fimmtudagur, 8. maí 2008

Komin heim!

Komin til Íslands.

Ef ég hef eitthvað merkilegt að segja þá skal ég skrifa um það. Set kannski inn fleiri myndir bráðum.

Annars takk fyrir samfylgdina!

sunnudagur, 4. maí 2008

Komin til Lissabon!

Eg er komin til Lissabon. Fekk ekki saeti i fluginu a fostudaginn, atti dag daudans a fostudaginn tar sem eg beid a flugvellinum i 6,5 klst. Beid svo i 2 tima a TAP skrifstofunni til ad fa midanum minum breytt. Eftir tad turfti eg ad rifast ut af hotel reikningnum. Eg var alveg buin ad tvi eftir daginn. En extra dagurinn minn i Bissa var alveg tess virdi tvi kvoldid var yndislegt og lika laugardagurinn. 

Eg for heim til Karynu a fostudagskvoldinu og vid forum svo med systur hennar, Eric kaerasta systurinnar og brodur hennar a Don Bifana. Fernando kom svo og hitti okkur tar. Eg fekk einn besta fiskrett sem eg hef bragdad i Bissa og svo heldum vid a barinn i gamla hverfinu. Tar toku Michaelino, Ivan og Fernando uppahalds mama djombo lagid mitt. Hver labbar svo inn nema Rui Sangara sem syngur eitt af fallegustu logum sem eg hef heyrt. Eg bad Karynu ad athuga hvort hann vildi taka lagid fyrir mig og tad var nu ekki vandamal. 

Daginn eftir baud fjolskylda Karynu mer i hadegismat og atti eg yndislega stund med teim adur en Karyna fylgdi mer a hotelid og eg helt upp a flugvoll. Eg atti flug til Dakar um atta leytid a laugardeginum, tok svo flug kl. 2 um nottina til Lissabon og lenti herna kl. 7 um morgun. Eg stal morgunmat a hotelinu og fekk groft braud og godan ost. Eg for naestum ad grata tegar eg sa kraesingarnar. I dag hef eg svo farid a Aquarium og Hard Rock Cafe. Bordad hamborgara og drukkid Cafe Latte i fyrsta skipti i rumlega 3 manudi!!! 

Kem heim seinni part midvikudagsins 7. mai. Se ykkur i studi! 

Sidustu dagarnir

Skrifad a degi verkalydsins - 1. mai.


Ég gerðist sjávarlíffræðingur frá laugardegi til þriðjudags. Ég sat sumsé á strönd Rubane eyju allan sunnudaginn, hugsaði um lífið og tilveruna og svamlaði í sjónum. Ég labbaði meðfram fallegri strandlengjunni í sólsetrinu. Við enda strandarinnar voru eyjaskeggar að hoppa upp í yfirfullan og litríkan bát. Ég sá gamla hótelið á Rubane eyju inni í skóginum og sundlaug sem mátti muna fífil sinn fegri. Á leiðinni til baka sá ég hvar hópur lítilla fiska stökk upp úr sjónum rétt við ströndina, strax á eftir stukku nokkrir meðalstórir fiskar og svo einn risa stór þar á eftir. Eltingaleikur náttúrunnar.


Ég smakkaði besta eftirrétt í heimi, Ilha de flotant (Dísa kann kannski að skrifa þetta betur á frönsku!), hin fljótandi eyja. Ég kannaði sorglega byggð Bubaque-eyju, en þar er lítill matarmarkaður, einn bar, tugára gamlir járndunkar sem notaðir eru til að brugga pálmavín, niðurnídd hús og litlir strákar að dorga við höfnina. 


Á mánudeginum héldum við af stað til Quinhamel sem er á fastlandinu. En vinnan kallaði á leiðinni og kíktum við á nokkra höfrunga sem stukku tignarlega upp úr hafinu. Jeff og Mike hafa siglt svo oft fram hjá lítilli eyju sem er í raun bara steinar, strönd og eitt tré. Við ákváðum að þennan síðasta dag úti á hafi myndum við stoppa þar og stúta nokkrum bjórum. Það var sérstök tilfinning að vera bara þrjú á lítilli eyju þar sem sést til allra átta, sitja í sjávarmálinu og drekka bjór. Lífið varð svo einfalt allt í einu. 


Ég sló auðvitað eign minni á eyjunni og lýsti hana íslenska nýlendu. Hef audvitad laert ymislegt i Tharalatursfirdi. Mér finnst við Íslendingar ekki hafa verið nógu dugleg í nýlendustríðinu og það er aldrei of seint í rassinn gripið. Ég gerði sjálfa mig að forseta og forsætisráðherra. Reyndar skipaði ég sjálfa mig líka sem umhverfismálaráðherra en ég var ekkert ofsalega góð í því þar sem ég pissaði svo mikið í sjóinn. En ég bjargaði allavega nokkrum bjórflöskum. Mike skipaði ég sem menningarmálaráðherra og utanríkis-og varnarmálaráðherra. Hann stóð sig vel og var farinn að plotta yfirtöku nærliggjandi eyja til að stækka ríkidæmi okkar. Sem ráðherra menningarmála skrifaði hann etnísk merki í sandinn og safnaði saman skeljum og öðrum menningarverðmætum eyjarinnar. Jeff var sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra og sem slíkur sá hann um að útdeila bjórnum. Nú hefur maður strandað á eyðieyju gott fólk!


Á leiðinni út á eyjuna vorum við næstum föst í sandi því það var ekki komið nógu mikið flóð og grunnurinn er ekki mjög djúpur á mörgum stöðum. Við þurftm virkilega að finna leið út úr ógöngunum og mér leist ekkert á blikuna á tímabili. 


En nú er ég komin aftur til Bissá, bíð og vona að ég komist að í fluginu á morgun. Ég hef ekki haft tíma til að skrifa um það og vildi heldur ekki valda óþarfa áhyggjum, en TAP setti mig á biðlista eftir að hafa confirmerað og reconfirmerað miðann minn. Ég er með nokkra í málinu og síðast þegar ég vissi voru góðar líkur á að ég fengi miðann minn í kvöld. Ef ekki, þá reyni ég að fljúga til Lissabon í gegnum Dakar eins fljótt og ég get því ég verð að ná fluginu heim 7. maí - ég bara hreinlega verð. Ég sakna ykkar svo mikið. 


Verkalýðurinn er í fríi hér eins og víða annars staðar í dag. Bissá er með rólegasta móti og stemningin skemmtileg. Fólk fer á ströndina á þessum degi og lætur það alveg vera að mótmæla. Enda er fólk drepið fyrir slíkt. 


Hótelið réð DJ sem spilar bissáska músík á fullu hérna fyrir utan. Sennilega til að létta starfsfólki sínu lífið því þau þurfa að vinna. Markaðurinn var þó opinn og slóu menn þar á létta strengi. Þeir höfðu meðal annars búið til risa stöng til að ná mangóunum úr trjánum. Ég fór að taka myndir. Það er soldið skrítið stundum að taka myndir hérna því að fólk bannar manni það, en þá í raun vilja þeir bara að maður taki mynd af sér, í sumum tilvikum allavega. Á endanum vildu allir fá mynd af sér, sölumenn og skóburstarar. 


Í dag gerðust tvö atvik sem á eftir að láta mig sakna fólksins hérna. Í fyrsta lagi sá einn markaðssölumannanna að snákaskinnstaskan mín hafði rifnað og hann bauðst til að laga hana. Hann lagaði hana með því sem hann fann í kringum sig og ég átti við hann fróðlegar samræður um stjórnmál á meðan hann saumaði handfangið á töskunni saman. Stuttu síðar spyr ég um aqua og þá benda nokkrir mér á konu sem er að selja vatn í poka upp úr kæliboxi. Einn markaðssölumannanna var að kaupa vatn og hann neitar að fá afganginn sinn frá konunni og segir henni að rétta mér vatn í staðinn. Hann tók ekki í mál að ég borgaði honum til baka!


Það er erfitt að kveðja allt og alla hér. Ég verð að snúa hingað aftur einn daginn.