Um leið og ég fer í gegnum hlið hótelsins er ég komin í fátæklegt hverfi (ekki fátækrahverfi að bissáskum standard, en mjög fátæklegt. Sá fátækrahverfi um daginn þegar ég heimsótti HIV verkefni). Labba um moldarveginn og passa að detta ekki um holur eða labba í dýra-no. 2. Þegar ég sé geiturnar og svínin labba í görðunum og á götunni hugsa ég til þess sem Ingibjörg Haralds nefnir í sjálfsævisögu sinni Veruleiki draumanna, sem ég er að lesa núna. Þar segir hún að á uppvaxtarárum hennar í Reykjavík rámar hana í að hafa séð beljur labba niður Vitastíginn. Ætli þetta hverfi verði einhvern tímann eins og Vitastígurinn er núna. Vitabar á horninu og Úðafoss aðeins neðar. Á kvöldin sé ég krakkana úti í leik og skil þegar þau segja við mig "Kuma ku bi nomi?", ég get svarað um hæl "Ami i Anna, kuma ku bi nomi?" Í morgun vildi eitt litlu barnanna endilega leiða mig, svo ég leiddi hann nokkra metra.
Ég kem loks að götunni þar sem Gambíska sendiráðið stendur meðal annars og fleiri ágæt hús. Ég labba þá götu í um 4 mínútur og beygi svo til hægri inn moldarveginn sem UN húsið stendur við.
Í vinnunni heilsa manni allir með brosi og segja "Hæææ Anna. how are you?". Sumir testa tungumálakunnáttu mína með því að segja "Kuma kusta?". Ég stenst yfirleitt þessi próf og uppsker hlátur með því að segja "N sta bon, obrigado. Kuma?" Örugglega mjög bjagað.
Við Karyna tökum smá stelputal, spyrjum hvernig gærkvöldið/helgin hafi verið og yfirleitt fræðir hún mig um eitthvað í tengslum við Gíneu-Bissá, sem er mjög gott. Við erum saman í lokaðri skrifstofu og getum spjallað eins og við viljum, en þó vinnum við líka mjög vel saman. Getum alveg þagað og einbeitt okkur á milli spjallanna. Ég vinn yfirleitt til kl. 5:30-6:00.
Þá fer maður kannski á kaffihús, heim og hittir svo einhvern í kvöldmat. Stundum les ég bók, skrifa blogg, horfi á sjónvarpið. Á eftir ætla ég að hitta Danina aftur úr Bandim-verkefninu. Þau ætla að sækja mig kl. 20:15 og ef ég þekki Dani rétt þá er best að vera tilbúin akkúrat þá. SMD æfingin er búin kl. 9 og þá ætlar Karyna eða Fernando að hringja í mig ef þeim langar í drykk eða eitthvað.
Þetta er típískur dagur í lífi Önnu núna.
1 ummæli:
hæ elskan mín, gott að lesa um hvað þér líður vel. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að þú værir í New york eða álíka stað. Massa kúl!
ást kiddý
Skrifa ummæli