
fimmtudagur, 31. janúar 2008
Fostudagsfjorid

miðvikudagur, 30. janúar 2008
Heilsufarid
Enginn magavandraedi. Reyndar var eg med sma halsbolgu fyrst, en tad er venja hja mer tegar eg fer i svona long flug.
Eg hef bordad meiri fisk herna en nokkurn timann heima. Held eg se buin ad fa amk 3 fiskmaltidir a innan vid viku.
Eg lenti i tvi aftur i gaer ad aetla ad runa upphaed ad naesta hundradi i leigubil. En leigubilstjorinn tok tad ekki i mal, kalladi a eftir mer og retti mer afganginn (alls 14 isk.). Laerdomur gaerdagsins var sa ad leigubilarnir her eru their odyrustu i heimi. Eg for i klukkustundar-gongutur (segi fra tvi sidar) og tok svo leigubil til baka sem kostadi 42 isk.
Eg held ad Dogg, Brynja og Kamilla hafi ekki alveg vitad hvad thaer voru ad koma ser ut i tegar taer gafu mer thetta blogg. haha. eg er ostodvandi!!!
þriðjudagur, 29. janúar 2008
Ginea-Bissau vs. Island
Þegar ég rölti heim úr vinnunni í dag voru a.m.k. 40-50 gaurar fyrir utan Elko að horfa á boltann. Þegar ég hætti að horfa var 1-1 á milli Namibíu og Ghana.
Það tók mig um 15 mínútur að láta starfsmann hérna á hótelinu skilja að ég hafði gleymt koddanum mínum þegar ég var að skipta um herbergi í morgun. Það er alveg agalegt að vera mállaus. “Je habite chambre sis, mais maintenant je habite au numero dis. Mais je ne pas find moi pillow. trés importante. This pillow non bon. no moi pillow. Je viex moi pillow.” Kata Ham gaf mér litla bók sem heitir worldless travel book og er með myndum af allskyns hlutum, þannig að maður bara bendir. Svo ég fór niður í lobby vopnuð bókinni og gat bent á koddann “moi pillow”. Þetta tók samt sinn tíma. Hann sagðist redda þessu domaini/á morgun og ég var svo svekkt út í sjálfa mig. Nema hvað síðan bankar hann upp á hjá mér áðan og hafði fundið elsku koddann minn.
Ég er búin að vera að lesa mér til um Gíneu-Bissá núna síðustu dagana og í ljósi þeirra vandamála sem blasa við í þessu landi virðist sem vandamálin heima verði hreinlega hjákátleg. Nefnum sem dæmi:
- Vegna þeirra umræðna sem hafa verið í gangi að undanförnu um skipan Þorsteins Davíðssonar í héraðsdómarasæti þá langar mig ad nefna ad her skipar forsetinn alla níu héraðsdómarana og hann hefur þannig í raun algjört vald yfir þeim.
- Svo eru það borgarmálin. Hérna eru svo tíð skipti í stjórninni eða í háum og lágum stöðum hja hinu opinbera ad það er erfitt fyrir unicef að halda úti verkefnunum sínum.
- Svo eru það kjaradeilurnar. Hérna hafa kennarar, heilbrigðisstarfsfólk og í raun allir á vegum hins opinbera ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Það er mjög algengt, enda fer fólk í oft í verkföll en það þýðir auðvitað lítið þar sem það er enga aðra vinnu að fá fyrir marga.
- Fólk gæti kvartað heima yfir vinnuaðstöðu sinni, tölvunni sinni (ég meðtalin) og fleiru. Hérna er rafmagnið að fara í sífellu. Ég er nú heppin að hafa rafmagn á hótelinu, en það fer samt oft eða ljósin byrja að blikka. Í vinnunni í dag fór rafmagnið einu sinni af, þá tók ég eftir því hvað þessi svarti kassi undir skrifborðinu mínu gerði. Hann hélt rafmagni í tölvunni þó svo ljósin slökknuðu. Ansi sniðugt.
- Svo þarf ég náttúrulega ekki að nefna allt hitt. Gríðarlega mikinn barnadauða, mæðradauða, lélega heilsugaeslu, menntakerfi, vatn, hreinlæti ... etc. Mismunun heimsins er augljós í þeim efnum og geta lönd ekki vera lengra frá hvort öðru en Ísland og Gíneu-Bissá í því tilliti. Þetta gæti orðið langur listi.
Annars langar mig að nefna eitt mjög skrítið í framhaldinu. Ég hef ekki séð neina betlara fyrr en einn í dag sem sat í hljólastól fyrir utan súpermarkaðinn. Af augljósum ástæðum þurfti hann að betla, en annars er fólk bara óvenju gjafmilt. T.d. var ég að kaupa appelsínur um daginn og var búin að sættast á eitthvað verð fyrir 2 appelsínur sem hún vigtaði og allt þetta. Svo rétt áður en hún réttir mér pokann þá stingur hún 2 appelsínum til viðbótar í pokann og brosir. Í tvö skipti hefur munað aðeins á afgangi og þá gefa þeir manni meira heldur en minna, þannig að þeir taka á sig mismuninn en láta ekki mig vestræna óvitann gera það. Þessu hef ég aldrei lent í áður, allavega ekki í svona fátæku landi ... eða ríku ef út í það er farið.
mánudagur, 28. janúar 2008
Allt ad gerast
medfylgjandi er mynd af sundlauginni sem bjargadi lifi minu a sunnudaginn.
Africa Queen
Komin til Bissa!
25. janúar 2008
Hvar á ég að byrja ... frá því ég lagði af stað í snjónum á Íslandi og kom hingað á Aparthotel Solmar í Bissá hefur margt á þessa tvo daga mína drifið. Í fyrsta lagi var ég með of mikinn farangur sem hefur kostað mig cirka 35 þúsund (!!!!) krónur. Þar af rukkaði Icelandair auðvitað 30 þúsund. Eg hélt ég ætlaði ekki lengra og hafði áhyggjur af því að ég myndi aldrei sjá farangurinn minn í Lissabon. Þegar ég kom til London hafði ég bara rúma klukkustund til að tékka mig inn og finna flugið mitt. Þá hafði starfsmaður TAP Portugal bara farið vegna þess að prentarinn fyrir boarding passana virkaði ekki!
ég fór sem leið lá inn í terminal 2 og sá þá mér til léttis að fluginu mínu hafði verið seinkað. Eg hafði þá tíma til að byrgja mig upp af moskítóspreyjum, roll-on og ýmsu öðru sem fælir flugur frá. Og var svo gáfuð að fara að hliðinu þar sem TAP var að koma farþegum í annað flug og fékk boarding passann minn þar.
Eg og töskurnar komu til Lissabon í 10-15 stiga hita. Hótelið mitt var á besta stað í bænum, á torgi á milli aðalverslunargötunnar og Barrio Alto-hverfisins. Þegar ég ætla svo í rólegheitum að skoða hverfið sé ég ekki það ógeðslegast sem ég hef nokkurn tímann augum litið. Það var betlari sem var með svo svakalegan húðsjúkdóm eða kýli að þetta var eins og annar haus sem vall út úr andlitinu á honum, rautt og krumpað. Þetta var svona, tja, hundraðfalt verra en ég ímynda mér að fílamaðurinn hafi verið og ég hef alltaf fengið hroll þegar ég husa um hann, frá því ég var lítil. Ég var ekki sú eina sem tók sveig fram hjá greyið manninum skal ég segja ykkur.
(nú verð ég að hætta ... Sylvana hjá unicef var að hringja og segja mér að það sé önnur kona hér á hótelinu sem vann einu sinni hjá unicef og að ég eigi að finna hana. spjalla og svo kemur Sylvana að borða með okkur). By the way, fékk símakort og númer um leið og ég kom. Síminn er +245 67 47 1 57! Og vinnusiminn er +245 20 35 81 (ext.)160.
Lissabon er rosalega falleg, eins og blanda af Barselóna og Róm. Ég náði útsölu í H&M og keypti smá þar. Þar sem ég er að furða mig á því afhverju svona fáir séu úti í miðri borginni sé ég að hópur af fólki hafði safnast saman á torginu rétt við hótelið. Ég labba þangað og er þá ekki sjúkrabíll á miðri götunni og læknar að reyna hjartahnoð á manni sem lá hreyfingarlaus á götunni. Hann hefur sennilega endað sína ævidaga þarna á torgi Lissabon. Hugsið ykkur dauðdaga. Eins og að detta dauð niður á Lækjartorgi. Jæja, eftir þessa skrítnu uppákomu labbaði ég um Barrio Alto og fékk mér pasta með spínati og osti. Svo til að toppa kvöldið kom ég auga á dúfu sem hafði verið keyrt yfir. Þannig var nú kvöldið mitt í Lissabon.
Seinni partinn kem ég í steikjandi hita til Bissá. Ég kynntist bandaríkjamanni, Jeff, í flugvélinni sem sá um að Keikó var fluttur til Íslands. Er verið að djóka í mér - þvílík tilviljun. Hann hafði oft komið til Íslands, þekkti fullt af fólki og hafði verði út um allt. Er hér í Gíneu-Bissá í 3-4 mánuði að skoða einhverja höfrunga og ég get hringt í hann ef mig langar að kíkja í siglingu um Bisagos eyjarnar einhverja helgina. Jeff ætlar svo til Húsavíkur næsta sumar.
Það vill svo til að ég er núna fyrstu dagana á hóteli á móti staðnum þar sem passamynd dauðans var tekin af mér hér um árið. Þeir sem hafa heyrt þá sögu muna hana. Hún er of löng til að tíunda hér. Sja mynd:
Fékk mér lókalpening, frankcheffar, keypti appelsínur, kredit á símann, cashew hnetur, kex og vatn. Þetta er allt hér á sama horninu. Eg held ég sé í miðbænum, allavega má heyra í fólki og tónlist núna þegar ég sit hér kl. 11 á föstudagskvöldi í hótelherberginu.
Það er erfitt að lýsa borginni, moldarvegir, gamlar bíldruslur eða bens jeppar, litlir kofar á gangstéttunum þar sem konur selja appelsínur, banana, hnetur og fleira. Þetta er lítil borg og vekur soldinn ugg svona fyrir nýkomna vestræna konu.
Eg borðaði áðan með fólki frá unicef og fleirum. Mest um vert fannst mér að hitta konuna sem er hér á hótelinu líka. Hún er nefnilega frílans og skrifar fyrir myndabanka unicef. Fyrir ykkur sem ekki vita þá nota ég sögurnar hennar mest þegar ég er að skrifa fréttabréf heimsforeldra og fleira í þeim dúr. Svo mér finnst þetta ekkert smá merkilegt. Ekki nóg með það heldur er Pirozzi að koma hingað!!! Hann er aðalljósmyndarinn á myndabankanum og vinnur með Juliu, sem srifar sögurnar. Ef þið skoðið fréttabréfin, ársyfirlitið og netið sjáið þið myndirnar frá honum. Stundum finnst mér að unicef sé eins og lítið þorp. En heimsókn þeirra er auðvitað rosalega gott fyrir unicef í landinu því að efnið frá þeim er notað svo víða og gæti vakið athygli.
Eg hlakka ekkert smá til að takast á við þau verkefni sem bíða mín á skrifstofunni. Við ræddum það aðeins yfir matnum og það eru svo spennandi tímar framundan.
Karnival verður í landinu næstu helgi og hreyfingarátakið sem Baldur Steinn sagði mér frá er alltaf á laugardögum, þá er gengið að flugvellinum og tilbaka. Byrjað kl 7 um morgunin til að ná smá svölu veðri. Sæi það gerast á Íslandi.
26. janúar
Mér leiðist. Ég er búin að labba út um hverfið. Þetta er soldið kaótískt og ég á erfitt með að átta mig á nýjum stað án götukorts. Hér hafa göturnar varla nafn! þannig að þetta á eftir að taka smá tíma.
27. janúar
Í dag byrjaði ég á því að hitta juliu í morgunmat, fór svo með henni á skrifstofuna og komst þá loks á netið til að láta vita af mér og skoða fréttir af borgarmálunum. Horfði á allt beint (eða reyndi það, nettengingin var ekki upp á sitt besta, en nógu góð).
Svo um þrjú leytið fór ég í nýja sundlaug með Jolene sem er að vinna hjá unicef og litlu þremur strákunum hennar. Nú eru sumsé þrjár sundlaugar í Bissá og nágrenni. Ein léleg og tvær ágætar, er mér sagt.
Það var ekkert smá gott fyrir mig að fara með í sundið; gat slakað almennilega á og farið í smá sólbað. Uppgötvaði einmitt í gærkvöldi þegar hún hringdi í mig til að bjóða mér með að ég hafði gleymt að taka sundföt í þessum 40 kíló farangri sem ég burðaðist með yfir hálfan hnöttinn. Einnig gleymdi ég að kaupa sólarvörn í Boots. Keypti nóg af malaríuflugnafælum en enga sólarvörn! Kom reyndar með einhverja afganga að heiman svo ég var með nóg fyrir daginn en engan veginn fyrir 3 mánuði í þessari sól. Búin að tékka í einum súpermarkaði en þeir áttu því miður enga sólarvörn, sem kom mér ekki á óvart, en ég held samt í vonina um að það sé til í einni annarri búð. Anyways, ég reddaði sundfötum með nærbuxum sem ég fjárfesti í á útsölunni í H&M í Lissabon og skorubolnum mínum.
Ég endaði kvöldið á Kalisto-veitingastaðnum með Juliu. Fékk mér fisk og papriku-kebab á stöng með soðnum baunaspírum og gulrótum með hvítlauk. Í eftirrétt fékk ég mér súkkulaðibúðing. Ekki amalegur sunnudagsmatur. Ég er að útlista þetta vegna þess að ég bjóst við að fá svo vondan mat (vegna þess að síðast þegar ég var hér fékk ég ekki eina góða máltíð), þannig að það er að koma skemmtilega á óvart. Í morgunmat fékk ég mér Papaya-ávöxt, sem ég var búin að afskrifa eftir skítabragðið af honum á kúbu, en hér var þetta ljúfengasti ávöxtur. Reyndar var hann það eina góða við morgunmatinn en hey maður vinnur ekki alltaf.
Afríkumótið í fótbolta stendur sem hæst og fyrir ykkur sem hafa áhuga þá burstaði Fílabeinsströndin Benín um daginn 4-1 og mér sýndist áðan að Túnis mynda hafa yfir í leiknum við Suður-Afríku. Hérna á horninu fyrir neðan hótelið (mótttakan og morgunverður eru á fyrstu hæð, en öll herbergin á annarri) er Elkó þeirra bissábúa og þar sér maður alltaf hóp af strákum fyrir utan gluggann að horfa á leikinn í eina sjónvarpinu sem er í gangi inni í búðinni. Um daginn voru örugglega 30 strákar í einum hnapp fyrir utan gluggann.
miðvikudagur, 2. janúar 2008
takk fyrir takk fyrir þið eruð yndislegar
Eg fíla mig nú ekki sem afríkudrottningu en get vonandi lagt mitt af mörkum. fylgist með! fer eftir 3 vikur!
erum að kveðja Kamillu núna og Brynja eldaði sjávarréttapasta og nú verður gjörð spilaspá.
þriðjudagur, 1. janúar 2008
Byrjuð að blogga!

Blogg þetta er hluti af afmælisgjöf Brynju, Daggar og Kamillu til Afríkudrottningarinnar Önnu. Tilgangurinn er augljós, að fá fréttir af pæjunni þegar hún heldur til Afríku, nánar tiltekið til Guinea Bissau, þar sem hún mun dvelja í þrjá mánuðu og halda áfram að bjarga börnum heimsins. Við stofnuðum einnig ljósmyndasíðu fyrir dömuna sem hún mun vonandi nýta sér til að miðla myndum af sér við líf og störf í G-B. Tengill á síðuna er hér til hliðar.
Það er ósk okkar að Anna verði dugleg að nýta sér tæknina svo vinir og vandamenn geti fylgst með ævintýrum og upplifun hennar í Afríku.
Og enn og aftur...til hamingju með árin 30!
Brynja, Dögg og Kamilla