Þegar ég rölti heim úr vinnunni í dag voru a.m.k. 40-50 gaurar fyrir utan Elko að horfa á boltann. Þegar ég hætti að horfa var 1-1 á milli Namibíu og Ghana.
Það tók mig um 15 mínútur að láta starfsmann hérna á hótelinu skilja að ég hafði gleymt koddanum mínum þegar ég var að skipta um herbergi í morgun. Það er alveg agalegt að vera mállaus. “Je habite chambre sis, mais maintenant je habite au numero dis. Mais je ne pas find moi pillow. trés importante. This pillow non bon. no moi pillow. Je viex moi pillow.” Kata Ham gaf mér litla bók sem heitir worldless travel book og er með myndum af allskyns hlutum, þannig að maður bara bendir. Svo ég fór niður í lobby vopnuð bókinni og gat bent á koddann “moi pillow”. Þetta tók samt sinn tíma. Hann sagðist redda þessu domaini/á morgun og ég var svo svekkt út í sjálfa mig. Nema hvað síðan bankar hann upp á hjá mér áðan og hafði fundið elsku koddann minn.
Ég er búin að vera að lesa mér til um Gíneu-Bissá núna síðustu dagana og í ljósi þeirra vandamála sem blasa við í þessu landi virðist sem vandamálin heima verði hreinlega hjákátleg. Nefnum sem dæmi:
- Vegna þeirra umræðna sem hafa verið í gangi að undanförnu um skipan Þorsteins Davíðssonar í héraðsdómarasæti þá langar mig ad nefna ad her skipar forsetinn alla níu héraðsdómarana og hann hefur þannig í raun algjört vald yfir þeim.
- Svo eru það borgarmálin. Hérna eru svo tíð skipti í stjórninni eða í háum og lágum stöðum hja hinu opinbera ad það er erfitt fyrir unicef að halda úti verkefnunum sínum.
- Svo eru það kjaradeilurnar. Hérna hafa kennarar, heilbrigðisstarfsfólk og í raun allir á vegum hins opinbera ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Það er mjög algengt, enda fer fólk í oft í verkföll en það þýðir auðvitað lítið þar sem það er enga aðra vinnu að fá fyrir marga.
- Fólk gæti kvartað heima yfir vinnuaðstöðu sinni, tölvunni sinni (ég meðtalin) og fleiru. Hérna er rafmagnið að fara í sífellu. Ég er nú heppin að hafa rafmagn á hótelinu, en það fer samt oft eða ljósin byrja að blikka. Í vinnunni í dag fór rafmagnið einu sinni af, þá tók ég eftir því hvað þessi svarti kassi undir skrifborðinu mínu gerði. Hann hélt rafmagni í tölvunni þó svo ljósin slökknuðu. Ansi sniðugt.
- Svo þarf ég náttúrulega ekki að nefna allt hitt. Gríðarlega mikinn barnadauða, mæðradauða, lélega heilsugaeslu, menntakerfi, vatn, hreinlæti ... etc. Mismunun heimsins er augljós í þeim efnum og geta lönd ekki vera lengra frá hvort öðru en Ísland og Gíneu-Bissá í því tilliti. Þetta gæti orðið langur listi.
Annars langar mig að nefna eitt mjög skrítið í framhaldinu. Ég hef ekki séð neina betlara fyrr en einn í dag sem sat í hljólastól fyrir utan súpermarkaðinn. Af augljósum ástæðum þurfti hann að betla, en annars er fólk bara óvenju gjafmilt. T.d. var ég að kaupa appelsínur um daginn og var búin að sættast á eitthvað verð fyrir 2 appelsínur sem hún vigtaði og allt þetta. Svo rétt áður en hún réttir mér pokann þá stingur hún 2 appelsínum til viðbótar í pokann og brosir. Í tvö skipti hefur munað aðeins á afgangi og þá gefa þeir manni meira heldur en minna, þannig að þeir taka á sig mismuninn en láta ekki mig vestræna óvitann gera það. Þessu hef ég aldrei lent í áður, allavega ekki í svona fátæku landi ... eða ríku ef út í það er farið.
4 ummæli:
Hæ hæ
Ánægð að sjá hvað þú ert dugleg að blodda en hvað í ósköpunum var í þessum 40 kílóa farangri þínum?
Bestu kveðjur úr kulda og trekki
Brynja
Fot, baekur, skor og eiginlega ekki mikid meira. thetta safnadist fljott upp. ekki eins og eg hafi tekid med mer slettujarnid (sem er enn hja dogg) eda harblasara. onei. bara naudsynjar.
hæ elsku afrikudrottning, gott að þú ert byrjuð að blogga. Hlakka til að heyra meira frá lífinu þarna úti.
Ást Kiddy
Geturu ekki skrifað ritgerð um "peningar eyðileggja lífið" út frá þessari dvöl? Að búa í einu fátækasta ríki jarðar komst þú að því að peningar eyðileggja allt. Svo verðuru forsætisráðherra og fjármálaráðherra og breytir öllu. Ok?
Ást til þín.
Skrifa ummæli