mánudagur, 21. apríl 2008

Ekki í sambandi

Fór að heimsækja verkefni með Óla í dag í Bafata. Við mynduðum sögu tveggja stráka sem höfðu verið í barnaþrælkun í Senegal. Ég átti erfitt með að halda aftur af tárunum. Ég ætla ekki að skrifa um það hér. Á morgun heimsækjum við HIV verkefni í Bissá. 

En ég verð sumsé vant viðlátin næstu daga og skoða ekki póstinn minn mikið. Ég mæli því með að fólk sendi mér fréttir á afrikudrottningin@gmail.com. Ekki það að fólk sé súperduglegt að senda mér fréttir, en bara svona vinsamleg ábending til þeirra sem gefa sér tíma í að skrifa nokkrar línur til konu í Afríku. 

1 ummæli:

Andrea Hyldahl sagði...

Hæ hæ kæri dugnaðarforkur!

Það er rosalega áhugavert og gaman að fylgjast með starfi þínu þarna úti. Láttu þér líða sem allra best og við hugsum öll til þín í ungmennaráðinu. ;)

Bestu kveðjur,
Andrea