miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Boltinn, draumar og hugleidingar um rafmagn

Skrifað 12. febrúar

Ég hef fengið svo gott feedback við blogginu að ég held bara ótrauð áfram og blogga frá mér allt vit. Það verður svo krossapróf úr því þegar ég kem heim!

Ég gleymdi að segja ykkur hvernig Afríkumótið í fótbolta fór. Þetta var alveg æsispennandi:
1. Egyptaland
2. Kamerún
3. Ghana
4. Fílabeinsströndin
Fílabeinsströndin var yfir Ghana fyrst, en svo endaði þetta í 4-2 fyrir Ghana ef ég man rétt. Ghana var auðvitað að halda mótið svo að það varð allt vitlaust á vellinum.

Eins og sum ykkar vita þá dreymir mig stundum alveg fáránlegustu drauma. Síðustu nótt dreymdi mig að ég færi með Frey í 12 Tóna í Reykjavík því að þeir voru með dagbókina mína. Afgreiðslumaðurinn var hálfkínverskur (og hálfur aríi) og talaði rosalega bjagaða íslensku. Hvað á þetta eiginlega að þýða??!!! Afhverju getur mig ekki dreymt drauma eins og Bergsteinn, sem ég vinn með heima, sem fær faðmlag frá gúrúinum sínum í draumi.

Ég er smám saman að læra meira í tungumálinu, þ.e.a.s. Kreól-Portúgölsku. Eins og t.d. Bon dia! Boa tardi! Bo noti! Kuma di kurpu? Kurpu sta bon. Alin li. N sta bon. Kuma ku bi nomi? Ami i Anna, ami i Islandaise. Skupla (sætt orð sem þýðir afsakið), Nau Obrigado (nei takk) Ee Obrigado (já takk)... o.fl. Svo er ég að nota frönskuna mína af einhverju ráði í fyrsta skipti á ævinni. Það er gaman að rifja það upp og alveg ótrúlegt hvað maður man.

Í gær hitti ég keikómanninn í hádeginu. Fórum á portúgalskan stað sem ég hef lengi ætlað að prófa. Við ræddum Árna Johnsen aðeins meira, Bush og írakstríðið, Makka, fasteignaverð og morðin á Leifsgötunni.

Eftir vinnu röltum við Karyna heim til hennar og tókum svo leigubíl á hljómsveitaræfingu Super Mama Djombo. Það var svaka stuð og ég komst að því að fyrir utan þessa 14 sem komu til Íslands þá eru 3 í viðbót í hljómsveitinni. Þau æfðu m.a. lagið Festa, sem Egill Ólafsson syngur með Karynu á plötunni. Ég gerði heiðarlega tilraun til að hlaupa í skarðið fyrir landa minn með poj poj utfaerslu. Það gekk auðvitað ekki. Það var einnig bresk stelpa á staðnum sem var að gera umfjöllun um hljómsveitina. Ég hafði einmitt séð hana taka myndir á karnivalinu og frétti að hún hefði selt þær til BBC (það má kannski finna það á netinu?!). Svo fór rafmagnið og þá lauk hljómsveitaræfingunni og allir pökkuðu saman í myrkrinu. Þetta er sá raunveruleiki sem bissáskar hljómsveitir búa við. Um daginn var ég á barnum að hlusta á lifandi tónlist þegar rafmagnið fór í miðju lagi.

Orðatiltækið “Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur” á vel við rafmagnið. Þegar rafmagnið hefur farið í einhverju ofsaveðrinu heima þá er það vissulega mjög skrítið .... maður ætlar að rista sér brauð, hita sér örbylgjupoppkorn, kveikja á útvarpinu til að hlusta á fréttir af rafmagnsleysinu! ... en fattar alltaf á síðustu stundu að það er ekkert rafmagn. Hér í Bissá er þetta samt öðruvísi því að rafmagnsleysið er svo rosalega yfirvofandi yfir öllu. Það er svo margt í samfélaginu sem fúnkerar hreinlega ekki vegna rafmagnsleysis. Engin götuljós, engir ljósastaurar, ekkert. Og þegar rafmagnið fer er það svo mikill partur af hinu daglega lífi, ekki eitthvað kósí atvik á miðjum vetri eins og heima.

Þó svo ég sé heppin að hafa rafmagn heima og í vinnunni, þá fer það samt stundum. Ég vakna við að slokknað hefur á loftkælingunni um nóttina við það að rafmagnið sló út. Tölvan hennar Karynu er ekki með svartan kassa eins og mín þannig að þegar rafmagnið dettur út í vinnunni hefur hún misst allt. Svo má nefna endalaus dæmi eins og erfiðleika UNICEF við að tryggja kælingu bóluefna í bólusetningarátökum, en þau hafa gripið til þess ráðs að fá rafmagn frá farsímafyrirtækjunum hérna. Eina ljósið í skólastofunum sem ég heimsótti í síðustu viku var frá opnum gluggum og þannig þurfa krakkarnir að læra.

Eg er búin að reyna í 2 daga að gefa herbergisþernunni þjórfé, en hún tekur það aldrei. Setti það mjög áberandi á koddann daginn eftir að hún hafði tekið gólfin í gegn að minni beiðni (sýndi henni myndina af músinni og útskýrði að það þyrfti að þrífa gólfið vel, maður vill ekki vaða í músaskít hérna).

Sofnadi ekki fyrr en kl. 4 i nott vegna hvelvitis musaræksnisins sem óð aftur inn a mig. Loftkælingin for ad gefa fra ser undarleg hljod og eg var alltaf ad vakna.

Engin ummæli: