þriðjudagur, 1. janúar 2008

Byrjuð að blogga!




Blogg þetta er hluti af afmælisgjöf Brynju, Daggar og Kamillu til Afríkudrottningarinnar Önnu. Tilgangurinn er augljós, að fá fréttir af pæjunni þegar hún heldur til Afríku, nánar tiltekið til Guinea Bissau, þar sem hún mun dvelja í þrjá mánuðu og halda áfram að bjarga börnum heimsins. Við stofnuðum einnig ljósmyndasíðu fyrir dömuna sem hún mun vonandi nýta sér til að miðla myndum af sér við líf og störf í G-B. Tengill á síðuna er hér til hliðar.

Það er ósk okkar að Anna verði dugleg að nýta sér tæknina svo vinir og vandamenn geti fylgst með ævintýrum og upplifun hennar í Afríku.

Og enn og aftur...til hamingju með árin 30!

Brynja, Dögg og Kamilla

Engin ummæli: