SORRY HVAD EG SKRIFA MIKID NUNA... HER ERU SIDUSTU DAGARNIR I HNOTSKURN...
25. janúar 2008
Hvar á ég að byrja ... frá því ég lagði af stað í snjónum á Íslandi og kom hingað á Aparthotel Solmar í Bissá hefur margt á þessa tvo daga mína drifið. Í fyrsta lagi var ég með of mikinn farangur sem hefur kostað mig cirka 35 þúsund (!!!!) krónur. Þar af rukkaði Icelandair auðvitað 30 þúsund. Eg hélt ég ætlaði ekki lengra og hafði áhyggjur af því að ég myndi aldrei sjá farangurinn minn í Lissabon. Þegar ég kom til London hafði ég bara rúma klukkustund til að tékka mig inn og finna flugið mitt. Þá hafði starfsmaður TAP Portugal bara farið vegna þess að prentarinn fyrir boarding passana virkaði ekki!
ég fór sem leið lá inn í terminal 2 og sá þá mér til léttis að fluginu mínu hafði verið seinkað. Eg hafði þá tíma til að byrgja mig upp af moskítóspreyjum, roll-on og ýmsu öðru sem fælir flugur frá. Og var svo gáfuð að fara að hliðinu þar sem TAP var að koma farþegum í annað flug og fékk boarding passann minn þar.
Eg og töskurnar komu til Lissabon í 10-15 stiga hita. Hótelið mitt var á besta stað í bænum, á torgi á milli aðalverslunargötunnar og Barrio Alto-hverfisins. Þegar ég ætla svo í rólegheitum að skoða hverfið sé ég ekki það ógeðslegast sem ég hef nokkurn tímann augum litið. Það var betlari sem var með svo svakalegan húðsjúkdóm eða kýli að þetta var eins og annar haus sem vall út úr andlitinu á honum, rautt og krumpað. Þetta var svona, tja, hundraðfalt verra en ég ímynda mér að fílamaðurinn hafi verið og ég hef alltaf fengið hroll þegar ég husa um hann, frá því ég var lítil. Ég var ekki sú eina sem tók sveig fram hjá greyið manninum skal ég segja ykkur.
(nú verð ég að hætta ... Sylvana hjá unicef var að hringja og segja mér að það sé önnur kona hér á hótelinu sem vann einu sinni hjá unicef og að ég eigi að finna hana. spjalla og svo kemur Sylvana að borða með okkur). By the way, fékk símakort og númer um leið og ég kom. Síminn er +245 67 47 1 57! Og vinnusiminn er +245 20 35 81 (ext.)160.
Lissabon er rosalega falleg, eins og blanda af Barselóna og Róm. Ég náði útsölu í H&M og keypti smá þar. Þar sem ég er að furða mig á því afhverju svona fáir séu úti í miðri borginni sé ég að hópur af fólki hafði safnast saman á torginu rétt við hótelið. Ég labba þangað og er þá ekki sjúkrabíll á miðri götunni og læknar að reyna hjartahnoð á manni sem lá hreyfingarlaus á götunni. Hann hefur sennilega endað sína ævidaga þarna á torgi Lissabon. Hugsið ykkur dauðdaga. Eins og að detta dauð niður á Lækjartorgi. Jæja, eftir þessa skrítnu uppákomu labbaði ég um Barrio Alto og fékk mér pasta með spínati og osti. Svo til að toppa kvöldið kom ég auga á dúfu sem hafði verið keyrt yfir. Þannig var nú kvöldið mitt í Lissabon.
Seinni partinn kem ég í steikjandi hita til Bissá. Ég kynntist bandaríkjamanni, Jeff, í flugvélinni sem sá um að Keikó var fluttur til Íslands. Er verið að djóka í mér - þvílík tilviljun. Hann hafði oft komið til Íslands, þekkti fullt af fólki og hafði verði út um allt. Er hér í Gíneu-Bissá í 3-4 mánuði að skoða einhverja höfrunga og ég get hringt í hann ef mig langar að kíkja í siglingu um Bisagos eyjarnar einhverja helgina. Jeff ætlar svo til Húsavíkur næsta sumar.
Það vill svo til að ég er núna fyrstu dagana á hóteli á móti staðnum þar sem passamynd dauðans var tekin af mér hér um árið. Þeir sem hafa heyrt þá sögu muna hana. Hún er of löng til að tíunda hér. Sja mynd:
Fékk mér lókalpening, frankcheffar, keypti appelsínur, kredit á símann, cashew hnetur, kex og vatn. Þetta er allt hér á sama horninu. Eg held ég sé í miðbænum, allavega má heyra í fólki og tónlist núna þegar ég sit hér kl. 11 á föstudagskvöldi í hótelherberginu.
Það er erfitt að lýsa borginni, moldarvegir, gamlar bíldruslur eða bens jeppar, litlir kofar á gangstéttunum þar sem konur selja appelsínur, banana, hnetur og fleira. Þetta er lítil borg og vekur soldinn ugg svona fyrir nýkomna vestræna konu.
Eg borðaði áðan með fólki frá unicef og fleirum. Mest um vert fannst mér að hitta konuna sem er hér á hótelinu líka. Hún er nefnilega frílans og skrifar fyrir myndabanka unicef. Fyrir ykkur sem ekki vita þá nota ég sögurnar hennar mest þegar ég er að skrifa fréttabréf heimsforeldra og fleira í þeim dúr. Svo mér finnst þetta ekkert smá merkilegt. Ekki nóg með það heldur er Pirozzi að koma hingað!!! Hann er aðalljósmyndarinn á myndabankanum og vinnur með Juliu, sem srifar sögurnar. Ef þið skoðið fréttabréfin, ársyfirlitið og netið sjáið þið myndirnar frá honum. Stundum finnst mér að unicef sé eins og lítið þorp. En heimsókn þeirra er auðvitað rosalega gott fyrir unicef í landinu því að efnið frá þeim er notað svo víða og gæti vakið athygli.
Eg hlakka ekkert smá til að takast á við þau verkefni sem bíða mín á skrifstofunni. Við ræddum það aðeins yfir matnum og það eru svo spennandi tímar framundan.
Karnival verður í landinu næstu helgi og hreyfingarátakið sem Baldur Steinn sagði mér frá er alltaf á laugardögum, þá er gengið að flugvellinum og tilbaka. Byrjað kl 7 um morgunin til að ná smá svölu veðri. Sæi það gerast á Íslandi.
26. janúar
Mér leiðist. Ég er búin að labba út um hverfið. Þetta er soldið kaótískt og ég á erfitt með að átta mig á nýjum stað án götukorts. Hér hafa göturnar varla nafn! þannig að þetta á eftir að taka smá tíma.
27. janúar
Í dag byrjaði ég á því að hitta juliu í morgunmat, fór svo með henni á skrifstofuna og komst þá loks á netið til að láta vita af mér og skoða fréttir af borgarmálunum. Horfði á allt beint (eða reyndi það, nettengingin var ekki upp á sitt besta, en nógu góð).
Svo um þrjú leytið fór ég í nýja sundlaug með Jolene sem er að vinna hjá unicef og litlu þremur strákunum hennar. Nú eru sumsé þrjár sundlaugar í Bissá og nágrenni. Ein léleg og tvær ágætar, er mér sagt.
Það var ekkert smá gott fyrir mig að fara með í sundið; gat slakað almennilega á og farið í smá sólbað. Uppgötvaði einmitt í gærkvöldi þegar hún hringdi í mig til að bjóða mér með að ég hafði gleymt að taka sundföt í þessum 40 kíló farangri sem ég burðaðist með yfir hálfan hnöttinn. Einnig gleymdi ég að kaupa sólarvörn í Boots. Keypti nóg af malaríuflugnafælum en enga sólarvörn! Kom reyndar með einhverja afganga að heiman svo ég var með nóg fyrir daginn en engan veginn fyrir 3 mánuði í þessari sól. Búin að tékka í einum súpermarkaði en þeir áttu því miður enga sólarvörn, sem kom mér ekki á óvart, en ég held samt í vonina um að það sé til í einni annarri búð. Anyways, ég reddaði sundfötum með nærbuxum sem ég fjárfesti í á útsölunni í H&M í Lissabon og skorubolnum mínum.
Ég endaði kvöldið á Kalisto-veitingastaðnum með Juliu. Fékk mér fisk og papriku-kebab á stöng með soðnum baunaspírum og gulrótum með hvítlauk. Í eftirrétt fékk ég mér súkkulaðibúðing. Ekki amalegur sunnudagsmatur. Ég er að útlista þetta vegna þess að ég bjóst við að fá svo vondan mat (vegna þess að síðast þegar ég var hér fékk ég ekki eina góða máltíð), þannig að það er að koma skemmtilega á óvart. Í morgunmat fékk ég mér Papaya-ávöxt, sem ég var búin að afskrifa eftir skítabragðið af honum á kúbu, en hér var þetta ljúfengasti ávöxtur. Reyndar var hann það eina góða við morgunmatinn en hey maður vinnur ekki alltaf.
Afríkumótið í fótbolta stendur sem hæst og fyrir ykkur sem hafa áhuga þá burstaði Fílabeinsströndin Benín um daginn 4-1 og mér sýndist áðan að Túnis mynda hafa yfir í leiknum við Suður-Afríku. Hérna á horninu fyrir neðan hótelið (mótttakan og morgunverður eru á fyrstu hæð, en öll herbergin á annarri) er Elkó þeirra bissábúa og þar sér maður alltaf hóp af strákum fyrir utan gluggann að horfa á leikinn í eina sjónvarpinu sem er í gangi inni í búðinni. Um daginn voru örugglega 30 strákar í einum hnapp fyrir utan gluggann.
25. janúar 2008
Hvar á ég að byrja ... frá því ég lagði af stað í snjónum á Íslandi og kom hingað á Aparthotel Solmar í Bissá hefur margt á þessa tvo daga mína drifið. Í fyrsta lagi var ég með of mikinn farangur sem hefur kostað mig cirka 35 þúsund (!!!!) krónur. Þar af rukkaði Icelandair auðvitað 30 þúsund. Eg hélt ég ætlaði ekki lengra og hafði áhyggjur af því að ég myndi aldrei sjá farangurinn minn í Lissabon. Þegar ég kom til London hafði ég bara rúma klukkustund til að tékka mig inn og finna flugið mitt. Þá hafði starfsmaður TAP Portugal bara farið vegna þess að prentarinn fyrir boarding passana virkaði ekki!
ég fór sem leið lá inn í terminal 2 og sá þá mér til léttis að fluginu mínu hafði verið seinkað. Eg hafði þá tíma til að byrgja mig upp af moskítóspreyjum, roll-on og ýmsu öðru sem fælir flugur frá. Og var svo gáfuð að fara að hliðinu þar sem TAP var að koma farþegum í annað flug og fékk boarding passann minn þar.
Eg og töskurnar komu til Lissabon í 10-15 stiga hita. Hótelið mitt var á besta stað í bænum, á torgi á milli aðalverslunargötunnar og Barrio Alto-hverfisins. Þegar ég ætla svo í rólegheitum að skoða hverfið sé ég ekki það ógeðslegast sem ég hef nokkurn tímann augum litið. Það var betlari sem var með svo svakalegan húðsjúkdóm eða kýli að þetta var eins og annar haus sem vall út úr andlitinu á honum, rautt og krumpað. Þetta var svona, tja, hundraðfalt verra en ég ímynda mér að fílamaðurinn hafi verið og ég hef alltaf fengið hroll þegar ég husa um hann, frá því ég var lítil. Ég var ekki sú eina sem tók sveig fram hjá greyið manninum skal ég segja ykkur.
(nú verð ég að hætta ... Sylvana hjá unicef var að hringja og segja mér að það sé önnur kona hér á hótelinu sem vann einu sinni hjá unicef og að ég eigi að finna hana. spjalla og svo kemur Sylvana að borða með okkur). By the way, fékk símakort og númer um leið og ég kom. Síminn er +245 67 47 1 57! Og vinnusiminn er +245 20 35 81 (ext.)160.
Lissabon er rosalega falleg, eins og blanda af Barselóna og Róm. Ég náði útsölu í H&M og keypti smá þar. Þar sem ég er að furða mig á því afhverju svona fáir séu úti í miðri borginni sé ég að hópur af fólki hafði safnast saman á torginu rétt við hótelið. Ég labba þangað og er þá ekki sjúkrabíll á miðri götunni og læknar að reyna hjartahnoð á manni sem lá hreyfingarlaus á götunni. Hann hefur sennilega endað sína ævidaga þarna á torgi Lissabon. Hugsið ykkur dauðdaga. Eins og að detta dauð niður á Lækjartorgi. Jæja, eftir þessa skrítnu uppákomu labbaði ég um Barrio Alto og fékk mér pasta með spínati og osti. Svo til að toppa kvöldið kom ég auga á dúfu sem hafði verið keyrt yfir. Þannig var nú kvöldið mitt í Lissabon.
Seinni partinn kem ég í steikjandi hita til Bissá. Ég kynntist bandaríkjamanni, Jeff, í flugvélinni sem sá um að Keikó var fluttur til Íslands. Er verið að djóka í mér - þvílík tilviljun. Hann hafði oft komið til Íslands, þekkti fullt af fólki og hafði verði út um allt. Er hér í Gíneu-Bissá í 3-4 mánuði að skoða einhverja höfrunga og ég get hringt í hann ef mig langar að kíkja í siglingu um Bisagos eyjarnar einhverja helgina. Jeff ætlar svo til Húsavíkur næsta sumar.
Það vill svo til að ég er núna fyrstu dagana á hóteli á móti staðnum þar sem passamynd dauðans var tekin af mér hér um árið. Þeir sem hafa heyrt þá sögu muna hana. Hún er of löng til að tíunda hér. Sja mynd:
Fékk mér lókalpening, frankcheffar, keypti appelsínur, kredit á símann, cashew hnetur, kex og vatn. Þetta er allt hér á sama horninu. Eg held ég sé í miðbænum, allavega má heyra í fólki og tónlist núna þegar ég sit hér kl. 11 á föstudagskvöldi í hótelherberginu.
Það er erfitt að lýsa borginni, moldarvegir, gamlar bíldruslur eða bens jeppar, litlir kofar á gangstéttunum þar sem konur selja appelsínur, banana, hnetur og fleira. Þetta er lítil borg og vekur soldinn ugg svona fyrir nýkomna vestræna konu.
Eg borðaði áðan með fólki frá unicef og fleirum. Mest um vert fannst mér að hitta konuna sem er hér á hótelinu líka. Hún er nefnilega frílans og skrifar fyrir myndabanka unicef. Fyrir ykkur sem ekki vita þá nota ég sögurnar hennar mest þegar ég er að skrifa fréttabréf heimsforeldra og fleira í þeim dúr. Svo mér finnst þetta ekkert smá merkilegt. Ekki nóg með það heldur er Pirozzi að koma hingað!!! Hann er aðalljósmyndarinn á myndabankanum og vinnur með Juliu, sem srifar sögurnar. Ef þið skoðið fréttabréfin, ársyfirlitið og netið sjáið þið myndirnar frá honum. Stundum finnst mér að unicef sé eins og lítið þorp. En heimsókn þeirra er auðvitað rosalega gott fyrir unicef í landinu því að efnið frá þeim er notað svo víða og gæti vakið athygli.
Eg hlakka ekkert smá til að takast á við þau verkefni sem bíða mín á skrifstofunni. Við ræddum það aðeins yfir matnum og það eru svo spennandi tímar framundan.
Karnival verður í landinu næstu helgi og hreyfingarátakið sem Baldur Steinn sagði mér frá er alltaf á laugardögum, þá er gengið að flugvellinum og tilbaka. Byrjað kl 7 um morgunin til að ná smá svölu veðri. Sæi það gerast á Íslandi.
26. janúar
Mér leiðist. Ég er búin að labba út um hverfið. Þetta er soldið kaótískt og ég á erfitt með að átta mig á nýjum stað án götukorts. Hér hafa göturnar varla nafn! þannig að þetta á eftir að taka smá tíma.
27. janúar
Í dag byrjaði ég á því að hitta juliu í morgunmat, fór svo með henni á skrifstofuna og komst þá loks á netið til að láta vita af mér og skoða fréttir af borgarmálunum. Horfði á allt beint (eða reyndi það, nettengingin var ekki upp á sitt besta, en nógu góð).
Svo um þrjú leytið fór ég í nýja sundlaug með Jolene sem er að vinna hjá unicef og litlu þremur strákunum hennar. Nú eru sumsé þrjár sundlaugar í Bissá og nágrenni. Ein léleg og tvær ágætar, er mér sagt.
Það var ekkert smá gott fyrir mig að fara með í sundið; gat slakað almennilega á og farið í smá sólbað. Uppgötvaði einmitt í gærkvöldi þegar hún hringdi í mig til að bjóða mér með að ég hafði gleymt að taka sundföt í þessum 40 kíló farangri sem ég burðaðist með yfir hálfan hnöttinn. Einnig gleymdi ég að kaupa sólarvörn í Boots. Keypti nóg af malaríuflugnafælum en enga sólarvörn! Kom reyndar með einhverja afganga að heiman svo ég var með nóg fyrir daginn en engan veginn fyrir 3 mánuði í þessari sól. Búin að tékka í einum súpermarkaði en þeir áttu því miður enga sólarvörn, sem kom mér ekki á óvart, en ég held samt í vonina um að það sé til í einni annarri búð. Anyways, ég reddaði sundfötum með nærbuxum sem ég fjárfesti í á útsölunni í H&M í Lissabon og skorubolnum mínum.
Ég endaði kvöldið á Kalisto-veitingastaðnum með Juliu. Fékk mér fisk og papriku-kebab á stöng með soðnum baunaspírum og gulrótum með hvítlauk. Í eftirrétt fékk ég mér súkkulaðibúðing. Ekki amalegur sunnudagsmatur. Ég er að útlista þetta vegna þess að ég bjóst við að fá svo vondan mat (vegna þess að síðast þegar ég var hér fékk ég ekki eina góða máltíð), þannig að það er að koma skemmtilega á óvart. Í morgunmat fékk ég mér Papaya-ávöxt, sem ég var búin að afskrifa eftir skítabragðið af honum á kúbu, en hér var þetta ljúfengasti ávöxtur. Reyndar var hann það eina góða við morgunmatinn en hey maður vinnur ekki alltaf.
Afríkumótið í fótbolta stendur sem hæst og fyrir ykkur sem hafa áhuga þá burstaði Fílabeinsströndin Benín um daginn 4-1 og mér sýndist áðan að Túnis mynda hafa yfir í leiknum við Suður-Afríku. Hérna á horninu fyrir neðan hótelið (mótttakan og morgunverður eru á fyrstu hæð, en öll herbergin á annarri) er Elkó þeirra bissábúa og þar sér maður alltaf hóp af strákum fyrir utan gluggann að horfa á leikinn í eina sjónvarpinu sem er í gangi inni í búðinni. Um daginn voru örugglega 30 strákar í einum hnapp fyrir utan gluggann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli