
Eg er soldid vonsvikin yfir ahyggjuleysi ykkar tharna heima yfir tvi ad eg skuli vera ad taka malariuprof. Engin komment eda neitt um tad hversu mikid tid erud ad hugsa til min a medan eg bid milli vonar og otta eftir nidurstodunum. Eg vona ad tid gerid ykkur grein fyrir tvi ad malaria er snikjudyr sem fer liklega ekki ur likamanum, heldur sofa dyrin i lifrinni. Thegar tau vakna verdur madur rosalega veik og tarf ad fara a sterkan lifjakur. Og alla aevi verdur madur ad fara vel med lifrina til ad vekja ekki snikjudyrin af dvala sinum. Haettulegasta afbrigdi malariu er algengast her i GB eda su sem fer upp i heila og drepur mann!!!!
Ad tessu sogdu tilkynni eg ad profid var neikvaett en eg oska eftir sma morolskum studningi naest tegar eg fer i malariuprof.
6 ummæli:
Frábært -lifi neikvæðni!!!
Anna mín, ég hefði sent þér skeyti sko, ef ég hefði bara vitað þetta!! Hef haft of mikið að gera og ekki tíma til að lesa blogg. En nú er allt rólegra og verð ég því væntanlega til taks í næsta prófi - sem þó verður vonandi aldrei þörf á að taka. Enda væri þá erfitt að breiða yfir erfiðleika með því að segja: "Þú ert allavega ekki með malaríu"....
haha ... takk. tid erud sannir vinir. Naesta malariuprof verdur rett adur en eg fer af landi brott, ekki fyrr ef Gud lofar!
já, betra er seint en aldrei. Til þess að tryggja það að ég sendi þér stuðning fyrir næsta próf ætla ég að óska þér núna góðs gengis ef svo ólíklega vill til að ég missi af tilkynningunni. Ást til þín.
Kveðja, Þura.
Hæ elsku besta Anna mín.
Ég er endalaust að hugsa um þig og alltaf hrædd um að maló sníkist inn í þig. Var ekki búin að sjá að þú værir á leið í próf, það er eiginlega eins gott því þá hefði ég farist úr áhyggjum á meðan þú beiðst eftir niðurstöðum. Því var gott að ég sá bara að allt var neikvætt.
Mig dreymir bara barn og brjóst og þægilegar fæðingar. Vika í settan dag. Samt kemst þú að sko, eitt af því fáa sem kemst að hjá mér núna:) Hlakka til að fá þig heim elsku besta Annan mín.
Fríða
Mín kæra
Hefði ég vitað að sníkjudýr myndi hugsanlega vera að taka sér bólfestu í heilanum á þér þá hefði ég sent þér baráttukveðjur um hæl. Því miður er malaríuþekking mín ekki meiri en svo að ég hélt að þetta myndi bara þýða hiti og drulla í marga daga.
En sem betur fer var prófið neikvætt! Skálum fyrir því og mörgu öðru þegar þú kemur heim.
Knus&Kram
Skrifa ummæli