Mánudagur, 4. feb.
Karnivaldið í dag var geggjað. Allt í einu var ákveðið að maður þurfti ekki passa til að taka myndir svo ég smellti af þangað til batteríið kláraðist. Vegna karnivalsins lokar allt kl. 13 svo fólk komist leiðar sinnar úr vinnunni því götunum er lokað upp úr þrjú. Þetta var því stuttur vinnudagur.
Ég fór þó til UN læknisins í kjallaranum í dag vegna bitanna á olnboganum. Ég svaf illa, vaknaði upp klórandi mér, tók eina ofnæmispillu, en var samt aftur orðin slæm um morgunin. Allur handleggurinn er aumur! Einhverra hluta vegna vildu þau vigta mig þarna hjá lækninum (samkvæmt vigtinni hef ég lést um 2 kíló á viku eða eitthvað álíka!), mældu blóðþrýstinginn og hitann. Ekki fyrr var ég spurð hvað amaði að mér. Ég gekk út með tvær tegundir af pillum í bréfi og kremtúbu.
Ég kynntist enskri stelpur hérna um daginn, Polly, sem hefur búið hérna í ár eða svo. Borðaði með henni, Jeff og kærastanum hennar, sem var hótelstjóri Malaika þegar það var stofnað, í kvöld. Hún sagðist þekkja Kreól kennara sem ég ætla mér fara til ef ég pirrast illa yfir málleysinu.
Á morgun fylgi ég ljósmyndaranum eftir. Við byrjum á því að skoða HIV verkefni í Bissá ... HIV er alltaf soldið erfitt og það venst ekki. Á miðvikudaginn förum við austur til Bafata og suður til Cassaca i Tombali-héraðinu seinni partinn þar sem við munum gista. Svo förum við beina leið til Bissá, gistum þar, förum svo norður til Oio héraðsins allan föstudaginn.
Ég mun því ekki komast mikið á internetið. Yfir og ut!
þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli