Ég tek það þó fram að mér er farið að finnast ljósastauraleysið frekar sjarmerandi faktor í Bissá. Maður sér stjörnurnar).
- Skordýr, mýs, rottur og allt það
Staðan er 8/8, en ég verð að segja að veðrið er alveg nokkur stig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli