þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Heilsufarið II

Enn hef ég ekkert fengið í magann, ef frá er talin þessi hálftíma veiki einu sinni, sem ég rakti til klaka á barnum. Ég hef fengið mér klaka síðan en ekki fengið í magann. Malaríu-lyfin fara vel í mig og ég fæ engar aukaverkanir. Hef ekki fengið neitt alvarlegra en smá sár eftir skó og kannski þynnku (!!). Reyndar voru bitin á olnboganum ansi svæsin, en ég lifði það af og hef ekki fengið alvarleg bit síðan. Gleymdi að spreyja á mig í gær og fékk 2 bit en engin ofnæmisviðbrögð. Enginn sólbruni heldur, enda er ég mest megnis inni á daginn.

Engin ummæli: