Það er ótrúlegt að hugsa til þess að ég sé bara búin að vera hér í eina viku - Mér líður eins og þetta sé mánuður. Það er svo margt búið að gerast og ég hef upplifað svo margt. Lífið hér verður alltaf betra og betra, og var gærdagurinn sá besti hingað til ...
Það var auðvitað föstudagsfjör á skrifstofunni sem byrjaði rúmlega eitt. Við fengum geitapottrétt, grillaða geit (sja mynd), kúskús, grænmeti, bjór, rauðvín, gos, rosalega góðan bissáskan djús og fleira. Svo var tónlistin sett á fullt og allir byrjuðu að dansa og fara í konga. Þetta var algjör snilld.
Þegar ég er að fara kemur Nina, yndisleg samstarfskona, til mín og segir mér að Dulce verði með tónleika á Hótel Malaika um kvöldið! Dulce er algjört legend í GB, syngur með Super Mama Djombo og var á Íslandi í Nóvember. Malaika er á næsta horni við gistiheimilið mitt svo ég kem við þar á leiðinni úr vinnunni, hitti Dulce og kaupi miða.
Því næst fór ég heim að reyna að leggja mig því ég hef þurft að vakna svo snemma alla vikuna og var örþreytt eftir allt ævintýrið við að byrja að vinna á nýjum stað og koma mér fyrir hérna.
Fernando kíkti við rétt áður en tónleikarnir byrja og við verðum samferða á Malaika. Þar hitti ég Karinu, Atchuchi og fleiri sem voru á Íslandi. Það var ekkert smá gaman og skrítið að sjá alla hér í Bissá. Tónleikarnir voru frábærir. Við sátum úti, drukkum bjór og hlustuðum á tónlist. Karina tók lagið og fleiri góðir líka. Kærastinn hennar Karinu, Daniel, bjó í Svíþjóð í ár og gat talað við mig á sænsku, mjög spes.
Dulce i godum filing med donsurum
Daniel, Karyna og Fernando ad horfa a tonleikana
Því næst var farið á barinn. Hann var ekkert smá töff. Þetta var svona Kaffibar þeirra Bissábúa en þó litríkari og með lifandi tónlist. Þjónustan var þó jafn léleg, en það er soldið algilt hérna. Það vildi svo til að þetta kvöld komu svo margir af tónleikunum að það var svona crem du la crem af tónlistarfólki og söngvurum GB á staðnum. Strákur sem hafði verið samferða okkur frá tónleikunum tók lagið. Hann er 23 ára og upprennandi söngvari í landinu, svo tók Karina lagið, karlsöngvari Mama Djombo sem var á Íslandi (man ekki nafnið), einhver legendary gamall söngvari (sem var æði) og einn annar sem er mjög frægur hér, en hann söng eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt. Hann náði svona Jónsa í SigurRós-tónum og þetta var svo dáleiðandi rödd. Það var geðveikt stuð á barnum, allir tóku þátt, klöppuðu og voru í góðum fíling. Ég vildi að ég gæti skilið meira því fólk er alltaf eitthvað að grínast í hvort öðru og hlæja.
Nóttin var enn ung og við héldum á diskótek eftir þessa snilld á barnum. Þetta var staður ofan í kjallara, með risa bar, dansgólfi og sófaplássi - mjög töff. Staðurinn var troðinn og allir dönsuðu sveittir við taktfasta tónlistina. Ég lét að sjálfsögðu ekki mitt eftir liggja og fór á dansgólfið. Daniel var farinn að dansa fyrir mig Justin Timberlake meets Usher áður en langt um leið. Ég var alveg með rythmann í mér skal ég segja ykkur. Ég held það hafi hjálpað að hafa verið í afró á sínum tíma þó svo þarna er maður kannski ekki alveg svo ýktur. Tónlistin og dansinn er líka blanda af afríku og portúgölsku/spænsku, finnst mér.
Það var ekki mikið úrval á barnum en ég sá glytta í redbull og ákvað að skella mér á vodka-redbull, en þann drykk hef ég ekki fengið mér síðan við Oddlaug máluðum Austur-Evrópu rauða á sínum tíma. Ég er orðin svo kærulaus að ég var ekkert að taka risaklakana úr drykknum. Norðmennirnir (hef hitt þrjá Norðmenn hérna sem voru í email sambandi við okkur á Íslandi áður en ég fór - einn frá GB og tvo blondínu Norðmenn) voru með okkur, þ.e. Espen og Mamadou, og við Espen vorum eina hvíta fólkið á staðnum.
Ég lenti aftur í því á klúbbnum að fá meira til baka, eða þannig. Gaurinn á barnum gat ekki skipt peningnum og skuldaði mér þá 2000 cheffera. Ég bara tók drykkinn og hélt áfram að dansa við barinn og spjalla við fólk. Eftir nokkrar mínútur lætur hann mig fá 2000 cheffera og segir að ég eigi inneign á barnum upp á 2000 cheffera ef ég vilji! ótrúlegt!
Ég lenti aftur í því á klúbbnum að fá meira til baka, eða þannig. Gaurinn á barnum gat ekki skipt peningnum og skuldaði mér þá 2000 cheffera. Ég bara tók drykkinn og hélt áfram að dansa við barinn og spjalla við fólk. Eftir nokkrar mínútur lætur hann mig fá 2000 cheffera og segir að ég eigi inneign á barnum upp á 2000 cheffera ef ég vilji! ótrúlegt!
Staðurinn var í rosalega flottu hverfi í labbfæri frá hótelinu mínu. Gamla portúgalska nýlenduhverfinu. Þó það hafi verði soldil synd að sjá hvernig þessi fallegu hús hafa drabbast niður.
Ég held ég hafi komið heim um fimm leytið. Þvílíkt stuð!
Karnivalið er byrjað og mun fara stigvaxandi til mánudags eða þriðjudags. Búið er að loka ákveðnum götum því að það er svo fullt af fólki. Maður verður víst að fá leyfi til að taka myndir svo ég veit ekki hvort ég get reddað því. Á staðnum í gær sá maður fólk í halloween búningum og ein búð hérna í götunni er að selja halloween-like búninga fyrir krakka. Þetta verður eitthvað mjög spes.
Ég verð að segja að þessa stundina er ég mjög sátt við að vera hérna, er eiginlega alveg að fíla það í tætlur. Ég hef ekki verið neitt stressuð eða kvíðin og veðrið er svo gott, virkilega mátulegt og notalegt, og fólkið hérna er einhvern veginn svo yndislegt. Götusalarnir voru soldið ágengir fyrsta daginn, en eru núna bara farnir að láta mann í friði eða heilsa manni. Ég keypti inneign á símann minn um daginn fyrir 9000 cheffera úti á götu og gaurinn var svo ánægður að hann heilsaði mér þvílíkt glaður næst þegar hann sá mig. Svo er það stelpan með fínu flétturnar sem ég keypti appelsínurnar af fyrsta daginn og svo aftur banana um daginn brosir til mín. Labbið í vinnuna er yndisleg 5 mínútna gangur á hverjum morgni. Gæjarnir á hótelinu eru algjörir spaðar og gaman að fylgjast með þeim missa sig yfir fótboltanum. Ég er farin að kunna á leigubílasystemið sem eg mjög spes (þeir fara með marga farþega í einu og maður verður að segja hvert maður ætlar og ef hann á leið hjá þá tekur hann mann upp í)... o.s.frv.
1 ummæli:
Djö.. hvað þetta hljómar geggjað. Næstum eins og félaqslífið í kringum UNICEF Ísland.
Flóki
Skrifa ummæli