mánudagur, 7. apríl 2008

Sjávarlíffræðingur í einn dag





Á föstudaginn var fundur haldinn hjá UNBWWSFGBIS (Unaccompanied beautiful white women stuck in freaking Guinea-Bissau). Hann var haldinn á veitingastaðnum Tamar yfir hvítvínsflöskum og grilluðum smokkfiski. Ýmis mikilvæg mál voru rædd, s.s. viðreynslur svartra karlmanna. Fundinum lauk á Cyper Café yfir gin og tónik. 

Ég hafði hitt Jeff og Mike í hádegismat fyrr um daginn þar sem þeir voru að koma nokkuð laskaðir frá Síerra Leóne. Ég hafði ákveðið að skella mér til þeirra á Mar Azul á laugardeginum, sem ég og gerði. 

Ég notaði laugardaginn til að sofa úr mér þynnkuna og já bara almennt að sofa því ég hef sofið svo svakalega illa undanfarnar vikur. Brynja Dögg hringdi í mig sem var hápunktur dagsins held ég bara. 

Á sunnudeginum fékk ég að upplifa það að vera sjávarlíffræðingur í einn dag. Það var ekkert smá gaman. Við fórum út á gúmmíbát strax eftir morgunmat og sigldum langt út á sjó, á milli fallegra eyja Bijagos. Markmið okkar var að finna höfrunga og þá sáum við marga. Höfrungarnir hér eru ekki gráir, heldur kolbikasvartir, eins og fólkið. Þeim finnst gaman að synda í straumnum af bátnum og hoppa svo tignarlega upp fyrir framan hann eða til hliðar. Í bæði skiptin sem það gerðist brá mér svo svakalega að myndirnar eru bara af gúmmíbátnum og fingrunum mínum. En ég náði nokkrum myndum af þeim úr fjarlægð. 

Við sáum líka þúsundir ef ekki milljónir portúgalskra eitur-marglyttna sem fljóta í sjónum. Þær eru fallega bláar og bleikar. Þær eru ekki nema nokkrir sentímetrar að lengd á þessu svæði en þær geta orðið allt að metri á lengd og þá drepa þær menn með snertingunni einni. Svona litlar brenna þær bara örlítið. Auðvitað þurfti Jeff að prófa að halda á einni og brann sig. 

Við komum svo aftur á hótelið í hádegismat, lágum á sundlaugarbakkanum og stútuðum grænvíni (vino verde) og rauðvíni. Auk fjalls af reyktum ostrum. Seinni partinn fórum við aftur út í gúmmíbátinn til að veiða og finna krókódíla. Okkur tókst hvorugt en skemmtum okkur konunglega. Ég fékk að stýra bátnum heillengi. 

Mér býðst að vera sjávarlíffræðingur í heila viku ef ég breyti fluginu mínu og er að hugsa málið.

3 ummæli:

Adda Rut sagði...

Vá, þú ert alveg eins og Brynja systir þín þegar þú ert sjávarlíffræðingur!!

Kiddý sagði...

hej beib, mikið övunda ég þig eða bíddu það heytir víst samgleðst eða nei ég övunda þig að vera í sól og sumari með fallega náttúru, fullt að sjá og gera. Okkur bumbulísusi vegnast bara vel, það sparkar og sparkar og heldur mér vakandi á nóttunni. Fríða er komin 3 daga framyfir og á von á sér any day. Ég er að deyja úr spennu því ég fæ að vera viðstödd :) Þú þarft að fara að koma heim og taka þátt í barnanrjálæðinu hérna á Íslandi. ÞÚ LOFAÐIR!
ást Kiddy

Afríkudrottningin sagði...

Latid mig vita thegar eitthvad gerist!!!! Fylgist spennt med.
Eg kem heim i bananabrjalaedi.