þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Karnivalid byrjar

Skrifad sunnud. 3. febrúar

Ég kíkti á karnivalið og það var kreiiiisí. Nú er ég gjörsamlega að missa mig hérna í Afríkunni. Alveg eins og spilaspáin sagði stelpur (wink wink). Mannfræðingurinn í mér missti legvatnið þegar hann sá Groupo de Fula, Groupo de Manjunco, Groupo de Balanta, etc. í göngunni. Balantarnir voru flottastir, allir með hvítt duft um allan líkamann og hringi eða dekk um sig og hringlur fastar á ökklana. Reyndar var Groupo de Bisagos líka mjög flott. Það voru litlir krakkar og strákarnir voru allir með horn á höfðinu, útúrskreytt og með staf sem þeir lömdu taktfast í jörðina. Stelpurnar gengu til hliðar með perlur fléttaðar í hárið. Vildi að ég hefði getað tekið myndir. Trumbusláttur og flautur allstaðar, fólk að dansa og allir í stuði.

Ég verð að viðurkenna að Íslendingurinn í mér var aðeins hissa á því að sjá unglingsstúlkur berar að ofan í litlum mini strápilsum einum fata smurðar í hálfgulri olíu. Ég hélt í 2 sekúntur að þetta væru tréstyttur, svo fóru þær að hreyfa sig og mér brá ekkert smá. Heima á Íslandi fylgir því svo mikil skömm og pína að þroskast úr stelpu í konu, fá brjóst, byrja á túr og allt þetta bla. Kynjafræðin var m.a.s. með kenningar um þetta tímabil og útskýringar á því afhverju þetta væri - er nú samt ekkert að fara út í það hér. En hérna voru þær sumsé bara alveg ófeimnar fyrir framan alla.

Kaliste er veitingastaður sem ég fer oftast á. Þar er hægt að fá gott kaffi líka. Ég var að rölta hjá karnivalgöngunni þegar Daníel kemur aftan að mér og við röltum eitthvað um og skoðum gönguna, hann splæsti kaffi á Kaliste og reyndi að sannfæra mig um að koma aftur á klúbb í kvöld. Ég er bara einum of þreytt núna. Verð líka að hvíla mig fyrir næstu viku því það gæti verið að þá fari ég um landið með Pirozzi, ljósmyndaranum, og skoði verkefni. Hitti hann áðan og náði að redda honum myndapassa fyrir karnivalið á morgun sem ég vissi að einn á skrifstofunni væri með.

Ef ég fer með honum hef ég tækifæri til að scouta aðeins fyrir heimsókn íslensku styrktaraðilanna og þeirra spænsku, og kannski finn ég eitthvað gott fyrir DRN líka. Í lok febrúar verður UNICEF með þriðju og síðustu umferð af stífkrampa bólusetningu í landinu. Það gæti líka verið að ég fari og kíki á verkefni fyrir norðan þar sem verið er að smigla drengjum frá GB yfir til Senegal til að betla, undir því yfirskyni að það sé verið að senda þá í nám um kóraninn. Þeir eru kallaðir “talibes” og UNICEF er að reyna að hjálpa þeim og fræða fjölskyldurnar um þær aðstæður sem drengirnir lenda í.

Ég verð líka að segja frá því að í fyrradag heimsótti ég alnæmisverkefni hérna í Bissá. Um er að ræða samtök sem fara heim til sjúkra, styðja þau, gefa þeim mat, lyf og ráðgjöf. Einnig fara þau með þeim á spítala ef fjölskyldan hefur afneitað þeim. Við ræddum við eina starfskonu þarna og hún hafði einmitt þá um morgunin verið að hjálpa strák að fá blóðgjöf, en fjölskyldan vill ekki sjá um hann svo hann hefur bara þessi samtök. Hún var algjör massi þessi stelpa, jafngömul mér og hefur bjargað mannslífum. Bókstaflega. Hún var ein þriggja kvenna sem komu opinberlega fram með HIV sjúkdóminn í sjónvarpinu hérna í október síðastliðnum. Það vakti víst mikla athygli og hefur bæði hjálpað þeim að brjóta ísinn í því stigma sem umlykur sjúkdóminn en einnig lentu þær í ásóknum eftir þetta. UNICEF er núna að hugsa um að styrkja þessi samtök og fara að vinna með þeim.

Í dag þurfti ég aðeins að súpa seyðið af kæruleysi mínu með klakana á barnum í gær þar sem ég fékk aðeins í magann í fyrsta skipti.

Nordmennirnir:


Skrifað um kvöld, sunnud. 3. feb.

Nígería og Ghana, sem heldur Afríkuboltann í ár, voru að leika í dag. Allir héldu með Nígeríu. Ég horfði sko á boltann með öllum hinum í litla sjónvarpinu í Elkó hérna niðri, því að ég var að bíða eftir Daníel sem nennti að labba með mér um bæinn í karnivalinu. Daníel býr í næsta húsi og er mjög mikill spaði, vægast sagt. Hann nennti að labba með mér í gær og aftur í dag. Síðan fórum við heim til hans og náðum í geisladiska til að spila í tölvunni minni. Ég downloadaði þessum 23 ára gaur sem söng á barnum á föstudaginn.

Karnivalið var ekkert sérstakt í dag. Það var eiginlega engin ganga eða neitt skipulagt. Það voru bara unglingar út um allt með glimmer framan í sér eða eitthvað flipp. Ég tók þó nokkrar myndir.
Ég átti svo dinner-date með Jeff, keikómanninum, og hans vinum í kvöldmat. Ég hitti þá af tilviljun á Kaliste í morgunkaffinum mínu og svo hringdi hann í mig og bauð mér með þeim um kvöldið. Daníel fylgdi mér til hans eins og herramaður því að það var komið myrkur. Fólk hefur alltaf fylgt mér eftir myrkur, það er bara venjan. (Nefni þetta sérstaklega fyrir mömmu og pabba).

Við, þ.e. ég, Jeff, Mike og tveir í viðbót plús tveir lókal, fórum á æðislegan, risastóran útibar og fengum okkur tvo áður en við fórum á einhvern einkarestaurant hjá manni sem heitir Fernando. Ég er komin með bit dauðans á öxlina, hnéð og olnbogann, sem er orðinn þrefaldur. Fernando þessi kom með alkóhól og klaka í handklæði handa mér, sem bjargaði mér alveg. Jeff, sjávarlíffræðingurinn eða eitthvað sem hann er og hefur komið til yfir 150 landa og verið bitinn af flestu, sagði mér upp og ofan af því sem gæti hafa bitið mig og ráðleggingar í framhaldinu.



Við fengum grillað kjöt á spjóti, rosa gott, rauðvín og brennivín þeirra bissábúa, sem ég held að sé gert úr sykurreyr. Ég smakkaði nú ekki mikið þar sem ég fer í vinnuna á morgun, en nóg til að finna að þetta brennivín var eins og sápa á bragðið.

Við Jeff töluðum og töluðum. Hann veit meira en ég um Ísland þessi maður, allavega um hafið í kringum okkur. Hann getur talað um allt frá sædýrasafninu í Hafnarfirði, þegar stöð 2 kom, bjórinn var ekki leyfður, til sjálfsmorðahrinunnar á Húsavík, pylsunnar, nýja tónlistarhússins og Árna Johnsen. Ekkert smá gaman að tala við hann. Það er ekki spurning að ég mun sigla með þeim á næstunni. Það er víst rukkað ansi mikið fyrir að fara til Bisagos eyjanna og þarna er ég með ókeypis ferð og góðan félagsskap. Jeff sagðist meira að segja borga taxann minn þar sem þeir myndu pikka mig upp því fyrirtækið þeirra borgar allt! Jaha.

Annars labbaði ég alveg fullt í dag. Fann Bandim (stóra markaðinn), lókal pedicure konuna, og bara svona almennt skoðaði mig um í hverfinu. Allir segja að þetta sé nú lítil borg og ekkert mál að rata, en þetta er samt enn pínu ruglingslegt. Í fyrsta lagi hef ég ekki fengið tækifæri til að explora mikið og í öðru lagi þegar ég hef farið langt út fyrir mitt litla horn er það mest að næturlagi (með taxa eða öðru fólki, engar áhyggjur).

Engin ummæli: