föstudagur, 25. apríl 2008
Heilsufarid III
Tad maetti segja ad magapestin hafi baett svortu ofan a gratt, tvi ad fyrir hafdi eg naelt mer i 50 flugnabit uti a eyjunum. Flugurnar eru litlar og heita Melga. Taer elska ad bita folk i fullu tungli og eg vard helsta fornarlamb teirra a Rubane-eyju.
Sidasti vinnudagurinn
Tegar vid vorum a leidinni fra Bafata a manudaginn keyrdum vid framhja Balanta folki sem var ad fylgja karlmonnunum i thorpinu ut i skog tar sem teir munu gangast undir umskurd og adra rituala i 3 manudi. Konurnar og bornin voru gratandi a vegkantinum a medan karlarnir donsudu i laufpilsum og bordu a drumbur. Balanta samfelagid er vist mjog karllaegt tar sem teir mega haga ser eins og teim synist tangad til um 40 ara aldur. Ta gangast teir undir fyrrnefnt ritual (og umskurd!!) og verda ad haetta ad haga ser eins og strakar og verda abyrgir karlmenn. Einn bilstjori UNICEF er Balanta og hann dro tad eins og hann gat ad gangast undir tetta ritual. Svo vard pressan of mikil og hann vard ad taka ser fri til ad fara ut i skog i 3 manudi.
Tar sem i kvold er sidasta fostudagskvoldid mitt i Bissa aetla eg ad fara a uppahaldsbarinn minn i gamla hverfinu med ollum. Jeff og Mike verda i baenum, somuleidis Polly og svo aetlar Karyna ad koma lika. Mig langar helst ad borda a sidustu fostudagsmaltidina mina a Tamar, sem er rett hja. A morgun er planid ad fara ut a eyjarnar til tridjudags. Svo a eg flug eftir viku.
Eg er med mjog blendnar tilfinningar, en eg finn ad eg er alveg tilbuin ad koma heim. Tad bidur min svo margt skemmtilegt heima lika.
mánudagur, 21. apríl 2008
Ekki í sambandi
fimmtudagur, 17. apríl 2008
miðvikudagur, 16. apríl 2008
Executing the mission

Sjavarliffraedingurinn Mike tekur litlu sjaldgaefu sjavarskjaldbokuna ur burinu, sem sja ma fyrir aftan hann.
Anna heldur a hetjunni. Skelin var ordin mjuk thvi hun hafdi verid svo lengi i ferskvatni.
Skjaldbokunni komid fyrir i bala. Eftir nokkra tima verdur hun komin til vina sinna a Rubane-eyju.
Thad var almennileg kvedjuathofn i gardi hotelsins i morgun. Allir voru maettir til ad segja bless. Janet helt raedu thar sem hun oskadi henni godrar heilsu, langlifi og margra afkvaema. John gerdi eina aumingjalega atlogu til ad lata okkur haetta vid tvi hann er svo hraeddur vid systur sina sem a hotelid (en hun er i frii - hehe).
Bless bless litla skjaldbaka. Godu morgunverki lokid.
mánudagur, 14. apríl 2008
Save the Sea Turtle Mission og fleira
Til hamingju með stórafmælið Benedikt afi (90 ára, hvorki meira né minna). Mikið er ég heppin að hafa svona langlíf gen í mér. Eins og ég sagði þá vildi ég óska að ég hefði verið þarna með allri familíunni. Bestu kveðjur.
Vinnan
Ég sit á hótelinu með kasjú hnetur í annarri og Sagres bjór í hinni. Vinnudagurinn var langur. Nú er ég að undirbúa komu Óla Rögg myndatökumanns sem ætlar að heimsækja verkefni með mér til að taka upp fyrir Dag Rauða Nefsins á Íslandi. Við ætlum að taka upp mjög viðkvæm málefni, þ.e. HIV verkefni og mansal á börnum, sem er stórt vandamál hér í GB.
Í síðustu viku komu í kringum 50 börn í heimsókn á skrifstofuna. Þau eru frá samtökum sem heita SOS Talibes, en Talibes eru þau börn kölluð sem hafa verið tekin frá Gíneu-Bissá og látin betla á götum Dakar eða vinna í bómullar eða hnetu verksmiðjunum í Senegal. Sum þeirra voru þar í miklu harðræði í mörg ár. Þau voru svo miklar dúllur, enda mörg þeirra tekin af því þau eru talin vera góðir betlarar, með sín stóru saklausu augu. Ég tók vídeó myndir af þessarri heimsókn og vonandi verður hægt að sýna það í þættinum í nóvember.
UNICEF hefur unnið í því að koma þeim aftur yfir landamærin, gefa þeim skjól, fæði, klæði, sápu, vatn og annað slíkt. UNICEF hefur einnig unnið mikið starf í því að fræða samfélögin, lögreglu, landamæraverði og vörubílstjóra (af því þeir eru svo mikið á vegunum og eru í aðstöðu til að sjá flutning á börnum) og ekki síst fjölskyldurnar um aðstæður barnanna í Senegal til þess að þau verði ekki send í burtu. Þegar þau eru komin aftur til GB þarf að finna fjölskyldur þeirra og fylgjast með því hvernig þau aðlagast samfélaginu á nýjan leik. Við verðum að reyna að segja sögu þessarra barna og sýna fram á hvað verkefni UNICEF skipta miklu máli í nokkurra mínútna myndbandi.
Save the Sea Turtle Mission
Ég og Janet sem vinnur hjá UNDP, er í UNBWWSFGBIS og gistir á sama hóteli og ég, höfum einsett okkur að bjarga litlu sjávarskjaldbökunni sem þau halda hér í búri á hótelinu. Við höfum fengið sjávarlíffræðingana í lið með okkur, en þeir segja að hún lifi bara af í 3 vikur í ferskvatni. Ég spurði John, sem er framkvæmdastjórinn hérna, hvenær þau hefðu fengið hana og hann sagði 3 vikur!! Ég sagði honum að ef hann leyfði okkur ekki að taka hana myndi hún hvort eð er deyja þá og þegar. Auk þess sagði ég að það væri ekki þeim til framdráttar að hafa skjaldbökuna til sýnis fyrir erlenda gesti því í flestum löndum fer fólk í fangelsi fyrir svona lagað. Svona skjaldbökur eru í útrýmingarhættu.
Fólkið hérna á hótelinu kann ekkert að hugsa um sjávarskjaldbökuna. Ég sá fransbrauð fljótandi í vatninu hérna um daginn. Að ráðum Jeffs gaf Janet henni salatblöð og hún hefur verið miklu líflegri eftir það.
Þau borguðu um 2000 kr fyrir hana og við Janet borgum þeim það bara ef það er eitthvað vandamál. Jeff og Mike eru að fara út á eyjarnar á morgun og þeir munu taka hana með sér, bókað mál. Eina sem við þurfum er blautt handklæði og kassi. Þeir ætla líka að skoða aðstæður hinna skjalbakanna og hvort þær geti lifað í þessu umhverfi.
Á morgun munum við því hleypa af stokkunum Save the Sea Turtle Mission.
(maður hefur nú ekki verið sjávarlíffræðingur í einn dag fyrir ekki neitt!)
laugardagur, 12. apríl 2008
Mikilvæg tilkynning
Júhú. Kasjú-hnetu tímabilið er byrjað líka. Sölubásarnir eru fullir af stórum, safaríkum, brakandi, ristuðum kasjú-hnetum sem bráðna í munninum á manni. Ég verð að koma með nokkra poka heim. Ef það verður pláss í töskunni minni kem ég líka með Maza-Guava, Guanabana-djús og mangó.
Kasjú-hneturnar bætast á listann yfir það sem ég á eftir að sakna, sem og bjór á 100 kall. En á móti kemur að ég á eftir að vera fegin að losna við endalaus hljóðin í generatorum alls staðar og maurana sem skríða um á skrifstofuborðinu mínu.
Annars er það að frétta að ég sá kveikt á fimm ljósastaurum hérna um daginn. Fyrir ykkur sem þekkja til þá var það rétt hjá Benfiga/Papa Loca veitingastaðnum. Ég var ekkert smá hissa - eiginlega var þessi sjón pínu fyndin. Það er erfitt að lýsa tilfinningunni.
Ég er búin að vera á frönskukartöflu-bjór-hrísgrjóna-og-fransbrauðs-kúrnum hérna og hef grennst um 5 kíló. En svo þau komi ekki strax aftur hef ég ákveðið að fara á 6 vikna BootCamp námskeið þegar ég kem heim. Skráning hefst 14. apríl - námskeið byrjar 5. maí. Einhver geim? Hvet sérstaklega þá sem hafa brotið fitumúrinn eftir veturinn heima (wink-wink). Um að gera að koma sér í bikiníform fyrir sumarið!
TILKYNNING!!!
Ég hef ákveðið að gerast sjávarlíffræðingur í eina viku og seinka heimferð minni - sorry. Ég verð þá samferða Jeff og Mike til Lissabon 2. maí (á samt eftir að ganga frá því) og ætla að eyða 4-5 dögum þar með þeim. Mig langaði að skoða Lissabon meira en hefði ekki nennt því ein.
Þetta var eiginlega einföld ákvörðun þegar ég hugsaði málið aðeins. Sko, í fyrsta lagi þá hef ég verið hér í 3 mánuði og þarf minn tíma til að slaka á og hugsa um reynslu mína í ró og næði áður en ég kem heim. Í öðru lagi veit ég alveg hvernig þetta yrði ef ég færi héðan beint af skrifstofunni hérna á föstudegi, kæmi heim á laugardegi og myndi byrja að vinna aftur á mánudegi í geðveikinni sem er hjá UNICEF á Íslandi. Ég yrði bara þreytt, úrill, leið og í ójafnvægi. Í þriðja lagi er mjög erfitt að ferðast um Bijagos-eyjarnar og mér býðst einstakt tækifæri að geta farið og siglt um eyjarnar mér að kostnaðarlausu ... verið á eigin bát og farið út um allt. Maður lætur ekki svona tækifæri fram hjá sér fara. Svona hlutir bjóðast bara einu sinni á ævinni og mig langar alveg svakalega að skoða eyjarnar meira. By the way, við verðum með base á Rubane eyju! Eigum við að ræða það eitthvað.
SMÁAUGLÝSING!!!
Ef einhver vill kaupa heilt karton af sígarettum á rúman þúsund kall skal ég líka koma með það heim, ef það passar í töskuna. Fyrstir kommenta fyrstir fá!!! (Marlboro eða Marlboro Light?).
mánudagur, 7. apríl 2008
Sjávarlíffræðingur í einn dag
Á föstudaginn var fundur haldinn hjá UNBWWSFGBIS (Unaccompanied beautiful white women stuck in freaking Guinea-Bissau). Hann var haldinn á veitingastaðnum Tamar yfir hvítvínsflöskum og grilluðum smokkfiski. Ýmis mikilvæg mál voru rædd, s.s. viðreynslur svartra karlmanna. Fundinum lauk á Cyper Café yfir gin og tónik.
Draumur rætist
- Veðrið, sólin og atlantshafsgolan, og að geta setið úti án þess að vera kalt
- Vinir mínir sem ég hef eignast hérna
- Samstarfsfólkið mitt, yndislegar manneskjur
- Brosandi börnin sem kalla "branco branco" þegar þau sjá mig, hlæja og skríkja
- Cyper Cafe, barinn sem ég fer alltaf á
- Ferskir ávextir, mangóið sérstaklega
- Yndislegt viðmót fólksins
- Afslappelsið á öllu hérna og almenn tilvera
- Lyktin af brennandi rusli
- Opin skolpræsi
- Að skilja ekki tungumálið
- Hvíta helvítis baguette brauðið
- Lyktin af moskító spreyinu (... sem minnir mig á það)
- Hæg þjónusta á veitingastöðum
- Vatns- og rafmagnsleysið (Ég tek það þó fram að mér er farið að finnast ljósastauraleysið frekar sjarmerandi faktor í Bissá. Maður sér stjörnurnar).
- Skordýr, mýs, rottur og allt það
föstudagur, 4. apríl 2008
leaving the land of nothing
Eg er farin ad sakna Islands soldid, en eg fae samt sting i hjartad tegar eg hugsa um hvad eg a faa daga eftir i Gineu-Bissa.
Eg er med blendnar tilfinningar. Eg vildi oska ad eg vissi hvenaer eg kaemi aftur hingad, tha vaeri thetta ekki eins erfitt. Eg er farin ad undirbua brottfor mina, t.e. taka fleiri myndir og video af lifinu minu, plotta leid til ad komast aftur ut a eyjarnar og fleira i teim dur.
Snipp.
fimmtudagur, 3. apríl 2008
Faer i flestan sjo
Her med tilkynnist ad Holmfridur Anna Baldursdottir hefur lokid baedi "Basic security in the field - staff safety, health and welfare" og "Advanced Security in the Field". Nu er eg faer i flestan sjo tvi eg laerdi ... rett vidbrogd i gislatoku og vid checkpoints, hvernig a ad fordast malariu, HIV og adra sjukdoma, hvernig a ad tryggja oryggi mitt heima og i vinnunni, hvernig a ad hondla stress, slys, areitni, ofbeldi, barnahermenn, aestan mug, etc., oryggissystemid innan UN, hvernig a ad meta ogn og draga ur haettunni, og fleira og fleira.
miðvikudagur, 2. apríl 2008
M'Pili Bissau
M'pili er eiginlega Papelska (fra etniska hopnum Papel, sem a raetur i og vid Bissa) svo thetta er ekki beint Kreol nafn, heldur Papel nafn, sem er bara flottara! Annars er stelpa "badjuta" a kreol-portugolsku og vid Karyna kollum hvor adra Badjuta bonita a hverjum degi.
þriðjudagur, 1. apríl 2008
Vedurfrettir

Thad er sumse ad verda verulega heitt og rakt i Gineu-Bissa thessa dagana. Vegna rakans er skyggnid ekkert serstaklega gott - eda allavega var tad tannig um sidustu helgi.
Til gamans ma geta ad a Islandi er hitastigid um 30 gradum laegra eda um 5 gradur og vindstigin na haest 20 stigum i vikunni. Skyjad fram eftir, en sol a fostudag og laugardag.
(Heimild: BBC Weather Centre)