þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Hugleiðingar um rafmagnsleysið II

Um helgina lærði ég algengt hugtak hér í GB. “Lus bai, Lus bin”. Þegar rafmagnið fer eða ljósið segir fólk “lus bai”, þegar það kemur aftur segir fólk “lus bin”. Fólk muldrar þetta og ypptir öxlum - því hvað er annað hægt að gera en að sætta sig við staðreyndir? Ég lærði aðeins síðar að þetta er einnig notað um vatnið “Aqua bai, Aqua bin”. Í sturtunni í morgun gat ég því muldrað “Heitt aqua bai .... .... Heitt aqua bin”. Mér dettur líka í huga að segja mætti “gsm-símalína bai, gsm-símalína bin”. Ójá þær eru stopular líka.


Heyrði sögu frá Dönunum í gær sem mér fannst sorglega skondin. Radiatorinn (rafgeymirinn?) sprakk hjá þeim fyrir nokkru og þá föttuðu þau: “Hvernig í andskotanum hringir maður í slökkviliðið hér??!!”. Þau fóru til nágrannanna og fengu leiðbeiningar um hvar slökkviliðið væri að finna. Þau hlupu þangað en þegar þau komu vissi slökkviliðið þegar af brunanum og höfðu sent lið á vettvang. Danirnir klóruðu sér í hausnum. Þá höfðu nágrannarnir farið á næstu útvarpsstöð og tilkynnt um brunann í útvarpið. Þannig fær slökkviliðið upplýsingar. Þannig að ef kviknar í þá hleypur maður á næstu útvarpsstöð ef brunaliðið er of langt í burtu. Svona gerast hlutirnir í þriðjaheims ríki með engan innri strúktúr, ekkert rafmagn og ótraustar símalínur. 

Engin ummæli: