föstudagur, 29. febrúar 2008

Traditional Fridays

I dag er fostudagur og tha er sko ekki casual friday a skrifstofunni. Onei. Her er traditional friday og tha maeta margir i afriskum kjolum med klut a hofdi. Muslimsku kallarnir maeta i kjolum og vidum buxum. Gaman ad thessu!

fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Evrovisjon

Mer tokst loksins ad komast a Ras 2 i beinni a netinu og hlusta a Siddegisutvarpid hja kallinum. Lenti i tvi ad heyra framlag okkar i Evrovisjon thetta arid - er verid ad kidda mig herna!!?

Thar sem eg er ad hlusta a islenska utvarpid fatta eg allt i einu ad eg hef verid alveg ut ur vestraenni tonlist i rumlega manud. Eg er ad kynnast allt annarri grein tonlistar og eg heyri hana i hverju horni - salsasveiflu med afriskum takti.

For a Super Mama Djombo aefingu um daginn og Dulce dansadi vid hvert lag. Tad var gedveikt stud. Nu er virkilega ad komast mynd a tetta og gaman ad fylgjast med skopuninni. Svo for rafmagnid en allir heldu bara afram ad spila og baettu vid oskrum og latum. Eg dro fram vasaljosid og bjo til diskoljos thangad til lagid klaradist. Svo var ekkert annad ad gera en pakka saman.

Fyrir ykkur sem ekki kikja a kommentin tha var Valdi fyrstur til ad koma med retta thydingu a Lethal Weapon duettinum - Tveir a toppnum! ... og baetti vid Villti Villi=Mad Max! haha.

miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Nú fer að hitna í kolunum


Skrifað mánudaginn 25. febrúar


Nú er aldeilis farið að hitna í kolunum hérna suður í Gíneu-Bissá. Og það á tvo vegu. 

Í fyrsta lagi hefur hitnað óverulega í veðri á aðeins 1-2 vikum. Fyrstu vikurnar hérna var hárið á mér í fínu lagi og ég hugsaði með mér hvaða píp og pempíuskapur það hafi nú eiginlega verið í mér að ætla að taka sléttujárnið með til Afríku. Fyrir 2 vikum síðan byrjaði hárið á mér að vera óviðráðanlegt og er það núna eins og fax á hesti. Skemmst er frá því að segja að hef látið senda eftir sléttujárninu. Aðrar skandinavískar stúlkur í landinu hafa sömu sögu að segja. Hitinn er líka að verða óbærilegur þegar sólin stendur sem hæst. Ég ætlaði í sólbað um helgina og það var eins og skrúfað hefði verið frá skinninu á mér. Ég hafði varla í við að drekka nóg vatn. Ég var eins og sigti!


Í annan stað þá flýgur sú saga fjöllunum hærra að frægur Hollívúdd leikari og leikstjóri sé á leiðinni til landsins. Hef ég þetta frá annarri hendi. Og getiði nú hver það er!! ... 

vísbending 1: Hann er fallinn alkóhólisti

vísbending 2: Hann vann fjölda verlauna fyrir mynd sem hann lék í og leikstýrði árið 1996, m.a. fékk hann óskarinn fyrir leikstjórn það árið,

vísbending 3: Hann lék í myndum sem þýddar voru á íslensku sem “tveir í takinu” eða “tveir í tuskinu” 1-4 eða eitthvað álíka... Freyr man það.


Maðurinn er enginn annar en Mel Gibson! Hann ku vera að koma hingað til að veiða í mars og mun gista á Mara Zul hótelinu hér norð-vestur af Bissá. Það væri nú gaman og gott fyrir landið ef hann væri að skoða tökustað fyrir næstu mynd sína. En eins og menn muna þá gerðist síðasta mynd hans í Rómönsku Ameríku og þar áður í Miðausturlöndum, svo afhverju ekki Afríka næst. Ég veit nú ekki hvort fyrri myndir voru teknar upp á viðkomandi stöðum en skítt með það. 


Annars sel ég þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana frá Jeff og Mike. Þeir gista á Mara Zul og höfðu þetta frá eiganda hótelsins. Ég hef nú þegar manað Mike til að taka buddy-picture af sér með Mel ... og það má ekki vera mynd sem tekin er þegar Mel liggur dauður á sundlaugarbakka og Mike stillir sér upp, ónei, það verður að vera alvöru buddy-picture!


Annars er það að frétta að ég brann aðeins á göngutúr mínum um helgina og er ég nú full sjálfstrausts til að mana framkvæmdastjóra UNICEF Íslands í brúnkukeppni þegar hann kemur. Þá mun ég endurheimta stolt mitt sem troðið var ofan í svaðið á afmælisdaginn minn í desember (!!!) þegar ég tapaði í brúnkukeppni. Þá var ég nýkomin frá Kúbu og hann frá Dóminíska lýðveldinu. Ég tek það fram að styttra var síðan hann hafði komið heim þegar brúnkukeppnin var háð. Lóa var líka með en hún hafði komið frá Ástralíu í byrjun desember og gaf ekkert eftir.


Ég held ég hafi einnig grennst um sirka 2-3 kíló og hárið á mér er orðið allt of ljóst. Ég var meira að segja kölluð blondína um daginn! Það er þó auðvelt að fitna aftur í þessu landi því að ég borða olíu með öllum mat, mikið af hrísgrjónum og frönskum kartöflum og fransbrauð. Ég borða líka færri máltíðir yfir daginn sem er ekki gott fyrir aðhaldið og eina hreyfingin eru göngutúrar. En aftur á móti er ég ekki að borða nein sætindi, borða mikið af kjöti og fiski og alltaf frekar lítið í einu - ég verð södd af engu núna. Ég borða heldur ekki eins mikið pasta og heima. 


Helgin var alveg frábær eins og vanalega. Föstudagurinn var nokkuð rólegur. Ég hitti Danina á frábærum all you can eat-veitingastað, sem gæti verið trendy staður í New York ef lýsingin væri ekki eins og á tannlæknastofu. En það var alveg furðulegt að vera inni á svona stað í miðri Bissá. Svo keyrðu þau mig á Malaika hótelið þar sem Delgado var með tónleika. Hann er svona Michael Jackson þeirra Bissá búa. Það vantaði ekki einu sinni hvíta hanskann. Upphitunaratriðið var mjög gott en Delgado söng bara á playback svo mér var nóg boðið og fór heim um miðnætti. Aðstoðarmaður okkar Karynu, Muniro, var kynnir kvöldsins og stóð sig með ágætum að ég held ... skildi náttúrulega ekki orð frekar en fyrri daginn, en hrósaði honum fyrir frammistöðuna í dag. Ég og hann ætlum að mynda bólusetningarátakið á morgun hér í Bissá. Ég verð myndatökumanneskja með myndbandsupptökuvélina hans Jeffs, sem ég fékk að láni í gær. 


(Nú rétt í þessu var einhver fjandi að bíta mig og er ég að fá eitthvað sem líkist þriðja stigs brunasári eftir sígarettu á handlegginn og berst við að klóra mér ekki).


Jæja, á laugardaginn labbaði ég í tvo tíma um Bissá og uppgötvaði enn meira af þessari fátæklegu borg. Um kvöldið ætlaði ég að hitta Jeff, en hann beilaði. Aymar, sem ég fór með til Cacheu um síðustu helgi, hringdi í mig og minnti mig á það að ég væri boðin í afmæli systur hans sem haldið yrði þá um kvöldið. Ég sagðist myndu koma strax og lenti þá fyrst í 10 ára afmæli hjá frænku hans. Fólk hér er mjög duglegt við að bjóða manni í fjölskylduboð. Ég hef þegar farið í 2 barnaafmæli á einum mánuði. 


Síðar um kvöldið fórum við svo til systur Aymars sem var 43 ára og býr í Barracuda-hverfinu. Hún á steinhús og rafmagn, en ekki rennandi vatn. Hún hafði sett stóla og borð út  á bílastæði eða verönd. Borðin svignuðu undan kræsingum. Whisky var nóg af enda kalla ég hana the whisky woman. Hún heitir annars Feliz og er algjör partýkelling. Hún sagði mér m.a. að í þessu landi noti fólk hvert tækifæri til að slá upp veislu því að það er ekkert annað við að vera, ekkert bíó eða neitt slíkt. 


Svo fór ég á Cyper Café því ég hafði lofað að hitta Danina þar. Þau voru komin þegar mig bar að garði í geðveiku stuði eftir afmælið, en örfáar hræður aðrar voru á barnum. Ég hlammaði mér niður hjá Silvíu og Fernando og bróður hans. En þau spila saman í hljómsveit sem er með föst gigg alla laugardaga á Palace Hotel. Stuttu síðar fara Danirnir heim að sofa og 10 mínútum eftir það fyllist allt af fólki. Mig langaði mest að hringja í þá aftur en það var um seinan. Það furðulegasta var að yfirleitt er ég eina hvíta hræðan á staðnum, en þetta kvöld voru ekkert nema útlendingar. 


Ég verð að segja ykkur meira frá Silvíu. Hún er 23 ára söngkona frá Senegal og kærasti hennar er í Super Mama Djombo. Hún er með fallega glansandi kolbikasvarta húð og er algjör díva þegar hún syngur. Við höfum verið mestu mátar alveg frá fyrstu kynnum og hún tileinkar mér alltaf nokkur lög þegar hún treður upp á Cyper Café. 


Og nú kemur montið. Á sunnudaginn var ég hvorki meira né minna en fjórbókuð:

  • Jeff og Mike voru komnir í bæinn og buðu mér að hitta sig í löns
  • í afmælispartýinu hafði ég hitt gæja sem bauð mér í löns daginn eftir og ætlaði að bjóða mér upp á Cohiba vindla og romm frá Kúbu eftir matinn, en það hafði hann fengið frá Kúbanska konsúlnum hérna
  • ég hitti Polly, ensku stelpuna, sem bauð mér með sér og fleirum í sund á Azalay (eina sundlaugin sem ég hef prófað hérna)
  • á barnum kvöldið áður heimtaði Silvía að ég kæmi að sjá hana syngja í Campo Sueco (Swedish Compound) á sunnudeginum. 


Nú var úr vöndu að ráða, en þar sem Jeff og Mike eru svo skemmtilegir og við höfðum mælt okkur mót nokkrum dögum áður þá gat ég ekki svikið það. Við hittumst því og fengum okkur að borða. Því næst ákvað ég að við skyldum öll fara að hlusta á tónlist í Campo Sueco. Mig langaði líka að sjá staðinn því ég er á biðlista eftir íbúð þar ef eitthvað skildi losna á næstunni. 


Um kvöldið fór ég með könunum á portúgalskan veitingastað og rafmagnið fór tvisvar. Þar spunnust umræður um ör og að heyra þessa gæja segja sögur af örunum sínum ... þetta ör er eftir tiger-hákarl, þetta ör eftir að áll klauf þumalinn í sundur, og ég veit ekki hvað. Jeff á líka sögur við öllu, það er sama hvað það er, hann hefur prófað það. Hann var að bjarga dýrum eftir Tsunami, hann var að bjarga dýrum eftir fellibylinn Katrinu og svo framvegis. En hann er á þessum stöðum af algerri tilviljum þegar hlutirnir gerast. Í gær segir hann mér frá því þegar hann lenti í fangelsi á Íslandi! Tekinn fyrir ölvunarakstur. Um morguninn hafði birst viðtal við hann í DV og þarna sat lögreglustjórinn í Reykjavík með DV í höndunum að yfirheyra hann.

Hann sagði mér líka söguna af því þegar hann var næstum því drukknaður í höfninni í Vestmannaeyjum, en maðurinn hefur verið nálægt dauðanum oft og mörgum sinnum. Ekki samt ímynda ykkur að hann sé alltaf að segja sögur af sjálfum sér þó hann hafi lent í allflestu, ímynda ég mér. Þetta bara poppar upp úr honum svona við og við. Það er í raun fyndið því hann tekur ekkert eftir því að hann hafi verið að toppa allar aðrar sögur. Mike er svona lærlingurinn hans og hefur fylgt honum núna í 2 ár. En hann er líka mjög fyndinn og gerir grín að því hvað Jeff kann ekkert á allar græjurnar sínar.


Talandi um Kana ... Alltaf þarf Bush troða sér. Nú síðast í Afríku og auðvitað bara til að storka Kínverjum. Hann lét nú sem betur fer ekki sjá sig í Gíneu-Bissá. Þess má geta að Kínverjarnir eru þegar komnir með einhver ævintýri hingað til Gíneu-Bissá. Þeir eru að veiða skilst mér og reyna að finna olíu. Maður sér þá á götum úti og svo er a.m.k. einn kínverskur veitingastaður hérna. Hvernig var fjallað um þessa ferð hans í íslenskum fjölmiðlum? Sorry ég fylgist lítið með. Óskarinn fór m.a.s. framhjá mér þangað til í morgun. 


Skondnar myndir frá lífinu í Bissá:


Silvía að syngja og kærastinn á gítarnum.
Þessi litla geit fyrir utan hótelið mitt var ansi úrræðagóð.
Þessum bíl hafði verið klesst á staur og hér er auðvitað enginn sem sér um að hirða bílhræ. Það hlýtur einhver að hafa slasast í þessum árekstri.
Það má ekki á milli sjá hver á hvaða fingur, Jeff dýravinur eða simpansinn í Campo Sueco!

föstudagur, 22. febrúar 2008

Tíminn framundan og túrismi







Nú er liðinn tæpur mánuður síðan ég kom hingað og ég verð þunglynd af að hugsa um að einn þriðji ferðarinnar sé búinn!! Floginn burt og aðeins 2 mánuðir eftir. Þessir 2 mánuðir verða þó mjög spennandi. Íslendingarnir eru að koma núna 4. mars - sama dag og Brynja sys á afmæli - og verða í 6 daga. 7. mars verða útgáfutónleikar Super Mama Djombo. Fólkið býður með eftirvæntingu eftir tónleikunum en þau mega ekkert segja í fjölmiðla fyrr en viku fyrir tónleikana. Allt útpælt. Tónleikastaðurinn á að taka um 1500 manns. Síðan halda þau í tónleikaferðalag til Dakar, Íslands (listahátíð í Maí á Nasa), Þýskalands, Noregs og Svíþjóðar held ég og kannski Portúgals. Fyrir ykkur sem ekki vita þá var platan tekin upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar á Íslandi. 


Í miðjum mars kemur Freyr en þetta er í fyrsta skipti og hann heimsækir Afríku. Ég var að tala við konu sem vinnur hjá UNDP og hún hefur farið víða um Afríku en finnst alveg merkilegt hvað er nákvæmlega enginn innri strúktúr hérna í landinu. Maður sér það strax á umhverfinu. Samt eru möguleikarnir svo margir og landið hefur upp á margt að bjóða.


Rétt í þessu var ráðgjafi forseta landsins að bjóða mér með sér og fleirum út að borða. Ég var að hitta hann fyrir 2 mínútum, en hann þekkir greinilega eiganda hótelsins. Svona er auðvelt að kynnast fólki hérna!! Ég varð að afþakka því ég ætla að hitta Danina í kvöldmat og fara svo kannski á tónleika á Malaika hótelinu með Daniel. En ráðgjafinn og eigandi hótelsins ætla líka á þá. 


Ég gleymdi að segja frá því að síðasta sunnudag fór ég og skoðaði gömlu höfuðborg Gíneu-Bissá, Cacheu í Cacheu-héraði. Það var einmitt með vinum Karynu sem ég hafði hitt á barnum kvöldið áður og þau buðu mér með. Um var að ræða partý í stórri verksmiðju þar sem var endalaust af mat og áfengi. Ég og Aymar, sem bauð mér með, höfðum samt aldrei komið þangað og fengum gaur til að segja okkur sögu borgarinnar/þorpsins (það er ekki eins og maður geti keypt ferðahandbók hérna) og skoðuðum okkur um á meðan systir Aymars og fleiri drukkur wishky og bjór. Í partýinu var gaur sem ég sá svo í sjónvarpinu í fyrradag. Hann er yfir ferðamálabransanum hér eða eitthvað slíkt.


Cacheu var einn af fyrstu stöðunum í Afríku sem var numinn af Portúgölum og einn af fyrstu stöðunum sem þrælar voru seldir Vestur um haf. Þegar Portúgalarnir komu var hins vegar ekki um að ræða neitt sérstakt land heldur bjuggu þjóðernishópar í mismikilli sátt. Í Cacheu voru Fulani og Manjunco (minnir mig!) sitt hvoru megin Cacheu-árinnar. Fulani voru árasargjarnir og drápu Portúgalskan yfirmann landnema og fylgdarlið hans sem kom inn ánna á 40 bátum. Þetta var á 15.-17. öld. Manjunco átti í viðskiptum við Portúgali ásamt öðrum hópum í landinu. Smám saman blandaðist fólkið og ljósleit börn fóru að fæðast. Þá fundu Portúgalar Capo Verde sem var eyðieyja og þeim varð ljós að miklu betra var að stoppa þar með þrælana á leiðinni Vestur. Þeir fluttu þá höfuðborgina frá Cacheu til Capo Verde, en þá hafði Cacheu verið höfuðborg landsins í 200 ár. Næstu 100 árin fluttu margir Portúgalar til Capo Verde. Fólkið sem var blandað og ljósara yfirlitum naut meiri virðingar í samfélaginu og margir þeirra fluttu líka til Capo Verde. Þess vegna er fólkið frá Capo Verde miklu ljósara en aðrir á meginlandinu í dag. 


Eftir að Capo Verde hafði verið höfuðborg í einhverja tugi ára varð Bolama, eyja í Bisagos-eyjaklasanum, höfuðborg í nokkra tugi ára. Bissá hefur svo verið höfuðborg í einhverja tugi ára líka. Cacheu var því höfuðborg Gíneu-Bissá lang lengst, miklu lengur en Bissá. Portúgalir voru duglegir að reisa sér minnismerki eins og algent var í Evrópu á þessum tíma. Í dag má sjá virkið, sem Portúgalarnir reistu við strönd Cacheu, og í því liggja styttur eins og hráviði. Þeim var beinlínis hent inn í virkið því að eftir að Portúgalar fóru vildu Gínearnir ekki sjá þetta kjaftæði. Sjá myndir efst.

fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Herbergið mitt - MYNDIR

Sundlaugin sem ég hef ekki enn lagt í. Vatnið er soldið skítugt. Hinum megin við girðinguna er lókal ruslahaugur. Þetta er samt svo kósý hótel.
Eina sem ég hef keypt mér hérna - fínir skór og naglalakk! með afrísku-lampagrímuna í bakgrunni.
Hengið fyrir fataskápinn er sérstaklega áhugavert. Listaverkið er eftir eiganda hótelsins.
Litríka yndislega rúmið mitt og fallegir vasar.

þriðjudagur, 19. febrúar 2008

MYNDIR



Giacomo ljósmyndari að störfum í Oio héraði. Við vorum 3 daga i feltinu.

SMD hljómsveitaræfing

Tamarin í gamla hverfinu. Ég með Ameríkönunum, Tony og konunni hans.

Falleg hús í niðurníslu í gamla hverfinu.

Ágætlega hirt hús í gamla hverfinu.

Hugleiðingar um rafmagnsleysið II

Um helgina lærði ég algengt hugtak hér í GB. “Lus bai, Lus bin”. Þegar rafmagnið fer eða ljósið segir fólk “lus bai”, þegar það kemur aftur segir fólk “lus bin”. Fólk muldrar þetta og ypptir öxlum - því hvað er annað hægt að gera en að sætta sig við staðreyndir? Ég lærði aðeins síðar að þetta er einnig notað um vatnið “Aqua bai, Aqua bin”. Í sturtunni í morgun gat ég því muldrað “Heitt aqua bai .... .... Heitt aqua bin”. Mér dettur líka í huga að segja mætti “gsm-símalína bai, gsm-símalína bin”. Ójá þær eru stopular líka.


Heyrði sögu frá Dönunum í gær sem mér fannst sorglega skondin. Radiatorinn (rafgeymirinn?) sprakk hjá þeim fyrir nokkru og þá föttuðu þau: “Hvernig í andskotanum hringir maður í slökkviliðið hér??!!”. Þau fóru til nágrannanna og fengu leiðbeiningar um hvar slökkviliðið væri að finna. Þau hlupu þangað en þegar þau komu vissi slökkviliðið þegar af brunanum og höfðu sent lið á vettvang. Danirnir klóruðu sér í hausnum. Þá höfðu nágrannarnir farið á næstu útvarpsstöð og tilkynnt um brunann í útvarpið. Þannig fær slökkviliðið upplýsingar. Þannig að ef kviknar í þá hleypur maður á næstu útvarpsstöð ef brunaliðið er of langt í burtu. Svona gerast hlutirnir í þriðjaheims ríki með engan innri strúktúr, ekkert rafmagn og ótraustar símalínur. 

Heilsufarið II

Enn hef ég ekkert fengið í magann, ef frá er talin þessi hálftíma veiki einu sinni, sem ég rakti til klaka á barnum. Ég hef fengið mér klaka síðan en ekki fengið í magann. Malaríu-lyfin fara vel í mig og ég fæ engar aukaverkanir. Hef ekki fengið neitt alvarlegra en smá sár eftir skó og kannski þynnku (!!). Reyndar voru bitin á olnboganum ansi svæsin, en ég lifði það af og hef ekki fengið alvarleg bit síðan. Gleymdi að spreyja á mig í gær og fékk 2 bit en engin ofnæmisviðbrögð. Enginn sólbruni heldur, enda er ég mest megnis inni á daginn.

mánudagur, 18. febrúar 2008

Típískur dagur

Staðurinn sem ég borðaði á með Jeff, Mike, Fídel, Tony og fleirum á föstudaginn. Tony var yfirmaður hersins og getur gjörsamlega togað í alla spotta í landinu. Á kvöldin lokar staðurinn götunni og fólk borðar úti á götu. Á föstudögum er lifandi tónlist.

Ég vakna kl. 7:15. Hef mig til, fer niður og út í garð til að fá morgunmat, sem kemur yfirleitt seint. Ég geri ráð fyrir a.m.k. 20 mínútum í morgunmat því þjónustan í þessu landi er eins og hún er. Ég verð að setjast niður hjá creepy gaurnum því annað væri hallærislegt þar sem við þekkjumst núna. Hann er sá sem ég kynntist í bakaríinu um daginn. Ég kýs frekar að labba í vinnuna en að fá far með honum. 

Um leið og ég fer í gegnum hlið hótelsins er ég komin í fátæklegt hverfi (ekki fátækrahverfi að bissáskum standard, en mjög fátæklegt. Sá fátækrahverfi um daginn þegar ég heimsótti HIV verkefni). Labba um moldarveginn og passa að detta ekki um holur eða labba í dýra-no. 2. Þegar ég sé geiturnar og svínin labba í görðunum og á götunni hugsa ég til þess sem Ingibjörg Haralds nefnir í sjálfsævisögu sinni Veruleiki draumanna, sem ég er að lesa núna. Þar segir hún að á uppvaxtarárum hennar í Reykjavík rámar hana í að hafa séð beljur labba niður Vitastíginn. Ætli þetta hverfi verði einhvern tímann eins og Vitastígurinn er núna. Vitabar á horninu og Úðafoss aðeins neðar. Á kvöldin sé ég krakkana úti í leik og skil þegar þau segja við mig "Kuma ku bi nomi?", ég get svarað um hæl "Ami i Anna, kuma ku bi nomi?" Í morgun vildi eitt litlu barnanna endilega leiða mig, svo ég leiddi hann nokkra metra.

Ég kem loks að götunni þar sem Gambíska sendiráðið stendur meðal annars og fleiri ágæt hús. Ég labba þá götu í um 4 mínútur og beygi svo til hægri inn moldarveginn sem UN húsið stendur við. 

Í vinnunni heilsa manni allir með brosi og segja "Hæææ Anna. how are you?". Sumir testa tungumálakunnáttu mína með því að segja "Kuma kusta?". Ég stenst yfirleitt þessi próf og uppsker hlátur með því að segja "N sta bon, obrigado. Kuma?" Örugglega mjög bjagað.

Við Karyna tökum smá stelputal, spyrjum hvernig gærkvöldið/helgin hafi verið og yfirleitt fræðir hún mig um eitthvað í tengslum við Gíneu-Bissá, sem er mjög gott. Við erum saman í lokaðri skrifstofu og getum spjallað eins og við viljum, en þó vinnum við líka mjög vel saman. Getum alveg þagað og einbeitt okkur á milli spjallanna. Ég vinn yfirleitt til kl. 5:30-6:00. 

Þá fer maður kannski á kaffihús, heim og hittir svo einhvern í kvöldmat. Stundum les ég bók, skrifa blogg, horfi á sjónvarpið. Á eftir ætla ég að hitta Danina aftur úr Bandim-verkefninu. Þau ætla að sækja mig kl. 20:15 og ef ég þekki Dani rétt þá er best að vera tilbúin akkúrat þá. SMD æfingin er búin kl. 9 og þá ætlar Karyna eða Fernando að hringja í mig ef þeim langar í drykk eða eitthvað. 

Þetta er típískur dagur í lífi Önnu núna. 

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Besti staður í heimi

“Besti staður í heimi er í Guðs vilja” (The best place on earth is in gods will). Þetta er víst brasilískt orðatiltæki, en Karyna sagði mér þessi orð þegar ég var að segja henni frá því hvað mér líður vel hérna. Ég held hún hafi alveg rétt fyrir sér því mér líður nákvæmlega svona.


Núna er ég farin að þekkja Bissá miklu betur. Staðir sem ég fór á fyrstu dagana hér og virtust vera úti í buska er ég núna búin að staðsetja í götukortinu í huga mér. Ég veit alltaf í hvaða átt hótelið mitt er, vinnan mín og ég er búin að finna fullt af veitingastöðum og börum. Þó ég hafi ekki farið á nærri því alla.


Ég er farin að þekkja fólk úti á götu. Kannski ekki marga en þetta er allt að koma. Ég fór á Cyper Café bæði föstudags- og laugardagskvöld þessa helgina. Þetta er alveg yndislegur bar þar sem ég er farin að fíla mig sem fastagest. Á föstudaginn heyrði ég lag sem stakk mig alveg í hjartað. Það var einn af söngvurum Super Mama Djombo sem söng það en hann leggur mikið upp úr að tjá tilfinningar í söngnum, alveg eins og Karyna gerir líka. Mér finnst það einkenna söngvarana á þessum stað því ég skil ekkert um hvað lögin fjalla en einhvern veginn ef maður hlustar nógu vel með hjartanu skilur maður lagið.


Núna á mánudaginn byrjar hljómsveitin að æfa alla daga fyrir tónleikana sem verða í byrjun Mars. Restin af bandinu er að koma núna í lok mánaðarins og þá verða örugglega strangar æfingar. Ég er formlega boðin á allar æfingarnar, því eins og Karyna sagði þá eru allir frá Íslandi velkomnir á allar æfingar hjá Super Mama Djombo.


Karyna bauð mér í fjölskylduboð hjá sér í gærkvöldi. Það voru tvær áttræðar systur, tvíburar, sem eru systur Amilcar Cabral þjóðarhetjunnar hérna í Gíneu-Bissá. Ég fékk nóg að borða og skemmti mér konunglega þó svo enginn talaði ensku. Það er svo skrítið hvað við Karyna eigum sameiginlegt. Hún er jafngömul Brynju systur og systir hennar er jafngömul mér. Svo eiga þær bróður sem er árinu eldri en Siggi bróðir minn!! Þannig að það eru 10 ár á milli Karynu og bróður hennar alveg eins og milli mín og Sigga.


Svo er ég komin með samsærismanneskju í kaffidrykkju í vinnunni því við Karyna erum alltaf að plotta hvernig við getum reddað okkur kaffibolla. Stundum förum við niður í mötuneytið og kaupum okkur espressó og skiptumst á að splæsa. Stundum förum við inn á skrifstofu hjá einhverjum sem er með kaffivél og stelum okkur kaffi. Það er mjög gott að eiga eina vinkonu hérna - ég hef fundið það að ég er algjörlega háð því að eiga vinkonuspjall við og við. Svo hún hefur alveg bjargað mér.


Núna sit ég með hinn besta vin minn, Makkann, í portinu á nýja hótelinu. Klukkan er 11 og veðrið er yndislegt, eins og alltaf. Hlýtt og smá ferskt loft sem berst frá hafinu (myndi ekki ganga svo langt að kalla það golu). Ég er búin að finna minn sólbaðsstað hérna og lá úti í gær að lesa bók. Herbergið mitt er svo kósý. Það er meira en helmingi minna en það sem ég var með á hinum staðnum, en það er svo fallegt og stelpulegt. Það er heldur enginn séns að mús eða önnur kvikyndi kæmust inn til mín. Ég valdi herbergi á annarri hæð og þegar maður fer upp þá kemur maður fyrst inn í sameiginlega stofu og þaðan er hurðin inn í mitt herbergi. Svo er ekki pláss fyrir mús að skjóta sér undir hurðirnar (búin að ganga úr skugga um það).


Það eru listaverk á veggjunum, litríkir vasar og afrísk gríma sem er veggljós. Karyna sagði mér að listaverkin væru sennilega eftir eiganda hótelsins, Dínu. En hún er mjög fín, talar góða ensku og spyr mann hvort allt sé í lagi og hvort mann vanhagi um eitthvað. Karyna sagði að hún væri góð leikkona og söngkona líka. Ég hef nokkrum sinnum heyrt hana syngja með gaurum sem koma hérna með gítar og einhver hljóðfæri. Það er eins og þau séu á hljómsveitaræfingu hérna stundum. Alveg yndislegt á að hlýða.


Það er reyndar soldið skrítið set-up á sturtunni - eða sturtunum öllu heldur. Ég skrúfa frá og þá kemur vatn út um tvö sturtuhausa sem eru fastir við vegginn á móti hvor öðrum. Það er ekki eins og þrýstingurinn á vatninu leyfi það að dreifa honum svona yfir á tvo sturtuhausa sem er með engu móti hægt að nýta samtímis, því það eru svona 2 metrar á milli. Þetta minnir mig soldið á sturturnar í gamla gufubaðinu á Laugavatni og vandræðalegt móment sem ég átti þar. Við vorum nokkrir Íslendingar að ferðast með Stereolab um landið þegar hljómsveitin kom hingað að spila á Grand Rokk. Við fórum í gufubaðið og ég fer í sturtu og á móti mér er söngkonan í Stereolab. Það þyrmdi allt í einu yfir mig að ég stæði þarna á móti söngkonunni í Stereolab báðar kviknaktar í sturtu á Laugavatni. Ég dýrkaði þessa hljómsveit þegar ég sá þau á Reading Festival og á Roskilde... og núna stóðum við tvær naktar á móti hvor annarri. Þetta var svo skrítið móment að mér fannst eins og ég þyrfti að segja eitthvað. Eina sem mér datt í hug að segja var “you are so tanned”!!... kannski sagði ég líka eitthvað um hvað eg væri hvít í samanburðinum. Glaaatað komment. Allavega minna sturturnar mínar mig á þetta móment.

föstudagur, 15. febrúar 2008

STORTIDINDI!!!

... 'Eg er flutt!

'Eg akvad ad taka bara hefilinn a thetta og skipti um hotel i gaer. Eg gat ekki hugsad mer ad vera adra nott i musarholunni. Eg for og skodadi annad hotel sem er rett hja vinnunni, nema bara i hina attina. Eg akvad ad skipta strax, ganga fra ollu og flytja a noinu. UNICEF hjalpadi mer og fekk helvitis musarholuna nidur i verdi, bilstjorinn hjalpadi mer med toskurnar og keyrdi mig a nyja stadinn.

Eg tek tad fyrst fram ad nyja hotelid er bara 700 kronum dyrara, en tad er svoooo miklu betra:
  • Nyja hotelid er med heitt vatn (brungult a litinn en samt heitt! For i brungult bad i gaer og rafmagnid for af akkurat tha og eg turfti ad labba um i myrkrinu og leita ad vasaljosinu minu i farangrinum) vs. gamla hotelid var bara med kalt,
  • 2-3 sjonvarpsstodvar a ensku (t.d. frettastod!) og margar fleiri a arabisku, fronsku og fleiri tungumalum vs. 3 franskar stodvar,
  • avaxtasalat og nykreistur djus a morgnana vs. allt of sykradur dodgy djus og sma papaya.
  • haegt er ad borda morgunmatinn uti i fersku morgunloftinu vs. borda morgunmat upp a herbergi sem eg var farin ad gera a endanum,
  • fara i solbad og jafnvel stinga ser i litla sundlaug a godum degi vs. ad hafa svalir sem skyn aldrei solskyn a og snyr ut ad gotu, en tad skiptir ekki mali tvi ad tad er hvort ed er ekki haegt ad opna svaladyrnar,
  • adeins sudid i isskapnum, loftkaelingin og engispretturnar svaefa mann a kvoldin vs. loftkaeling med skringilegum hljodum, bilaumferd og MUSAGANGUR svaefa mann "ekki" a kvoldin!
  • a.m.k. 2 manneskjur skilja og tala ensku vs. einn gaur sem skilur sma ensku,
  • gott loft i herberginu vs. rykugt loft sem eg held ad se orsok hostans sem eg hef verid med undanfarid,
  • okeypis adgangur ad interneti frammi a gangi vs. enginn internet adgangur,
  • okeypis tvottur a fotum vs. ekki okeypis,
  • litid kosy herbergi, en sameiginleg stofa og fallegt lokal tar sem haegt er ad hitta folk vs. staerra herbergi sem er bara einmanalegt,
  • hlaupabretti og rodrataeki sem haegt er ad fara i okeypis vs. ekkert slikt,
  • moguleiki ad kaupa nudd fyrir ruman 1000 kr/klst. vs. ekki bodid upp a slikt,
  • bodid upp a kvoldverd a hotelinu ef madur vill vs. ad fara vandraedalega oft ein ut ad borda a Kaliste a kvoldin tvi hann var naest og madur vill ekki labba langt ein i myrkrinu,
  • fullt af litrikum koddum i ruminu, rosettur i loftinu og a veggjunum vs. rykugar myndir af blomum, brotnar flisar og glotud husgogn,
  • Eg ma vera med sertharfir um morgunmat og fa morgunkorn vs. eg lagdi ekki i tad ad spyrja hvort eg gaeti fengid eitthvad annad i morgunmat vegna tungumalaerfidleika, tad hefdi bara endan illa...
Eins og tid sjaid er tetta fyrirkomulag miklu betra og eg er i skyjunum. Tad er orugglega meira sem er betra og eg a eftir ad komast ad. Eg trui ekki ad eg hafi hyrst a hinum stadnum i 3 vikur. Eins gott ad eg fekk godan afslatt!

Mer lidur eins og a luxus hoteli nuna, midad vid hitt. Tad er to rett ad aretta tad fyrir ykkur sem hafa ekki komid til Afriku ta er tetta audvitad kannski ekki mikill luxus midad vid Vesturlond. Hotelid er tho afgirt med 2 vordum dag og nott. Strax og madur kemur ut er hverfid frekar fataeklegt, en eg labba i gegnum tad a leidinni i vinnuna. Bilaumferd er tvi litil nalaegt hotelinu og hljodlatt.

Goda helgi oll somun og aldrei ad vita nema madur geti bloggad beint um helgar nuna tegar eg kemst okeypis a netid a hotelinu!

Onnur stortidindi eru tau ad mer er bodid i party a morgun. Held tad se god helgi framundan.

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Eltingaleikur vid musina!

Eg er ordin verulega paranojud gagnvart tessum musum ... en greinilega ekki nog tvi ad i gaer reyndi eg ad leggja mig eftir vinnu (eftir 3 tima svefn nottina adur). Skannadi allt herbergid med vasaljosi, lagdi vid hlustir i myrkrinu og kveiki ljosid i hvert skipti sem eg heyri eitthvad grunsamlegt. Ad lokum tel eg vist ad eg se ein og sofna i svona klukkutima. Eg sef svo laust ad eg hrekk vid tegar eg heyri eins og klorad se i dynuna vid hausgaflinn. Eg kveiki ljosid og tek koddana fra veggnum. Skyst ta ekki musakvikyndid undan odrum koddanum og undir rum. Allir vodvar likamans stirna og mer verdur oglatt vid ta tilhugsun ad hun hafi verid vid hausinn a mer.

Eg stekk a faetur, loka hurdinni ad svefnherberginu og fer nidur. Tar sem eg er illa sofin og urill skammast eg i spodunum sem vinna a hotelinu. Mer er alveg sama tho teir skilji ekki helminginn af tvi sem eg er ad segja. A endanum hringir einn teirra i tann sem kann mest i ensku a hotelinu (og er by the way fraendi Daniels, kaerasti Karynu) og eg skammast i honum i simanum tangad til hann lofar ad koma og sja um malid. Hann utskyrir ad musagangurinn se vegna supermarkadarins sem er beint fyrir nedan.

Hann kemur og teir fara tveir upp i herbergi ad leita. Teir leita og leita og leita. Eg rek ta alltaf aftur inn i herbergid og laet ta ekki fara fyrr en teir hafa hrakid musina burt. Eftir um halftima leit i litla svefnherberginu finna teir musina i fataskapnum. Teir turfa ad taka oll fotin ut en hun naer samt ad fela sig. Nu gefast teir ekki upp tvi teir sau hana bregda fyrir lika. A endanum kemur hun i ljos og teir drepa hana med innisko. Taka hana svo upp a skottinu og fara med teim lofordum ad kaupa musaeitur daginn eftir.

Eg var svo aest eftir tennan eltingaleik ad eg vard ad taka svefntoflur til ad eiga sens a sma svefni. Samt sofnadi eg ekki fyrr en um klukkan eitt tvi eg var alltaf ad heyra eitthvad og kveikja ljosin. Eg vaknadi lika oft i nott og i eitt skiptid thottist eg sja musina i myrkrinu, en eg held tad hafi verid ofsjonir svefndrukkins huga mins. En allavega tha er eg illa sofin og paranojud. Eg er ad gaela vid tha hugmynd ad leigja mer betra hotelherbergi bara yfir helgina svo eg geti sofid almennilega.

miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Boltinn, draumar og hugleidingar um rafmagn

Skrifað 12. febrúar

Ég hef fengið svo gott feedback við blogginu að ég held bara ótrauð áfram og blogga frá mér allt vit. Það verður svo krossapróf úr því þegar ég kem heim!

Ég gleymdi að segja ykkur hvernig Afríkumótið í fótbolta fór. Þetta var alveg æsispennandi:
1. Egyptaland
2. Kamerún
3. Ghana
4. Fílabeinsströndin
Fílabeinsströndin var yfir Ghana fyrst, en svo endaði þetta í 4-2 fyrir Ghana ef ég man rétt. Ghana var auðvitað að halda mótið svo að það varð allt vitlaust á vellinum.

Eins og sum ykkar vita þá dreymir mig stundum alveg fáránlegustu drauma. Síðustu nótt dreymdi mig að ég færi með Frey í 12 Tóna í Reykjavík því að þeir voru með dagbókina mína. Afgreiðslumaðurinn var hálfkínverskur (og hálfur aríi) og talaði rosalega bjagaða íslensku. Hvað á þetta eiginlega að þýða??!!! Afhverju getur mig ekki dreymt drauma eins og Bergsteinn, sem ég vinn með heima, sem fær faðmlag frá gúrúinum sínum í draumi.

Ég er smám saman að læra meira í tungumálinu, þ.e.a.s. Kreól-Portúgölsku. Eins og t.d. Bon dia! Boa tardi! Bo noti! Kuma di kurpu? Kurpu sta bon. Alin li. N sta bon. Kuma ku bi nomi? Ami i Anna, ami i Islandaise. Skupla (sætt orð sem þýðir afsakið), Nau Obrigado (nei takk) Ee Obrigado (já takk)... o.fl. Svo er ég að nota frönskuna mína af einhverju ráði í fyrsta skipti á ævinni. Það er gaman að rifja það upp og alveg ótrúlegt hvað maður man.

Í gær hitti ég keikómanninn í hádeginu. Fórum á portúgalskan stað sem ég hef lengi ætlað að prófa. Við ræddum Árna Johnsen aðeins meira, Bush og írakstríðið, Makka, fasteignaverð og morðin á Leifsgötunni.

Eftir vinnu röltum við Karyna heim til hennar og tókum svo leigubíl á hljómsveitaræfingu Super Mama Djombo. Það var svaka stuð og ég komst að því að fyrir utan þessa 14 sem komu til Íslands þá eru 3 í viðbót í hljómsveitinni. Þau æfðu m.a. lagið Festa, sem Egill Ólafsson syngur með Karynu á plötunni. Ég gerði heiðarlega tilraun til að hlaupa í skarðið fyrir landa minn með poj poj utfaerslu. Það gekk auðvitað ekki. Það var einnig bresk stelpa á staðnum sem var að gera umfjöllun um hljómsveitina. Ég hafði einmitt séð hana taka myndir á karnivalinu og frétti að hún hefði selt þær til BBC (það má kannski finna það á netinu?!). Svo fór rafmagnið og þá lauk hljómsveitaræfingunni og allir pökkuðu saman í myrkrinu. Þetta er sá raunveruleiki sem bissáskar hljómsveitir búa við. Um daginn var ég á barnum að hlusta á lifandi tónlist þegar rafmagnið fór í miðju lagi.

Orðatiltækið “Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur” á vel við rafmagnið. Þegar rafmagnið hefur farið í einhverju ofsaveðrinu heima þá er það vissulega mjög skrítið .... maður ætlar að rista sér brauð, hita sér örbylgjupoppkorn, kveikja á útvarpinu til að hlusta á fréttir af rafmagnsleysinu! ... en fattar alltaf á síðustu stundu að það er ekkert rafmagn. Hér í Bissá er þetta samt öðruvísi því að rafmagnsleysið er svo rosalega yfirvofandi yfir öllu. Það er svo margt í samfélaginu sem fúnkerar hreinlega ekki vegna rafmagnsleysis. Engin götuljós, engir ljósastaurar, ekkert. Og þegar rafmagnið fer er það svo mikill partur af hinu daglega lífi, ekki eitthvað kósí atvik á miðjum vetri eins og heima.

Þó svo ég sé heppin að hafa rafmagn heima og í vinnunni, þá fer það samt stundum. Ég vakna við að slokknað hefur á loftkælingunni um nóttina við það að rafmagnið sló út. Tölvan hennar Karynu er ekki með svartan kassa eins og mín þannig að þegar rafmagnið dettur út í vinnunni hefur hún misst allt. Svo má nefna endalaus dæmi eins og erfiðleika UNICEF við að tryggja kælingu bóluefna í bólusetningarátökum, en þau hafa gripið til þess ráðs að fá rafmagn frá farsímafyrirtækjunum hérna. Eina ljósið í skólastofunum sem ég heimsótti í síðustu viku var frá opnum gluggum og þannig þurfa krakkarnir að læra.

Eg er búin að reyna í 2 daga að gefa herbergisþernunni þjórfé, en hún tekur það aldrei. Setti það mjög áberandi á koddann daginn eftir að hún hafði tekið gólfin í gegn að minni beiðni (sýndi henni myndina af músinni og útskýrði að það þyrfti að þrífa gólfið vel, maður vill ekki vaða í músaskít hérna).

Sofnadi ekki fyrr en kl. 4 i nott vegna hvelvitis musaræksnisins sem óð aftur inn a mig. Loftkælingin for ad gefa fra ser undarleg hljod og eg var alltaf ad vakna.

mánudagur, 11. febrúar 2008

16 dagar i GB

Skrifað sun. 10. febrúar
Nú hef ég verið 16 daga í GB! Metið mitt áður í Afríku voru tvær vikur í Kenía! Ég verð að segja að ég finn það mjög sterkt að ég er að gera það sem ég á að vera að gera í lífinu ákkúrat núna - þ.e. ég finn að ég er að lifa í örlögum mínum. Það er langt síðan ég hef verið svona afslöppuð og mikið ein ... og ég er alveg að fíla það. Ekki það að ég kynnist nýju fólki nánast daglega, mér finnst bara líka gaman að vera ein.

Vegna þess hversu mikið ég finn að ég eigi að vera hérna núna þá sakna ég Íslands ekki neitt. Sérstaklega þegar maður fréttir af veðurspánni!! Ég get ekki lýst því hvað veðrið hér er yndislegt ... 30-35 stiga hiti með svalri golu ... mmmm... yndislegt að sitja í skugganum og fara við og við og láta sólina skína á sig. Það á þó eftir að hitna, en ég meika það alveg.

Ég sakna samt ykkar allra, Freys, fjölskyldunnar, systkina minna og litla Baldurs og svo er ég auðvitað stundum í miiiikilli þörf fyrir vinkvennaspjall. En ég sakna samt ekki Íslands. Það var kominn svo mikill tími á það að ég færi burt í langan tíma. Á meðan flestir mínir vinir hafa farið til útlanda að vinna eða í nám hef ég verið heima. Nú er ég að tala um Þóru, Hugrúnu, Ásu, Kiddý, Fríðu, Brynju Dögg, Roald, Lóu, Kamillu, Sveinbjörgu, Brynju sys&Nonna, auðvitað Oddlaugu og ég er örugglega að gleyma einhverjum. Pælið í því!

Ég hef samt mikla þörf fyrir að hlusta á íslenska tónlist og er komin með æði fyrir Bubba. Hlóð niður Ást, Í sex skrefa fjarlægð frá paradís og Bellman plötunum hans áður en ég fór og elska að hlusta á þetta núna. Maðurinn er snillingur. Vill einhver skila því til hans frá mér? Þið sem eigið leið hjá GB á næstunni megid alveg koma með meiri Bubba handa mér .

Svo finnst mér nýi Amiinu diskurinn alveg frábær, mæli með honum. Enda valdi hinn góðkunni útvarpsmaður og skemmtikraftur, Freyr Eyjólfsson, hana plötu ársins í fyrra. Flestir aðrir völdu Heima með Sigur Rós, sem er auðvitað frábær líka, en Amiinu platan er snilld. Þetta er pottþétt með betri böndum Íslands núna og ég held þær séu ekki alveg að fá nógu mikið kredit fyrir hæfileika sína og það sem þær eru að gera.

Mig langar að koma með nokkrar tilkynningar ...

  • sendið mér endilega línu á abaldursdottir@unicef.org ef þið hafið fréttir að færa. Maður les það á internetinu að Þóra hafi skýrt strákinn Véstein (mjög flott nafn) og að Hugrún sé búin að eiga háruga stelpu (algjör dúlla)! Til hamingju elskurnar. Nú bíð ég bara eftir því hvað Hugrúnardóttir á eftir að heita. Svo vil ég fá sérstakan póst frá Fríðu þegar þar að kemur og ekkert rugl.
  • Brynja systir mín er með skemmtilegt blogg og ég þakka fyrir hlýjar athugasemdir í minn garð á blogginu hennar.
  • Takk fyrir að hringja mamma og pabbi. Það var svo gaman að heyra í ykkur. Endurtakið þennan leik við tækifæri. Ef ég hringi líka eftir kl. tíu á kvöldin er það miklu ódýrara fyrir mig svo verið viðbúin. Ég minni á að ég er í sama tímabelti og þið þarna uppi á Íslandi. Síminn er +245 67 47 157 (gsm).
  • Til að koma í veg fyrir misskilning þá er ég sennilega ekki búin að léttast um 2 kíló á einni viku. Pointið var að vigtin var svo gömul og riðguð (svona eins og var í gömlu sundhöllinni). En mér finnst nú að ég ætti að grennast aðeins þar sem þegar Mama Djombo fóru frá GB til Íslands bættu þau öll á sig. Þetta ætti því að virka öfugt á mig hérna! Ég borða ekki mikið, en þegar ég borða þá er maturinn allur í olíu, með majonesi og ekkert nema hvítt brauð, hvít hrísgrjón og franskar með. Ekki “eða”, ónei, “og”, já í flestum tilfellum er allt þetta með matnum. (Fékk samloku í dag í baguette-brauði með majó, tómatsósu, tómati, spældu eggi, frönskum og smá kjöti!!). Fólk frá GB finnst það ekki hafa borðað nema hafa sett ofan í sig svona kíló af hrísgrjónum með hverri máltíð. Maturinn er samt mjög góður hérna og það á víst við um flest lönd Vestur-Afríku, ólíkt því sem maður myndi halda.
  • Ég vil biðja Kamillu, Ollu og Fríðu að blogga oftar. Þær eru svo skemmtilegar! Ég er að reyna að fylgjast með hérna af kantinum.
  • Síðast en ekki síst færi ég sérstakar þakkir til Brynju Daggar Friðriksdóttir sem hlóð niður Nip Tuck, Prison Break, Private Practice og nokkrum bíómyndum á tölvuna mína daginn áður en ég fór. Ég hafði rosa lítinn tíma, en Oh my god hvað þessum mínútum var vel varið. Örugglega betur varið en að fara í bólusetningu í Mjóddinni, ég sver það. Ég er núna búin að horfa á allt efnið og ef þú ert í stuði, Brynja mín, þá máttu endilega skrifa eitthvað á disk fyrir mig og senda með Stefáni í byrjun mars eða með Frey í miðjum mars. Ef seinni hluti Prison Breaks er kominn þá virkaði ekki þáttur númer níu sem þú lést mig fá. Ég held svei mér þá að ég taki annan snúning á Nip Tuck, þetta eru svo miklir snilldarþættir. Brynja, ég elska þig! (mappan heitir ennþá “frá Brynju” og ég hugsa alltaf svo hlýlega til þín þegar ég opna hana).

Ég hef farið í langa göngutúra um helgar til að átta mig aðeins betur á borginni. Ekki þýðir að finna götukort svo þetta er eina leiðin! Ég næ smá tani og hreyfingu í leiðinni svo það er fínt. Ég kynnist alltaf einhverjum á leiðinni. Í dag kynntist ég Portúgala, Miguel (eða eitthvað), sem reyndist síðan vera skúringagaur á skrifstofunni. Svo við enduðum bara á því að segja “sjáumst á mánudaginn”. Ég kynntist líka pínu kreepy gaur sem er að vinna sem ráðgjafi í nokkrar vikur fyrir Matvælaáætlun SÞ. Fékk símann hjá honum og get farið út að borða með honum ef ég vil. Hann er líka með jeppa á sínum snærum. Þetta var sumsé í bakaríinu sem er nýja fattið mig hérna. Smakkaði bestu köku í heimi þarna í dag.

Í gær fór ég aftur á barinn í gamla hverfinu, Cyper Café, með nokkrum úr Mama Djombo. Hitti Ze Manel og er að fara á fund með þeim í æfingarhúsnæði þeirra á morgun (í dag). Það er svo gaman að fara með þeim á barinn því þau eru öll meira og minna að spila og syngja og þekkja alla sem spila. Maður er því á aðalborðinu, þið skiljið. Heyrði aftur yndislega fallega lagið hans Rui Sengere - þessi sem nær hátt upp með röddinni.

Svo setti ég mig loksins í samband við stelpu, Ane, í Bandim verkefninu í dag. En það eru danskir stúdentar sem eru að vinna í þróunarverkefni hér og var Baldur Steinn í samskiptum við þá þegar hann var hér. Það var gaur hérna á hótelinu sem gaf mér númerið hjá stelpunni. Við spjölluðum mikið yfir morgunmatnum á meðan hann var hér. Áður en hann fór setti hann miða með númerinu hennar undir hurðina hjá mér með þeim orðum að þau skildu hvernig það væri að vera ein hérna, búandi á hóteli og kunna ekki tungumálið. Nú ætlar Ane að hringja í mig því þau eru með danska gesti í vikunni og prógram öll kvöld.

laugardagur, 9. febrúar 2008

Komin aftur ur obyggdum!

Eg er komin aftur ur ferdalagi minu um landid. Eg var tvi fegnust ad komast aftur til Bissa; i mat, sturtu (to hun se kold) og klosett. Vid forum i afskekktustu thorp sem eg hef komid til, keyrdum langa og erfida (adallega erfida) vegi, en fundum alveg yndislegustu samfelog.

'A einum stad var unglidahopur sem breidir ut bodskap um menntun stulkna, vorn gegn HIV og fleira i theim dur. Tau sungu og donsudu fyrir okkur.

Vid heimsottum lika Koranic skola thar sem frjals felagasamtok hjalpa bornum sem hafa verid send i vinnuthraelkun til Senegal. UNICEF gaf theim motorhjol svo thau gaetu sott bornin til Senegal og er einnig ad fraeda foreldrana um hrikalegar adstaedur barnanna i Senegal.

A odrum stad hittum vid samfelag sem var svo akvedid i tvi ad byggja skola fyrir thorpid sitt ad tau voru byrjud ad bua til mursteina fyrir skolann. Virginia, sem er ser um menntaverkefnin a vegum UNICEF, sagdi teim reyndar ad bida eftir ad UNICEF kaemi steypunni til teirra eftir um manud tar sem tau verda ad steypa grunninn fyrst. Mursteinarnir vaeru heldur alls ekki nogu sterkir tar sem tau notudu bara lokal drullu til gerdarinnar. Vid saum gamla skolann teirra og fataekari skola"skyli" hef eg aldrei sed. Tetta litla skyli var allt byggt ur straum og grasi og var ad hruni komid. Eydileggst orugglega i naesta regntima. En orkan og metnadurinn i tessu folki heilladi mig svo. Allt thorpid fylgdist med tar sem vid vorum ad ljosmynda, um 100 manns. Eg held ad koma okkar hafi verid toppurinn a deginum teirra.

Svo forum vid i annad torp tar sem vid hittum thorpsleidtoga sem er virkilega ad skipta skopum. Hann hefur ferdast adeins og kom aftur i thorpid sitt til ad segja teim ad tau geti baett lifsskylirdin sin og nu er UNICEF ad fara ad vinna med teim. Hann helt sma readu fyrir folkid og allir hlustudu af athygli. Hann hafdi virkilega leidtoga-aru i kringum sig.

Mest um vert fannst mer to ad sja skolana sem byggdir hafa verid fyrir tilstudlan Baugs, FL Group og Fons. Eg sa skola i Cassaca i Tombali-heradi og svo i Capafa, i Cacheu-heradi. Tetta eru einir af faum skolum i landinu sem bjoda nam fra 1.-6. bekkjar. I Cassaca voru yfir 300 nemendur og i Capafavoru 433 nemendur.

I Capafa gafst okkur taekifaeri til ad spjalla vid bornin. Ein stelpan, Helena, kvad ser hljods tegar vid vorum ad fara og sagdi ad adur fyrr hefdu tau turft ad laera i svo slaemum skola en nuna vaeru tau komin i tennan goda skola og allt vaeri miklu betra. Tad heyrdist varla hvad hun sagdi, en einhverra hluta vegna kvad hun ser samt hljods. Bekkjarsystir hennar endurtok tad sem hun sagdi svo allir heyrdu. Tetta var mjog dullulegt og hjartnaemt. Kennarinn sagdi ad nu vildu allir vera i finu byggingunum og enginn vildi lengur vera i gamla husinu. En tad a eftir ad endurgera eina bygginguna.

Morg barnanna turfa ad labba halftima upp i tvo tima i skolann, en gera tad samt tvi teim finnst svo gaman ad vera i skolanum. Ekki nog med tad ta turfa tau ad bera vatn a hausnum a leidinni i skolann tvi tad er enginn vatnstankur i skolanum. Tegar tau koma i skolann nota tau vatnid til ad skola faeturna og til drykkjar yfir daginn.

Ljosmyndarinn sagdi mer ad herna i Afriku vaeru bornin svo vel upp alin ad hann gaeti alltaf skilid myndavelina sina eftir ohraeddur. Tau snerta hana ekki, heldur horfa bara forvitin a hlutinn. Honum ditti ekki i hug ad skilja hana svona eftir i Evropu, bornin faeru strax ad fikta.

Ad odru ... um daginn heyrdi eg thrusk i ruminu thegar eg lagdist a koddann. Eg helt ad um kongulo vaeri ad raeda svo eg kveikti ljosid en sa ekkert. Eg heyrdi svo aftur thrusk og helt ta bara ad tetta vaeri imyndun i mer og for ad sofa. Naestu nott heyri eg aftur eitthvad thrusk og kveiki strax ljosid. Vid koddann minn (!!!) se eg hvar litil edla (gecko) skyst undir rumid. Eg kveiki ljosin, set loftkaelinguna a fullt, spreyja eitri og geng ur skugga um ad hun se farin adur en eg leggst aftur a koddann. Hugsa med hryllingi til naeturinnar a undan tar sem eg let hana bara eiga sig.

Sidustu nott heyri eg aftur thrusk, en ekki i ruminu heldur i herberginu. Eg var viss um ad vinkona min vaeri komin aftur og kveiki ljosin, er med sma laeti og labba um og reyni svo ad sofna aftur. Onei, eg heyri hljodin aftur. Kveiki ljosin, se ekkert, slekk tau aftur. Tetta endurtekur sig nokkrum sinnum adur en eg se kvikyndid ... litla mus sem stekkur upp a bakpokann minn i horninu, kemur undan skrifbordinu og skyst svo ut ur herberginu. Eg stekk upp, gladvakna, klaedi mig og nae i naeturvordinn. Vid grandskodum alla ibudina med vasaljosi, set viftuna og loftkaelinguna a fullt, hann spreyjar heil oskop ut um allt. Nuna hef eg akvedid ad oll paranoja i mer eigi rett a ser. Tad liggur alltaf eitthvad ad baki. Hvad verdur tad naest veit eg ekki. Eg aetla a.m.k. ad fara med vasaljos um allt herbergid adur en eg fer ad sofa, setja viftuna i gang frammi og loka hurdinni ad svefnherberginu!

þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Myndir

Afsakid hvad eg hef verid leleg ad setja inn myndir. Thad er algjort hell ad bida eftir tvi ad taer fari inn og eg kemst ekki alltaf a netid og vil helst ekki gera tetta i vinnunni (einmitt vegna tess ad tetta tekur svo langan tima). Thess vegna er eg lika bara med taer litlar. En eg setti inn nokkrar myndir sem eiga ad fylgja gomlum postum, t.e. herna fyrir nedan. Skrollid nidur og sjaid hvernig geitin endadi og fra fostudagstjuttinu.

Er nuna ad reyna ad hlada inn myndum af karnivalinu a myndasiduna mina.
Ein mynd af afrikudrottningunni

Ymislegt og fleira

Mánudagur, 4. feb.

Karnivaldið í dag var geggjað. Allt í einu var ákveðið að maður þurfti ekki passa til að taka myndir svo ég smellti af þangað til batteríið kláraðist. Vegna karnivalsins lokar allt kl. 13 svo fólk komist leiðar sinnar úr vinnunni því götunum er lokað upp úr þrjú. Þetta var því stuttur vinnudagur.

Ég fór þó til UN læknisins í kjallaranum í dag vegna bitanna á olnboganum. Ég svaf illa, vaknaði upp klórandi mér, tók eina ofnæmispillu, en var samt aftur orðin slæm um morgunin. Allur handleggurinn er aumur! Einhverra hluta vegna vildu þau vigta mig þarna hjá lækninum (samkvæmt vigtinni hef ég lést um 2 kíló á viku eða eitthvað álíka!), mældu blóðþrýstinginn og hitann. Ekki fyrr var ég spurð hvað amaði að mér. Ég gekk út með tvær tegundir af pillum í bréfi og kremtúbu.

Ég kynntist enskri stelpur hérna um daginn, Polly, sem hefur búið hérna í ár eða svo. Borðaði með henni, Jeff og kærastanum hennar, sem var hótelstjóri Malaika þegar það var stofnað, í kvöld. Hún sagðist þekkja Kreól kennara sem ég ætla mér fara til ef ég pirrast illa yfir málleysinu.

Á morgun fylgi ég ljósmyndaranum eftir. Við byrjum á því að skoða HIV verkefni í Bissá ... HIV er alltaf soldið erfitt og það venst ekki. Á miðvikudaginn förum við austur til Bafata og suður til Cassaca i Tombali-héraðinu seinni partinn þar sem við munum gista. Svo förum við beina leið til Bissá, gistum þar, förum svo norður til Oio héraðsins allan föstudaginn.

Ég mun því ekki komast mikið á internetið. Yfir og ut!

Karnivalid byrjar

Skrifad sunnud. 3. febrúar

Ég kíkti á karnivalið og það var kreiiiisí. Nú er ég gjörsamlega að missa mig hérna í Afríkunni. Alveg eins og spilaspáin sagði stelpur (wink wink). Mannfræðingurinn í mér missti legvatnið þegar hann sá Groupo de Fula, Groupo de Manjunco, Groupo de Balanta, etc. í göngunni. Balantarnir voru flottastir, allir með hvítt duft um allan líkamann og hringi eða dekk um sig og hringlur fastar á ökklana. Reyndar var Groupo de Bisagos líka mjög flott. Það voru litlir krakkar og strákarnir voru allir með horn á höfðinu, útúrskreytt og með staf sem þeir lömdu taktfast í jörðina. Stelpurnar gengu til hliðar með perlur fléttaðar í hárið. Vildi að ég hefði getað tekið myndir. Trumbusláttur og flautur allstaðar, fólk að dansa og allir í stuði.

Ég verð að viðurkenna að Íslendingurinn í mér var aðeins hissa á því að sjá unglingsstúlkur berar að ofan í litlum mini strápilsum einum fata smurðar í hálfgulri olíu. Ég hélt í 2 sekúntur að þetta væru tréstyttur, svo fóru þær að hreyfa sig og mér brá ekkert smá. Heima á Íslandi fylgir því svo mikil skömm og pína að þroskast úr stelpu í konu, fá brjóst, byrja á túr og allt þetta bla. Kynjafræðin var m.a.s. með kenningar um þetta tímabil og útskýringar á því afhverju þetta væri - er nú samt ekkert að fara út í það hér. En hérna voru þær sumsé bara alveg ófeimnar fyrir framan alla.

Kaliste er veitingastaður sem ég fer oftast á. Þar er hægt að fá gott kaffi líka. Ég var að rölta hjá karnivalgöngunni þegar Daníel kemur aftan að mér og við röltum eitthvað um og skoðum gönguna, hann splæsti kaffi á Kaliste og reyndi að sannfæra mig um að koma aftur á klúbb í kvöld. Ég er bara einum of þreytt núna. Verð líka að hvíla mig fyrir næstu viku því það gæti verið að þá fari ég um landið með Pirozzi, ljósmyndaranum, og skoði verkefni. Hitti hann áðan og náði að redda honum myndapassa fyrir karnivalið á morgun sem ég vissi að einn á skrifstofunni væri með.

Ef ég fer með honum hef ég tækifæri til að scouta aðeins fyrir heimsókn íslensku styrktaraðilanna og þeirra spænsku, og kannski finn ég eitthvað gott fyrir DRN líka. Í lok febrúar verður UNICEF með þriðju og síðustu umferð af stífkrampa bólusetningu í landinu. Það gæti líka verið að ég fari og kíki á verkefni fyrir norðan þar sem verið er að smigla drengjum frá GB yfir til Senegal til að betla, undir því yfirskyni að það sé verið að senda þá í nám um kóraninn. Þeir eru kallaðir “talibes” og UNICEF er að reyna að hjálpa þeim og fræða fjölskyldurnar um þær aðstæður sem drengirnir lenda í.

Ég verð líka að segja frá því að í fyrradag heimsótti ég alnæmisverkefni hérna í Bissá. Um er að ræða samtök sem fara heim til sjúkra, styðja þau, gefa þeim mat, lyf og ráðgjöf. Einnig fara þau með þeim á spítala ef fjölskyldan hefur afneitað þeim. Við ræddum við eina starfskonu þarna og hún hafði einmitt þá um morgunin verið að hjálpa strák að fá blóðgjöf, en fjölskyldan vill ekki sjá um hann svo hann hefur bara þessi samtök. Hún var algjör massi þessi stelpa, jafngömul mér og hefur bjargað mannslífum. Bókstaflega. Hún var ein þriggja kvenna sem komu opinberlega fram með HIV sjúkdóminn í sjónvarpinu hérna í október síðastliðnum. Það vakti víst mikla athygli og hefur bæði hjálpað þeim að brjóta ísinn í því stigma sem umlykur sjúkdóminn en einnig lentu þær í ásóknum eftir þetta. UNICEF er núna að hugsa um að styrkja þessi samtök og fara að vinna með þeim.

Í dag þurfti ég aðeins að súpa seyðið af kæruleysi mínu með klakana á barnum í gær þar sem ég fékk aðeins í magann í fyrsta skipti.

Nordmennirnir:


Skrifað um kvöld, sunnud. 3. feb.

Nígería og Ghana, sem heldur Afríkuboltann í ár, voru að leika í dag. Allir héldu með Nígeríu. Ég horfði sko á boltann með öllum hinum í litla sjónvarpinu í Elkó hérna niðri, því að ég var að bíða eftir Daníel sem nennti að labba með mér um bæinn í karnivalinu. Daníel býr í næsta húsi og er mjög mikill spaði, vægast sagt. Hann nennti að labba með mér í gær og aftur í dag. Síðan fórum við heim til hans og náðum í geisladiska til að spila í tölvunni minni. Ég downloadaði þessum 23 ára gaur sem söng á barnum á föstudaginn.

Karnivalið var ekkert sérstakt í dag. Það var eiginlega engin ganga eða neitt skipulagt. Það voru bara unglingar út um allt með glimmer framan í sér eða eitthvað flipp. Ég tók þó nokkrar myndir.
Ég átti svo dinner-date með Jeff, keikómanninum, og hans vinum í kvöldmat. Ég hitti þá af tilviljun á Kaliste í morgunkaffinum mínu og svo hringdi hann í mig og bauð mér með þeim um kvöldið. Daníel fylgdi mér til hans eins og herramaður því að það var komið myrkur. Fólk hefur alltaf fylgt mér eftir myrkur, það er bara venjan. (Nefni þetta sérstaklega fyrir mömmu og pabba).

Við, þ.e. ég, Jeff, Mike og tveir í viðbót plús tveir lókal, fórum á æðislegan, risastóran útibar og fengum okkur tvo áður en við fórum á einhvern einkarestaurant hjá manni sem heitir Fernando. Ég er komin með bit dauðans á öxlina, hnéð og olnbogann, sem er orðinn þrefaldur. Fernando þessi kom með alkóhól og klaka í handklæði handa mér, sem bjargaði mér alveg. Jeff, sjávarlíffræðingurinn eða eitthvað sem hann er og hefur komið til yfir 150 landa og verið bitinn af flestu, sagði mér upp og ofan af því sem gæti hafa bitið mig og ráðleggingar í framhaldinu.



Við fengum grillað kjöt á spjóti, rosa gott, rauðvín og brennivín þeirra bissábúa, sem ég held að sé gert úr sykurreyr. Ég smakkaði nú ekki mikið þar sem ég fer í vinnuna á morgun, en nóg til að finna að þetta brennivín var eins og sápa á bragðið.

Við Jeff töluðum og töluðum. Hann veit meira en ég um Ísland þessi maður, allavega um hafið í kringum okkur. Hann getur talað um allt frá sædýrasafninu í Hafnarfirði, þegar stöð 2 kom, bjórinn var ekki leyfður, til sjálfsmorðahrinunnar á Húsavík, pylsunnar, nýja tónlistarhússins og Árna Johnsen. Ekkert smá gaman að tala við hann. Það er ekki spurning að ég mun sigla með þeim á næstunni. Það er víst rukkað ansi mikið fyrir að fara til Bisagos eyjanna og þarna er ég með ókeypis ferð og góðan félagsskap. Jeff sagðist meira að segja borga taxann minn þar sem þeir myndu pikka mig upp því fyrirtækið þeirra borgar allt! Jaha.

Annars labbaði ég alveg fullt í dag. Fann Bandim (stóra markaðinn), lókal pedicure konuna, og bara svona almennt skoðaði mig um í hverfinu. Allir segja að þetta sé nú lítil borg og ekkert mál að rata, en þetta er samt enn pínu ruglingslegt. Í fyrsta lagi hef ég ekki fengið tækifæri til að explora mikið og í öðru lagi þegar ég hef farið langt út fyrir mitt litla horn er það mest að næturlagi (með taxa eða öðru fólki, engar áhyggjur).

laugardagur, 2. febrúar 2008

Bissáska tjúttið



Það er ótrúlegt að hugsa til þess að ég sé bara búin að vera hér í eina viku - Mér líður eins og þetta sé mánuður. Það er svo margt búið að gerast og ég hef upplifað svo margt. Lífið hér verður alltaf betra og betra, og var gærdagurinn sá besti hingað til ...


Það var auðvitað föstudagsfjör á skrifstofunni sem byrjaði rúmlega eitt. Við fengum geitapottrétt, grillaða geit (sja mynd), kúskús, grænmeti, bjór, rauðvín, gos, rosalega góðan bissáskan djús og fleira. Svo var tónlistin sett á fullt og allir byrjuðu að dansa og fara í konga. Þetta var algjör snilld.

Þegar ég er að fara kemur Nina, yndisleg samstarfskona, til mín og segir mér að Dulce verði með tónleika á Hótel Malaika um kvöldið! Dulce er algjört legend í GB, syngur með Super Mama Djombo og var á Íslandi í Nóvember. Malaika er á næsta horni við gistiheimilið mitt svo ég kem við þar á leiðinni úr vinnunni, hitti Dulce og kaupi miða.


Því næst fór ég heim að reyna að leggja mig því ég hef þurft að vakna svo snemma alla vikuna og var örþreytt eftir allt ævintýrið við að byrja að vinna á nýjum stað og koma mér fyrir hérna.


Fernando kíkti við rétt áður en tónleikarnir byrja og við verðum samferða á Malaika. Þar hitti ég Karinu, Atchuchi og fleiri sem voru á Íslandi. Það var ekkert smá gaman og skrítið að sjá alla hér í Bissá. Tónleikarnir voru frábærir. Við sátum úti, drukkum bjór og hlustuðum á tónlist. Karina tók lagið og fleiri góðir líka. Kærastinn hennar Karinu, Daniel, bjó í Svíþjóð í ár og gat talað við mig á sænsku, mjög spes.




Dulce i godum filing med donsurum



Daniel, Karyna og Fernando ad horfa a tonleikana

Því næst var farið á barinn. Hann var ekkert smá töff. Þetta var svona Kaffibar þeirra Bissábúa en þó litríkari og með lifandi tónlist. Þjónustan var þó jafn léleg, en það er soldið algilt hérna. Það vildi svo til að þetta kvöld komu svo margir af tónleikunum að það var svona crem du la crem af tónlistarfólki og söngvurum GB á staðnum. Strákur sem hafði verið samferða okkur frá tónleikunum tók lagið. Hann er 23 ára og upprennandi söngvari í landinu, svo tók Karina lagið, karlsöngvari Mama Djombo sem var á Íslandi (man ekki nafnið), einhver legendary gamall söngvari (sem var æði) og einn annar sem er mjög frægur hér, en hann söng eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt. Hann náði svona Jónsa í SigurRós-tónum og þetta var svo dáleiðandi rödd. Það var geðveikt stuð á barnum, allir tóku þátt, klöppuðu og voru í góðum fíling. Ég vildi að ég gæti skilið meira því fólk er alltaf eitthvað að grínast í hvort öðru og hlæja.


Nóttin var enn ung og við héldum á diskótek eftir þessa snilld á barnum. Þetta var staður ofan í kjallara, með risa bar, dansgólfi og sófaplássi - mjög töff. Staðurinn var troðinn og allir dönsuðu sveittir við taktfasta tónlistina. Ég lét að sjálfsögðu ekki mitt eftir liggja og fór á dansgólfið. Daniel var farinn að dansa fyrir mig Justin Timberlake meets Usher áður en langt um leið. Ég var alveg með rythmann í mér skal ég segja ykkur. Ég held það hafi hjálpað að hafa verið í afró á sínum tíma þó svo þarna er maður kannski ekki alveg svo ýktur. Tónlistin og dansinn er líka blanda af afríku og portúgölsku/spænsku, finnst mér.


Það var ekki mikið úrval á barnum en ég sá glytta í redbull og ákvað að skella mér á vodka-redbull, en þann drykk hef ég ekki fengið mér síðan við Oddlaug máluðum Austur-Evrópu rauða á sínum tíma. Ég er orðin svo kærulaus að ég var ekkert að taka risaklakana úr drykknum. Norðmennirnir (hef hitt þrjá Norðmenn hérna sem voru í email sambandi við okkur á Íslandi áður en ég fór - einn frá GB og tvo blondínu Norðmenn) voru með okkur, þ.e. Espen og Mamadou, og við Espen vorum eina hvíta fólkið á staðnum.

Ég lenti aftur í því á klúbbnum að fá meira til baka, eða þannig. Gaurinn á barnum gat ekki skipt peningnum og skuldaði mér þá 2000 cheffera. Ég bara tók drykkinn og hélt áfram að dansa við barinn og spjalla við fólk. Eftir nokkrar mínútur lætur hann mig fá 2000 cheffera og segir að ég eigi inneign á barnum upp á 2000 cheffera ef ég vilji! ótrúlegt!


Staðurinn var í rosalega flottu hverfi í labbfæri frá hótelinu mínu. Gamla portúgalska nýlenduhverfinu. Þó það hafi verði soldil synd að sjá hvernig þessi fallegu hús hafa drabbast niður.


Ég held ég hafi komið heim um fimm leytið. Þvílíkt stuð!


Karnivalið er byrjað og mun fara stigvaxandi til mánudags eða þriðjudags. Búið er að loka ákveðnum götum því að það er svo fullt af fólki. Maður verður víst að fá leyfi til að taka myndir svo ég veit ekki hvort ég get reddað því. Á staðnum í gær sá maður fólk í halloween búningum og ein búð hérna í götunni er að selja halloween-like búninga fyrir krakka. Þetta verður eitthvað mjög spes.


Ég verð að segja að þessa stundina er ég mjög sátt við að vera hérna, er eiginlega alveg að fíla það í tætlur. Ég hef ekki verið neitt stressuð eða kvíðin og veðrið er svo gott, virkilega mátulegt og notalegt, og fólkið hérna er einhvern veginn svo yndislegt. Götusalarnir voru soldið ágengir fyrsta daginn, en eru núna bara farnir að láta mann í friði eða heilsa manni. Ég keypti inneign á símann minn um daginn fyrir 9000 cheffera úti á götu og gaurinn var svo ánægður að hann heilsaði mér þvílíkt glaður næst þegar hann sá mig. Svo er það stelpan með fínu flétturnar sem ég keypti appelsínurnar af fyrsta daginn og svo aftur banana um daginn brosir til mín. Labbið í vinnuna er yndisleg 5 mínútna gangur á hverjum morgni. Gæjarnir á hótelinu eru algjörir spaðar og gaman að fylgjast með þeim missa sig yfir fótboltanum. Ég er farin að kunna á leigubílasystemið sem eg mjög spes (þeir fara með marga farþega í einu og maður verður að segja hvert maður ætlar og ef hann á leið hjá þá tekur hann mann upp í)... o.s.frv.