laugardagur, 12. apríl 2008

Mikilvæg tilkynning


Júhú. Kasjú-hnetu tímabilið er byrjað líka. Sölubásarnir eru fullir af stórum, safaríkum, brakandi, ristuðum kasjú-hnetum sem bráðna í munninum á manni. Ég verð að koma með nokkra poka heim. Ef það verður pláss í töskunni minni kem ég líka með Maza-Guava, Guanabana-djús og mangó. 


Kasjú-hneturnar bætast á listann yfir það sem ég á eftir að sakna, sem og bjór á 100 kall. En á móti kemur að ég á eftir að vera fegin að losna við endalaus hljóðin í generatorum alls staðar og maurana sem skríða um á skrifstofuborðinu mínu. 


Annars er það að frétta að ég sá kveikt á fimm ljósastaurum hérna um daginn. Fyrir ykkur sem þekkja til þá var það rétt hjá Benfiga/Papa Loca veitingastaðnum. Ég var ekkert smá hissa - eiginlega var þessi sjón pínu fyndin. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni.


Ég er búin að vera á frönskukartöflu-bjór-hrísgrjóna-og-fransbrauðs-kúrnum hérna og hef grennst um 5 kíló. En svo þau komi ekki strax aftur hef ég ákveðið að fara á 6 vikna BootCamp námskeið þegar ég kem heim. Skráning hefst 14. apríl - námskeið byrjar 5. maí. Einhver geim? Hvet sérstaklega þá sem hafa brotið fitumúrinn eftir veturinn heima (wink-wink). Um að gera að koma sér í bikiníform fyrir sumarið!


TILKYNNING!!!

Ég hef ákveðið að gerast sjávarlíffræðingur í eina viku og seinka heimferð minni - sorry. Ég verð þá samferða Jeff og Mike til Lissabon 2. maí (á samt eftir að ganga frá því) og ætla að eyða 4-5 dögum þar með þeim. Mig langaði að skoða Lissabon meira en hefði ekki nennt því ein. 


Þetta var eiginlega einföld ákvörðun þegar ég hugsaði málið aðeins. Sko, í fyrsta lagi þá hef ég verið hér í 3 mánuði og þarf minn tíma til að slaka á og hugsa um reynslu mína í ró og næði áður en ég kem heim. Í öðru lagi veit ég alveg hvernig þetta yrði ef ég færi héðan beint af skrifstofunni hérna á föstudegi, kæmi heim á laugardegi og myndi byrja að vinna aftur á mánudegi í geðveikinni sem er hjá UNICEF á Íslandi. Ég yrði bara þreytt, úrill, leið og í ójafnvægi. Í þriðja lagi er mjög erfitt að ferðast um Bijagos-eyjarnar og mér býðst einstakt tækifæri að geta farið og siglt um eyjarnar mér að kostnaðarlausu ... verið á eigin bát og farið út um allt. Maður lætur ekki svona tækifæri fram hjá sér fara. Svona hlutir bjóðast bara einu sinni á ævinni og mig langar alveg svakalega að skoða eyjarnar meira. By the way, við verðum með base á Rubane eyju! Eigum við að ræða það eitthvað. 


SMÁAUGLÝSING!!!

Ef einhver vill kaupa heilt karton af sígarettum á rúman þúsund kall skal ég líka koma með það heim, ef það passar í töskuna. Fyrstir kommenta fyrstir fá!!! (Marlboro eða Marlboro Light?). 

5 ummæli:

húsmóðirin sagði...

Hef ekki áhuga á sígarettum en þú mátt endilega bjóða mér að smakka á kasjú hnetum, nammi namm. Það er rétt hjá þér að nota tækifærið til að verða sjávarlíffræðingur, hér verður allt við það sama þótt þér seinki um viku. Hlakka samt voða mikið til að sjá þig ;) Knús til þín, kv. Þura.

Adda Rut sagði...

Reykir enginn mentol þarna í Bissau?

Afríkudrottningin sagði...

Ekki mentol sem þú myndir treysta held ég. Einhverjar tegundir sem kona hefur aldrei séð.

Kiddý sagði...

Hér eru svo magir hættir að reykja. Hvað er að gerast?
Gott hjá þér Anna mín að nýta góð tilboð... er hjá þér í anda.
ást Kiddymammamin

kaninka sagði...

bootmp, humm, mig langar rosalega að fara að hreyfa á mér rassinn en bootcamp er kannski soldið pushing it fyrir mig eins og er, það er líklega heldur ekki sniðugt fyrir mig að vera að svitna og kólna úti vegna hættu á brjóstabólgu.

Ég bíð fram í ágúst með að hella mér í herþjálfunina, reyni bara að byggja mig upp hægt og rólega fram að því.

Svo þurfum við að halda fund með þér ég og olla þegar þú kemur heim! þurfum að skipuleggja leifsgötupartý, að hressa uppá ímynd morðgötunnar hefur aldrei verið mikilvægara nú þegar Jói og gugga eru flutt í næsta húsi við okkur!

kv
Þóra